Lífið

Óveður á Íslandi: Tíu slagarar innblásnir af rigningu og roki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það var hvasst úti á Granda í Reykjavík í hádeginu í dag.
Það var hvasst úti á Granda í Reykjavík í hádeginu í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi
Landsmenn halda sig flestir innandyra í dag sökum óveðursins sem reiknað er með því að verði til vandræða í dag og fram á morgun. Eflaust nota einhverjir listamenn tækifærið og semja lög innblásnir af veðrinu eða öðrum hlutum sem snerta líf þeirra.

Fjölmörg lög hafa verið samin í gegnum tíðina og náð miklum vinsældum þar sem umfjöllunarefnið tengist veðrinu á einn eða annan hátt. Vísir hefur tekið saman nokkur vinsæl lög tengd veðrinu. Mögulega stytta lögin einhverjum stundir í inniverunni í dag.

Vísir hvetur lesendur til að bæta við lögum tengdum veðrinu í ummælakerfið að neðan.

CCR - Bad moon rising Travis - Why does it always rain on me The Doors - Riders on the storm Bubbi Morthens - Mýrdalssandur Grafík - Húsið og ég Scorpions - Rock you like a hurricane Bob Dylan - Blowin' in the wind Bill Withers - Ain't no sunshine Bruce Springsteen - Thunder Road The Beatles - Here comes the sun Vetrarsól - Björgvin Halldórsson Við skýin - Ragnheiður Gröndal og Helgi Björnsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×