Bíó og sjónvarp

Sýnishorn úr nýrri kvikmynd Roberts Downey Jr.

Hjónin Robert og Susan Downey.
Hjónin Robert og Susan Downey. Vísir/Getty
Robert Downey Jr. og eiginkona hans Susan Downey framleiddu kvikmynd um lögfræðing, leikinn af Robert Downey, sem snýr aftur heim til þess að mæta í jarðarför móður sinnar og endar á því að verja föður sinn (Robert Duvall) í morðmáli.

Downey er ánægður með myndina.

„Við Susan erum í skýjunum með þessa fyrstu mynd undir formerkjum Team Downey-framleiðslufyrirtækisins hjá Warner Bros.

Myndinni er leikstýrt af David Dobkin og heitir The Judge.

Ásamt Downey og Duvall leika í myndinni Vincent D'Onofrio, Vera Farmiga og Billy Bob Thornton.

Hér má sjá sýnishorn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.