Með götudans í blóðinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. maí 2014 09:30 Natasha Monay Royal lærði sín fyrstu götudansspor á götunum í New York. Vísir/Daníel „Það voru ekki til neinir skólar eða kennarar þegar ég var að byrja, allir sem voru að dansa voru í raun bara að kenna hver öðrum,“ segir götudansarinn Natasha Monay Royal en hún hefur verið að dansa síðan hún var tíu ára gömul. „Við flökkuðum á milli hverfanna í New York að dansa við hipphopp og búa til okkar eigin spor og kenna þau síðan,“ segir Natasha sem bætir því við að hún hafi lært mikið af stóra bróður sínum sem dansaði götudans ásamt svonefndu „crewi“. „Hann varð oft mjög pirraður að litla systir hans væri að elta hann og fylgjast með,“ segir Natasha og hlær. „Þeir æfðu sig alltaf í tómu húsi sem var verið að byggja, settu bara pappakassa á gólfið og dönsuðu á því,“ segir dansarinn sem ákvað einn daginn að hlaupa inn á æfinguna og sýna þeim hvað hún gat. „Ég var svo ung þá, þeim brá því þeir höfðu ekki hugmynd um að ég hafði verið að æfa,“ segir dansarinn en í kjölfarið var henni hleypt inn í „crewið“. Natasha hefur búið á Íslandi í tæp fimmtán ár en hún segir að þetta hafi allt byrjað þegar hún var stödd í partíi í Kolaportinu í kringum 1998. „Þeir tæmdu Kolaportið því það var einhver stór hipphoppplötusnúður að spila um kvöldið. Síðan fannst mér tónlistin svo góð að ég einhvern veginn missti mig í dansinum,“ segir Natasha og hlær en stuttu eftir að hún hóf að rifja upp gamla takta frá götunum í New York þá tók hún eftir því að allir aðrir voru hættir að dansa og voru bara að horfa á hana. „Þau héldu örugglega að ég væri einhver brjálæðingur, ég var farin að snúa mér á hausnum og allt,“ segir götudansarinn en eftir atvikið kom maður til hennar og bauð henni starf sem danskennari við dansskólann sinn. „Það var algjörlega engin menning í götudansinum áður en ég byrjaði að kenna hérna. Mér fannst það mjög skrítið fyrst en ég byrjaði með átta nemendur og síðan stækkaði hópurinn alltaf jafnt og þétt. Þetta voru mest krakkar, ég kenndi Brynju Péturs frá því að hún var mjög ung, hún var mjög áhugasöm um götudans. Ég er farin að lenda mjög oft í því þegar ég er á gangi niðri í bæ að ég er stoppuð af einhverjum stelpum eða strákum sem segja mér að ég hafi kennt þeim götudans einhvern tíma,“ segir hún og viðurkennir að sér þyki mjög vænt um það. „Það er mjög mikilvægt fyrir mér að fólk sem hefur áhuga á að læra götudans læri hann af alvöru. Það eru svo margir dansskólar að auglýsa að þeir kenni götudans en það er síðan ekkert eins og hann á að vera,“ segir Natasha sem kennir í Kramhúsinu. „Ísland hefur gríðarlega marga góða hipphopp og house-plötusnúða, en Íslendingar verða að læra að dansa við tónlistina, ekki bara að standa og hlusta!“ Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Sjá meira
„Það voru ekki til neinir skólar eða kennarar þegar ég var að byrja, allir sem voru að dansa voru í raun bara að kenna hver öðrum,“ segir götudansarinn Natasha Monay Royal en hún hefur verið að dansa síðan hún var tíu ára gömul. „Við flökkuðum á milli hverfanna í New York að dansa við hipphopp og búa til okkar eigin spor og kenna þau síðan,“ segir Natasha sem bætir því við að hún hafi lært mikið af stóra bróður sínum sem dansaði götudans ásamt svonefndu „crewi“. „Hann varð oft mjög pirraður að litla systir hans væri að elta hann og fylgjast með,“ segir Natasha og hlær. „Þeir æfðu sig alltaf í tómu húsi sem var verið að byggja, settu bara pappakassa á gólfið og dönsuðu á því,“ segir dansarinn sem ákvað einn daginn að hlaupa inn á æfinguna og sýna þeim hvað hún gat. „Ég var svo ung þá, þeim brá því þeir höfðu ekki hugmynd um að ég hafði verið að æfa,“ segir dansarinn en í kjölfarið var henni hleypt inn í „crewið“. Natasha hefur búið á Íslandi í tæp fimmtán ár en hún segir að þetta hafi allt byrjað þegar hún var stödd í partíi í Kolaportinu í kringum 1998. „Þeir tæmdu Kolaportið því það var einhver stór hipphoppplötusnúður að spila um kvöldið. Síðan fannst mér tónlistin svo góð að ég einhvern veginn missti mig í dansinum,“ segir Natasha og hlær en stuttu eftir að hún hóf að rifja upp gamla takta frá götunum í New York þá tók hún eftir því að allir aðrir voru hættir að dansa og voru bara að horfa á hana. „Þau héldu örugglega að ég væri einhver brjálæðingur, ég var farin að snúa mér á hausnum og allt,“ segir götudansarinn en eftir atvikið kom maður til hennar og bauð henni starf sem danskennari við dansskólann sinn. „Það var algjörlega engin menning í götudansinum áður en ég byrjaði að kenna hérna. Mér fannst það mjög skrítið fyrst en ég byrjaði með átta nemendur og síðan stækkaði hópurinn alltaf jafnt og þétt. Þetta voru mest krakkar, ég kenndi Brynju Péturs frá því að hún var mjög ung, hún var mjög áhugasöm um götudans. Ég er farin að lenda mjög oft í því þegar ég er á gangi niðri í bæ að ég er stoppuð af einhverjum stelpum eða strákum sem segja mér að ég hafi kennt þeim götudans einhvern tíma,“ segir hún og viðurkennir að sér þyki mjög vænt um það. „Það er mjög mikilvægt fyrir mér að fólk sem hefur áhuga á að læra götudans læri hann af alvöru. Það eru svo margir dansskólar að auglýsa að þeir kenni götudans en það er síðan ekkert eins og hann á að vera,“ segir Natasha sem kennir í Kramhúsinu. „Ísland hefur gríðarlega marga góða hipphopp og house-plötusnúða, en Íslendingar verða að læra að dansa við tónlistina, ekki bara að standa og hlusta!“
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Sjá meira