Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Njarðvík 84-88 | Húnarnir í lykilstöðu Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Schenker-höllinni skrifar 24. mars 2014 16:41 Logi keyrir að körfu Hauka. Vísir/daníel Njarðvík er komið með 2-0 forystu í rimmunni gegn Haukum í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Gestirnir höfðu betur á Ásvöllum eftir jafnan og spennandi leik. Eftir góða byrjun Hauka náði Njarðvík að koma sér inn í leikinn. Liðin héldust svo í hendur þar til að Njarðvíkingar komust loksins í gang utan þriggja stiga línunnar í þriðja leikhluta. Haukar héldu spennu í leiknum allt til loka en þriggja stiga karfa Loga Gunnarssonar á lokamínútunni gerði endanlega út um vonir þeirra. Njarðvík getur tryggt sér sæti í undanúrslitunum á heimavelli á föstudagskvöld en Haukar hafa þó sýnt í þessum tveimur leikjum að þeir geta valdið Njarðvíkingum vandræðum. Haukar byrjuðu frábærlega í leiknum og skoruðu 20 stig á fyrstu fimm mínútum leiksins. Sóknarleikur liðsins var góður og heimamenn fráköstuðu vel báðum megin vallarins.Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, tók þá leikhlé og það hafði umsvifalaust áhrif á hans menn. Mun grimmari varnarleikur og skynsamlegri aðgerðir í sókninni gerðu það að verkum að Njarðvík var komið yfir áður en leikhlutinn var allur. Þar að auki náðu gestirnir að koma Emil Barja, einum besta leikmanni Hauka, í mikil villuvandræði. Emil fékk þrjár villur á örfáum mínútum og spilaði af þeim sökum ekkert í öðrum leikhluta. Aðrir leikmenn stigu upp í fjarveru Emils og spiluðu fasta vörn á gestina, við litla hrifningu þeirra. Haukum gekk illa að sækja að körfunni en bættu fyrir það með þokkalegri þriggja stiga skotnýtingu. Gestirnir spiluðu á móti hraðan sóknarleik og hélst leikurinn í ágætu jafnvægi í öðrum leikhluta. Staðan að honum loknum var 48-46, Njarðvík í vil. Liðin mættu af krafti til leiks í síðari hálfleik en leiðir skildu um miðjan hálfleikinn þegar Njarðvíkingar fóru að stilla upp í þriggja stiga skot með góðum árangri. Ágúst Orrason setti tvö með skömmu millibili og Logi bætti svo við. Skyndilega var munurinn orðinn um tíu stig og þetta bil náðu Haukar ekki að brúa. Heimamenn eiga þó hrós skilið fyrir að gefast aldrei upp. Terrence Watson hélt sínum mönnum á floti en alltaf áttu Njarðvíkingar svar. Þeir gerðu einfaldlega nóg til að klára leikinn með sigri og var þristurinn hjá Loga á lokamínútunni gott dæmi um það. Þrátt fyrir öll villuvandræðin framan af leik fékk þó enginn fimm villur í kvöld. Dómararnir voru með stranga línu í kvöld eins og svo oft áður í úrslitakeppninni en leikmenn héldu sig þó innan hennar þegar mest á reyndi. Það var forvitnilegt að fylgjast með baráttu Bandaríkjamannanna í kvöld en bæðir skiluðu flottum tölum. Watson var með 20 stig og átján fráköst en Tracy Smith með 25 stig og 22 fráköst fyrir Njarðvík.Elvar Már Friðriksson nýtti skotin ekkert sérstaklega vel í kvöld en var engu að síður algjör driftkraftur í sóknarleik Njarðvíkur. Hann var sífellt að búa til færi fyrir félaga sína og gerði það með góðum árangri í kvöld, ekki síst í síðari hálfleik. Þá settu þeir Logi og Ágúst niður mikilvægar körfur og Maciej Baginski átti frábæra spretti í fjórða leikhluta. Ólafur Helgi nýtti svo sín skot vel. Hjá heimamönnum sýndi það sig að Haukar eiga fína liðsheild og það reyndi á hana í villuvandræðum Emils. Kári Jónsson átti fína innkomu og Haukur Óskarsson skilaði sínu inn á milli. En Njarðvík á sterkan sjö manna hóp sem Einar Árni keyrði grimmt á í kvöld með góðum árangri. Þeir náðu halda Haukum í skefjum sem dugði til að þessu sinni.vísir/daníelEinar Árni: Skynsamlegar ákvarðanir og liðsheildin sterk „Við spiluðum vel úr okkar stöðu enda Haukar með mjög öflugt lið sem ég hef fengið að berjast við í gegnum alla yngri flokkana undanfarin ár,“ sagði Einar Árni, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn í kvöld. „Það eru margir leikmenn í báðum liðum að leggja af mörkum. Við vitum að við fáum alltaf framlag frá Elvari, Loga og Tracy en Gústi og Maciej voru líka frábærir í kvöld.“ „Þetta var því hörkugóður liðssigur og mínir menn höndluðu taugarnar með sóma. Við viljum þó byrja betur en við höfum gert í báðum þessum leikjum en við bættum þetta upp með varnarleiknum í síðari hálfleik.“ Njarðvík setti niður eina þriggja stiga körfu í fyrri hálfleik en sex í þeim síðari. „Við settum niður sex af tíu þriggja stiga skotum í síðari hálfleik af því að við vorum að taka skynsamlegar ákvarðanir. Við vorum duglegir að finna Tracy í teignum og þeir Elvar og Logi voru líka duglegir að keyra inn og búa til færi fyrir skytturnar okkar.“ „Það var enn eitt dæmið um liðsheildina sem er að skila þessum sigri. Nú erum við búnir að taka þessi tvö skref sem við ætluðum okkur og við stefnum að því að klára þetta heima á föstudaginn. Við spiluðum betur í kvöld en í fyrsta leiknum en þurfum að gera enn betur í þriðja leiknum til að vinna hann.“vísir/daníelLogi: Viljum ekki koma hingað aftur Logi Gunnarsson var hetja Njarðvíkur í kvöld en hann skoraði þriggja stiga körfu á lokamínútu leiksins sem tryggði hans mönnum endanlega sigurinn í leiknum. „Þetta var mikilvæg karfa í lokin en það var ekki síður mikilgæt að stoppa þeirra sóknir. Það sýnir hversu góða vörn við getum spilað,“ sagði Logi eftir leikinn í kvöld. „Við reyndum að spila agaða sókn og ég held að við gerðum það. Haukarnir komu til baka en við náðum alltaf að ýta þeim frá okkur sem var sterkt.“ Hann segir að leikmenn beggja liða hafi verið pirraðir á dómgæslunni en hún var nokkuð ströng í kvöld. „Maður verður að geta horft fram hjá mistökum þeirra enda gera allir mistök í leiknum. Dómararnir voru svo búnir að fá nóg af báðum liðum, vöruðu okkur við og því pössuðum við okkur á því að vera ekki að nöldra meira í þeim. Það var komið nóg.“ „Það mætti kannski leyfa aðeins meira í úrslitakeppninni en án þess þó að það fari út í einhverja vitleysu.“ Þriðji leikurinn fer fram á föstudaginn og geta Njarðvíkingar klárað rimmuna þá. „Nú erum við búnir að setja þá út í horn en við eigum sterkan heimavöll. Við ætlum að klára þetta þar því við viljum ekki koma hingað aftur.“Ívar: Njótum engrar virðingar hjá dómurum „Mér fannst við nær sigrinum í síðasta leik en þessum. Við gerðum mikið af mistökum í kvöld en baráttan var þó til fyrirmyndar,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir tapið í kvöld. Njarðvík skoraði níu stig í röð utan þriggja stiga línunnar á tæpri mínútu um miðjan þriðja leikhluta. Ívar sagði að sá kafli hefði reynst Haukum dýrkeyptur. „Við gerðum mjög mikið af mistökum þá - tókum rangar ákvarðanir og slæm skot í stað þess að spila bara okkar leik. Það kostaði okkur sjálfsagt leikinn. Af þessu þurfum við að læra því við þurfum að vera skynsamir.“ Hann kvartaði líka undan dómgæslunni í kvöld, sér í lagi þegar kom að Terrence Watson. „Þeir brutu á honum allan leikinn en hann fékk bara fimm villur dæmdar á sig. Þannig er þetta leik eftir leik og það virðist sem að við njótum engrar virðingar hjá dómurunum. Maður skilur þetta bara ekki,“ sagði Ívar. „Þegar við bendum á þetta þá segja þeir að það sé ekki verið að brjóta á honum. Það er í raun óskiljanlegt hvernig dómarar starfa í dag og menn virðast kvarta eftir hvern einasta leik. Þeir hafa bara ekki ráðið við þessa leiki, því miður.“ Emil Barja byrjaði frábærlega fyrir Hauka en lenti í villuvandræðum strax í fyrsta leikhluta. Það kostaði hann dýrmætar mínútur í kvöld. „Hann tók einfaldlega rangar ákvarðanir. Tvær af þessum villum voru mjög vondar af hans hálfu. Við höfum ekki efni á að missa hann á bekkinn í einn og hálfan leikhluta. Það er dýrt í seríu sem þessari.“ „En allir sem komu inn gerðu sitt besta. Ég er því sáttur við strákana - þeir þurfa bara að vera aðeins skynsamari. Þetta er nefnilega ekki búið. Ef við vinnum á föstudag eigum við annan heimaleik og þá er allt opið aftur.“Tölfræði leiksins:Haukar-Njarðvík 84-88 (25-26, 21-22, 16-25, 22-15)Haukar: Emil Barja 20/5 fráköst/6 stoðsendingar, Terrence Watson 20/18 fráköst/6 stoðsendingar/5 varin skot, Kári Jónsson 11, Þorsteinn Finnbogason 10, Haukur Óskarsson 8/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 7, Steinar Aronsson 3, Kristinn Marinósson 3/4 fráköst, Svavar Páll Pálsson 2, Helgi Björn Einarsson 0/4 fráköst.Njarðvík: Tracy Smith Jr. 25/22 fráköst/5 varin skot, Elvar Már Friðriksson 15/7 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 13, Logi Gunnarsson 12/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ágúst Orrason 9, Maciej Stanislav Baginski 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 4/5 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 2, Egill Jónasson 1/4 fráköst.Textalýsing:84-88 | Leik lokið: Skref dæmt á Emil og Njarðvík kemst í sókn. Annað leikhlé tekið en þetta er búið. Njarðvík er komið með 2-0 forystu í rimmunni og getur klárað hana á heimavelli á föstudagskvöldið.82-88 | 40. mín: Njarðvík tekur langa sókn en klikkar á skotinu. Kári minnkar muninn í þrjú stig þegar 40 sekúndur eru eftir. Njarðvík nær aftur að taka langa sókn en nú nær Logi að setja niður þrist. Hann gerir út um leikinn. Nítján sekúndur eftir. Haukar taka leikhlé.80-85 | 39. mín: Maciej með hrikalega mikilvæga körfu úr teignum. Svo skref dæmt á Hauka. Njarðvík tapar boltanum en þetta gæti verið of seint fyrir heimamenn. Brotið á Emil utan teigs og hann fær þrjú skot. Hann setur þau öll niður. 1:09 eftir.77-83 | 38. mín: Haukar snöggir til. Fimm stig á 30 sekúndum og munurinn sex stig. Enn rúmar tvær eftir.72-83 | 38. mín: Vá. Maciej hefur 6-7 sekúndur til að sækja boltann af eigin vallarhelmingi eftir að hann skoppaði þangað af Haukamanni. Hann tekur á rás og nær skoti áður en skotklukkan klárast. Ekkert nema net. Þetta gæti hafa tryggt sigurinn, eða svo gott sem. Rúmar tvær eftir. Njarðvík er 5/9 í þriggja stiga skotum í seinni hálfleik.68-78 | 34. mín: Ágúst og Ólafur Helgi báðir komnar með fjórar villur hjá Njarðvík. En Ágúst er pollrólegur og setur niður þrist. Tíu stiga munur og sex mínútur eftir.68-73 | 32. mín: Watson er ekki hættur. Tvær troðslur í röð og munurinn er fimm stig. 62-73 | Þriðja leikhluta lokið: Svaka keyrsla á Njarðvíkingum. Elvar setti upp troðslu fyrir Smith og keyrði svo upp að körfunni og skoraði um leið og leiktíminn rann út. Emil var farinn út af með fjórar villur og þá er Svavar Páll einnig kominn með fjórar villur. Hjörtur Hrafn er í sömu vandræðum hjá Njarðvík. Smith er kominn með 23 stig og 20 stig. Tröllatvenna.62-68 | 29. mín: Það er líka kraftur í Hauki. Hann stal boltanum, skoraði og setti niður aukastig. Fiskaði líka villu á Ágúst. Það var stemning í þessu.59-68 | 28. mín: Watson er mjög duglegur að sækja sér villur og heldur áfram að vera duglegur undir körfunni. Mikill kraftur í honum en það þurfa fleiri að leggja til.57-66 | 27. mín: Mikil frákastabarátta á milli Kananna og Smith hefur betur. Svo dæmd tæknivilla á bekkinn hjá Haukum, þeir eru afar ósáttir. Smith fær fjögur vítaköst, setur tvö niður. En Njarðvík fær boltann.55-63 | 26. mín: Elvar stillir upp fyrir Ágúst eftir að Njarðvíkingar vinna boltann. Hann er galopinn og setur niður annan þrist. Svo kemur Logi. Þristur, takk fyrir. Flóðgáttirnar eru opnar.55-57 | 25. mín: Þetta er hnífjafnt og spennandi. Hörkubolti í gangi. Ágúst setur niður flottan þrist og aðeins aðra þriggja stiga körfu Njarðvíkur í leiknum. Henni er vel fagnað og Haukar taka leikhlé. Hraður leikur og mikið fjör.53-48 | 21. mín: Ólafur Helgi með galopið færi fyrir þrist í upphafi síðari hálfleiks fyrir Njarðvík en langt frá því að hitta. Sigurður Þór jafnar metin fyrir Hauka. Emil byrjar seinni hálfleikinn hjá þeim rauðu og setur niður þrist í annarri sókn liðsins. 5-0 fyrir Hauka í seinni hálfleik.Tölfræði fyrri hálfleiks: Watson er stigahæstur hjá Haukum með tíu stig en hann er með 21 framlagsstig. Emil er líka með tíu stig en á aðeins tæpum átta mínútum í fyrsta leikhluta. Hjá Njarðvík er Smith með sextán stig og 28 framlagsstig. Elvar Már er svo með níu stig en hann er aðeins búinn að nýta eitt af sjö skotum sínum úr opnum leik. Skotnýting beggja liða innan þriggja stiga línunnar er slök en stóri munurinn er utan hennar. Þar hafa Haukar sett niður sex þrista (í 16 tilraunum) en Njarðvík aðeins eina (í sex tilraunum). 24-26 í fráköstum og 5-6 í töpuðum boltum.Fyrri hálfleik lokið | 46-48: Mun jafnari og harðari barátta hér undir lok fyrri hálfleiksins. Haukar hafa ekki gefist upp þrátt fyrir fjarveru Emils og aðrir hafa stigið upp í hans fjarveru, sem er gaman að sjá. Elvar Már og Logi í stóru hlutverki hjá Njarðvík, þrátt fyrir að Elvar hafi verið í strangri gæslu hjá heimamönnum.41-42 | 18. mín: Smith var að verja suddalega frá Hauki. Það kveikti í Njarðvíkingum.39-35 | 16. mín: Hér sé fjör. Haukar að spila vel í vörn og Kári að gera flotta hluti í sókninni. Steinar var með fína innkomu og setti niður þrist. Emil hefur ekkert spilað eftir að hann fór út af í fyrsta leikhluta en þetta hefur samt gengið fínt hjá heimamönnum.32-32 | 15. mín: Hiti í þessu hjá liðunum. Kári var að setja niður þrist fyrir Hauka en annars hafa liðin verið að hitta illa. Kári tekur sig svo til í næstu sókn og keyrir upp að körfunni. Kemur Haukum yfir en Elvar jafnar strax. Spenna.27-28 | 11. mín: Haukar fá tvær villur á sig bara á fyrstu mínútunni. Tíu komnar alls. Hvar endar þetta? Jæja, Kristinn setur þá loksins niður körfu fyrir Hauka og hleypir smá lífi í þetta.1. leikhluta lokið | 25-26: Það tók óratíma að klára þennan eina leikhluta eða tæpar 25 mínútur. Svakalegur viðsnúningur, Njarðvíkingum í vil. Allt annað að sjá til þeirra eftir leikhlé. Frábær vörn, hafa komið Emil í villuvandræði og haldið Watson niðri undir körfunni. Nú verður forvitnilegt að sjá hvernig heimamenn bregðast við.25-22 | 9. mín: Slæmar fréttir fyrir Hauka. Emil fær þrjár villur á mjög skömmum tíma og er tekinn af velli. Þetta gæti reynst heimamönnum dýrkeypt.24-20 | 8. mín: Hlutverkin hafa víxlast á augabragði. Njarðvík að spila hörkuvörn og að þvinga heimamenn í erfið skot. Meira flæði á sóknarleik liðsins og Haukar þurfa ítrekað að brjóta.20-8 | 6. mín: Enn gengur hræðilega að nýta færin hjá gestunum. Haukar taka svo flest fráköst. Heimamenn náðu fyrstu 20 stigunum á fimm mínútum. Ef þeir halda því meðaltali skora þeir 160 stig í kvöld.17-8 | 5. mín: Njarðvíkingar eru að koma sér í færi en nýta þau illa. Emil refsar með þristi. Og svo öðrum þristi, takk fyrir. Einar Árni bregst við með þvi að taka leikhlé.9-4 | 3. mín: Leikurinn byrjar vel fyrir Hauka. Þeir nýta sóknirnar sínar og nú var Sigurður Þór að setja niður þrist og sækja villu um leið. Hann klikkaði þó á vítinu. Njarðvíkingar ekki alveg nógu agaðir í sínum sóknarleik.2-2 | 1. mín: Haukur klikkar tvívegis í fyrstu sókn Hauka en heimamenn ná frákastinu í bæði skiptin. Emil skorar eftir seinna frákastið en Logi svarar um hæl fyrir þá grænu.Fyrir leik: Ég hef góða tilfnningu fyrir þessum leik. Þetta verður fjör. Stutt í að leikurinn byrji.Fyrir leik: Njarðvíkingar settu aðeins sjö af 25 þriggja stiga körfum niður í síðasta leik en Haukar átta í 20 tilraunum. Bæði lið rétt svo sigldu yfir 50 prósentin í teignum. Frákastabaráttan var jöfn (35-33) en Haukar töpuðu fleiri boltum (12-9).Fyrir leik: Gestirnir úr Njarðvíkum að búa til skemmtilega heimavallastemningu í liðskynningunni. Vel gert, koma sér í gírinn.Fyrir leik: Kriss Kross ómar. Jump, hvað annað. Kveikir vel í kofanum. Þéttara setið í græna hlutanum en heimamenn eru örugglega bara á leiðinni.Fyrir leik: Emil Barja hefur farið mikinn í liði Hauka í vetur og ófeiminn við að næla sér í þrennur. Hann hafði hægt um sig í síðasta leik en er sjálfsagt staðráðinn í að bæta fyrir það í kvöld.Fyrir leik: Byrjunarliðin í kvöld eru þau sömu og í fyrsta leiknum í rimmunni og því engin óvænt tíðindi úr leikmannahópum liðanna. Þess má geta að Elvar Már og Tracy Smith spiluðu báðir allar 40 mínúturnar fyrir Njarðvík í þeim leik.Fyrir leik: Staðan í rimmunni er því 1-0 fyrir Njarðvík sem heldur heimavallarréttinum. Njarðvíkingar geta komið sér í kjörstöðu með sigri í kvöld en Haukar ætla ekki að gefa eftir á sínum heimavelli, svo mikið er ljóst. Þrjá sigra þarf til að komast í undanúrslitin.Fyrir leik: Síðasti leikur liðanna var þrælskemmtilegur og spennandi. Eftir jafnar lokamínútur náði Njarðvík að sigla fram úr og tryggja sér fjögurra stiga sigur, 88-84. Elvar Már Friðriksson setti niður mikilvægan þrist sem fór langt með að tryggja sigurinn.Fyrir leik: Thunderstruck með AC/DC í kerfinu og leikklukkan prófuð. Það eru læti í Schenker-höllinni.Fyrir leik: Velkomin til leiks með okkur á Vísi en við ætlum að fylgjast með leik Hauka og Njarðvíkur hér í kvöld.vísir/daníel Dominos-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Njarðvík er komið með 2-0 forystu í rimmunni gegn Haukum í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Gestirnir höfðu betur á Ásvöllum eftir jafnan og spennandi leik. Eftir góða byrjun Hauka náði Njarðvík að koma sér inn í leikinn. Liðin héldust svo í hendur þar til að Njarðvíkingar komust loksins í gang utan þriggja stiga línunnar í þriðja leikhluta. Haukar héldu spennu í leiknum allt til loka en þriggja stiga karfa Loga Gunnarssonar á lokamínútunni gerði endanlega út um vonir þeirra. Njarðvík getur tryggt sér sæti í undanúrslitunum á heimavelli á föstudagskvöld en Haukar hafa þó sýnt í þessum tveimur leikjum að þeir geta valdið Njarðvíkingum vandræðum. Haukar byrjuðu frábærlega í leiknum og skoruðu 20 stig á fyrstu fimm mínútum leiksins. Sóknarleikur liðsins var góður og heimamenn fráköstuðu vel báðum megin vallarins.Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, tók þá leikhlé og það hafði umsvifalaust áhrif á hans menn. Mun grimmari varnarleikur og skynsamlegri aðgerðir í sókninni gerðu það að verkum að Njarðvík var komið yfir áður en leikhlutinn var allur. Þar að auki náðu gestirnir að koma Emil Barja, einum besta leikmanni Hauka, í mikil villuvandræði. Emil fékk þrjár villur á örfáum mínútum og spilaði af þeim sökum ekkert í öðrum leikhluta. Aðrir leikmenn stigu upp í fjarveru Emils og spiluðu fasta vörn á gestina, við litla hrifningu þeirra. Haukum gekk illa að sækja að körfunni en bættu fyrir það með þokkalegri þriggja stiga skotnýtingu. Gestirnir spiluðu á móti hraðan sóknarleik og hélst leikurinn í ágætu jafnvægi í öðrum leikhluta. Staðan að honum loknum var 48-46, Njarðvík í vil. Liðin mættu af krafti til leiks í síðari hálfleik en leiðir skildu um miðjan hálfleikinn þegar Njarðvíkingar fóru að stilla upp í þriggja stiga skot með góðum árangri. Ágúst Orrason setti tvö með skömmu millibili og Logi bætti svo við. Skyndilega var munurinn orðinn um tíu stig og þetta bil náðu Haukar ekki að brúa. Heimamenn eiga þó hrós skilið fyrir að gefast aldrei upp. Terrence Watson hélt sínum mönnum á floti en alltaf áttu Njarðvíkingar svar. Þeir gerðu einfaldlega nóg til að klára leikinn með sigri og var þristurinn hjá Loga á lokamínútunni gott dæmi um það. Þrátt fyrir öll villuvandræðin framan af leik fékk þó enginn fimm villur í kvöld. Dómararnir voru með stranga línu í kvöld eins og svo oft áður í úrslitakeppninni en leikmenn héldu sig þó innan hennar þegar mest á reyndi. Það var forvitnilegt að fylgjast með baráttu Bandaríkjamannanna í kvöld en bæðir skiluðu flottum tölum. Watson var með 20 stig og átján fráköst en Tracy Smith með 25 stig og 22 fráköst fyrir Njarðvík.Elvar Már Friðriksson nýtti skotin ekkert sérstaklega vel í kvöld en var engu að síður algjör driftkraftur í sóknarleik Njarðvíkur. Hann var sífellt að búa til færi fyrir félaga sína og gerði það með góðum árangri í kvöld, ekki síst í síðari hálfleik. Þá settu þeir Logi og Ágúst niður mikilvægar körfur og Maciej Baginski átti frábæra spretti í fjórða leikhluta. Ólafur Helgi nýtti svo sín skot vel. Hjá heimamönnum sýndi það sig að Haukar eiga fína liðsheild og það reyndi á hana í villuvandræðum Emils. Kári Jónsson átti fína innkomu og Haukur Óskarsson skilaði sínu inn á milli. En Njarðvík á sterkan sjö manna hóp sem Einar Árni keyrði grimmt á í kvöld með góðum árangri. Þeir náðu halda Haukum í skefjum sem dugði til að þessu sinni.vísir/daníelEinar Árni: Skynsamlegar ákvarðanir og liðsheildin sterk „Við spiluðum vel úr okkar stöðu enda Haukar með mjög öflugt lið sem ég hef fengið að berjast við í gegnum alla yngri flokkana undanfarin ár,“ sagði Einar Árni, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn í kvöld. „Það eru margir leikmenn í báðum liðum að leggja af mörkum. Við vitum að við fáum alltaf framlag frá Elvari, Loga og Tracy en Gústi og Maciej voru líka frábærir í kvöld.“ „Þetta var því hörkugóður liðssigur og mínir menn höndluðu taugarnar með sóma. Við viljum þó byrja betur en við höfum gert í báðum þessum leikjum en við bættum þetta upp með varnarleiknum í síðari hálfleik.“ Njarðvík setti niður eina þriggja stiga körfu í fyrri hálfleik en sex í þeim síðari. „Við settum niður sex af tíu þriggja stiga skotum í síðari hálfleik af því að við vorum að taka skynsamlegar ákvarðanir. Við vorum duglegir að finna Tracy í teignum og þeir Elvar og Logi voru líka duglegir að keyra inn og búa til færi fyrir skytturnar okkar.“ „Það var enn eitt dæmið um liðsheildina sem er að skila þessum sigri. Nú erum við búnir að taka þessi tvö skref sem við ætluðum okkur og við stefnum að því að klára þetta heima á föstudaginn. Við spiluðum betur í kvöld en í fyrsta leiknum en þurfum að gera enn betur í þriðja leiknum til að vinna hann.“vísir/daníelLogi: Viljum ekki koma hingað aftur Logi Gunnarsson var hetja Njarðvíkur í kvöld en hann skoraði þriggja stiga körfu á lokamínútu leiksins sem tryggði hans mönnum endanlega sigurinn í leiknum. „Þetta var mikilvæg karfa í lokin en það var ekki síður mikilgæt að stoppa þeirra sóknir. Það sýnir hversu góða vörn við getum spilað,“ sagði Logi eftir leikinn í kvöld. „Við reyndum að spila agaða sókn og ég held að við gerðum það. Haukarnir komu til baka en við náðum alltaf að ýta þeim frá okkur sem var sterkt.“ Hann segir að leikmenn beggja liða hafi verið pirraðir á dómgæslunni en hún var nokkuð ströng í kvöld. „Maður verður að geta horft fram hjá mistökum þeirra enda gera allir mistök í leiknum. Dómararnir voru svo búnir að fá nóg af báðum liðum, vöruðu okkur við og því pössuðum við okkur á því að vera ekki að nöldra meira í þeim. Það var komið nóg.“ „Það mætti kannski leyfa aðeins meira í úrslitakeppninni en án þess þó að það fari út í einhverja vitleysu.“ Þriðji leikurinn fer fram á föstudaginn og geta Njarðvíkingar klárað rimmuna þá. „Nú erum við búnir að setja þá út í horn en við eigum sterkan heimavöll. Við ætlum að klára þetta þar því við viljum ekki koma hingað aftur.“Ívar: Njótum engrar virðingar hjá dómurum „Mér fannst við nær sigrinum í síðasta leik en þessum. Við gerðum mikið af mistökum í kvöld en baráttan var þó til fyrirmyndar,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir tapið í kvöld. Njarðvík skoraði níu stig í röð utan þriggja stiga línunnar á tæpri mínútu um miðjan þriðja leikhluta. Ívar sagði að sá kafli hefði reynst Haukum dýrkeyptur. „Við gerðum mjög mikið af mistökum þá - tókum rangar ákvarðanir og slæm skot í stað þess að spila bara okkar leik. Það kostaði okkur sjálfsagt leikinn. Af þessu þurfum við að læra því við þurfum að vera skynsamir.“ Hann kvartaði líka undan dómgæslunni í kvöld, sér í lagi þegar kom að Terrence Watson. „Þeir brutu á honum allan leikinn en hann fékk bara fimm villur dæmdar á sig. Þannig er þetta leik eftir leik og það virðist sem að við njótum engrar virðingar hjá dómurunum. Maður skilur þetta bara ekki,“ sagði Ívar. „Þegar við bendum á þetta þá segja þeir að það sé ekki verið að brjóta á honum. Það er í raun óskiljanlegt hvernig dómarar starfa í dag og menn virðast kvarta eftir hvern einasta leik. Þeir hafa bara ekki ráðið við þessa leiki, því miður.“ Emil Barja byrjaði frábærlega fyrir Hauka en lenti í villuvandræðum strax í fyrsta leikhluta. Það kostaði hann dýrmætar mínútur í kvöld. „Hann tók einfaldlega rangar ákvarðanir. Tvær af þessum villum voru mjög vondar af hans hálfu. Við höfum ekki efni á að missa hann á bekkinn í einn og hálfan leikhluta. Það er dýrt í seríu sem þessari.“ „En allir sem komu inn gerðu sitt besta. Ég er því sáttur við strákana - þeir þurfa bara að vera aðeins skynsamari. Þetta er nefnilega ekki búið. Ef við vinnum á föstudag eigum við annan heimaleik og þá er allt opið aftur.“Tölfræði leiksins:Haukar-Njarðvík 84-88 (25-26, 21-22, 16-25, 22-15)Haukar: Emil Barja 20/5 fráköst/6 stoðsendingar, Terrence Watson 20/18 fráköst/6 stoðsendingar/5 varin skot, Kári Jónsson 11, Þorsteinn Finnbogason 10, Haukur Óskarsson 8/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 7, Steinar Aronsson 3, Kristinn Marinósson 3/4 fráköst, Svavar Páll Pálsson 2, Helgi Björn Einarsson 0/4 fráköst.Njarðvík: Tracy Smith Jr. 25/22 fráköst/5 varin skot, Elvar Már Friðriksson 15/7 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 13, Logi Gunnarsson 12/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ágúst Orrason 9, Maciej Stanislav Baginski 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 4/5 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 2, Egill Jónasson 1/4 fráköst.Textalýsing:84-88 | Leik lokið: Skref dæmt á Emil og Njarðvík kemst í sókn. Annað leikhlé tekið en þetta er búið. Njarðvík er komið með 2-0 forystu í rimmunni og getur klárað hana á heimavelli á föstudagskvöldið.82-88 | 40. mín: Njarðvík tekur langa sókn en klikkar á skotinu. Kári minnkar muninn í þrjú stig þegar 40 sekúndur eru eftir. Njarðvík nær aftur að taka langa sókn en nú nær Logi að setja niður þrist. Hann gerir út um leikinn. Nítján sekúndur eftir. Haukar taka leikhlé.80-85 | 39. mín: Maciej með hrikalega mikilvæga körfu úr teignum. Svo skref dæmt á Hauka. Njarðvík tapar boltanum en þetta gæti verið of seint fyrir heimamenn. Brotið á Emil utan teigs og hann fær þrjú skot. Hann setur þau öll niður. 1:09 eftir.77-83 | 38. mín: Haukar snöggir til. Fimm stig á 30 sekúndum og munurinn sex stig. Enn rúmar tvær eftir.72-83 | 38. mín: Vá. Maciej hefur 6-7 sekúndur til að sækja boltann af eigin vallarhelmingi eftir að hann skoppaði þangað af Haukamanni. Hann tekur á rás og nær skoti áður en skotklukkan klárast. Ekkert nema net. Þetta gæti hafa tryggt sigurinn, eða svo gott sem. Rúmar tvær eftir. Njarðvík er 5/9 í þriggja stiga skotum í seinni hálfleik.68-78 | 34. mín: Ágúst og Ólafur Helgi báðir komnar með fjórar villur hjá Njarðvík. En Ágúst er pollrólegur og setur niður þrist. Tíu stiga munur og sex mínútur eftir.68-73 | 32. mín: Watson er ekki hættur. Tvær troðslur í röð og munurinn er fimm stig. 62-73 | Þriðja leikhluta lokið: Svaka keyrsla á Njarðvíkingum. Elvar setti upp troðslu fyrir Smith og keyrði svo upp að körfunni og skoraði um leið og leiktíminn rann út. Emil var farinn út af með fjórar villur og þá er Svavar Páll einnig kominn með fjórar villur. Hjörtur Hrafn er í sömu vandræðum hjá Njarðvík. Smith er kominn með 23 stig og 20 stig. Tröllatvenna.62-68 | 29. mín: Það er líka kraftur í Hauki. Hann stal boltanum, skoraði og setti niður aukastig. Fiskaði líka villu á Ágúst. Það var stemning í þessu.59-68 | 28. mín: Watson er mjög duglegur að sækja sér villur og heldur áfram að vera duglegur undir körfunni. Mikill kraftur í honum en það þurfa fleiri að leggja til.57-66 | 27. mín: Mikil frákastabarátta á milli Kananna og Smith hefur betur. Svo dæmd tæknivilla á bekkinn hjá Haukum, þeir eru afar ósáttir. Smith fær fjögur vítaköst, setur tvö niður. En Njarðvík fær boltann.55-63 | 26. mín: Elvar stillir upp fyrir Ágúst eftir að Njarðvíkingar vinna boltann. Hann er galopinn og setur niður annan þrist. Svo kemur Logi. Þristur, takk fyrir. Flóðgáttirnar eru opnar.55-57 | 25. mín: Þetta er hnífjafnt og spennandi. Hörkubolti í gangi. Ágúst setur niður flottan þrist og aðeins aðra þriggja stiga körfu Njarðvíkur í leiknum. Henni er vel fagnað og Haukar taka leikhlé. Hraður leikur og mikið fjör.53-48 | 21. mín: Ólafur Helgi með galopið færi fyrir þrist í upphafi síðari hálfleiks fyrir Njarðvík en langt frá því að hitta. Sigurður Þór jafnar metin fyrir Hauka. Emil byrjar seinni hálfleikinn hjá þeim rauðu og setur niður þrist í annarri sókn liðsins. 5-0 fyrir Hauka í seinni hálfleik.Tölfræði fyrri hálfleiks: Watson er stigahæstur hjá Haukum með tíu stig en hann er með 21 framlagsstig. Emil er líka með tíu stig en á aðeins tæpum átta mínútum í fyrsta leikhluta. Hjá Njarðvík er Smith með sextán stig og 28 framlagsstig. Elvar Már er svo með níu stig en hann er aðeins búinn að nýta eitt af sjö skotum sínum úr opnum leik. Skotnýting beggja liða innan þriggja stiga línunnar er slök en stóri munurinn er utan hennar. Þar hafa Haukar sett niður sex þrista (í 16 tilraunum) en Njarðvík aðeins eina (í sex tilraunum). 24-26 í fráköstum og 5-6 í töpuðum boltum.Fyrri hálfleik lokið | 46-48: Mun jafnari og harðari barátta hér undir lok fyrri hálfleiksins. Haukar hafa ekki gefist upp þrátt fyrir fjarveru Emils og aðrir hafa stigið upp í hans fjarveru, sem er gaman að sjá. Elvar Már og Logi í stóru hlutverki hjá Njarðvík, þrátt fyrir að Elvar hafi verið í strangri gæslu hjá heimamönnum.41-42 | 18. mín: Smith var að verja suddalega frá Hauki. Það kveikti í Njarðvíkingum.39-35 | 16. mín: Hér sé fjör. Haukar að spila vel í vörn og Kári að gera flotta hluti í sókninni. Steinar var með fína innkomu og setti niður þrist. Emil hefur ekkert spilað eftir að hann fór út af í fyrsta leikhluta en þetta hefur samt gengið fínt hjá heimamönnum.32-32 | 15. mín: Hiti í þessu hjá liðunum. Kári var að setja niður þrist fyrir Hauka en annars hafa liðin verið að hitta illa. Kári tekur sig svo til í næstu sókn og keyrir upp að körfunni. Kemur Haukum yfir en Elvar jafnar strax. Spenna.27-28 | 11. mín: Haukar fá tvær villur á sig bara á fyrstu mínútunni. Tíu komnar alls. Hvar endar þetta? Jæja, Kristinn setur þá loksins niður körfu fyrir Hauka og hleypir smá lífi í þetta.1. leikhluta lokið | 25-26: Það tók óratíma að klára þennan eina leikhluta eða tæpar 25 mínútur. Svakalegur viðsnúningur, Njarðvíkingum í vil. Allt annað að sjá til þeirra eftir leikhlé. Frábær vörn, hafa komið Emil í villuvandræði og haldið Watson niðri undir körfunni. Nú verður forvitnilegt að sjá hvernig heimamenn bregðast við.25-22 | 9. mín: Slæmar fréttir fyrir Hauka. Emil fær þrjár villur á mjög skömmum tíma og er tekinn af velli. Þetta gæti reynst heimamönnum dýrkeypt.24-20 | 8. mín: Hlutverkin hafa víxlast á augabragði. Njarðvík að spila hörkuvörn og að þvinga heimamenn í erfið skot. Meira flæði á sóknarleik liðsins og Haukar þurfa ítrekað að brjóta.20-8 | 6. mín: Enn gengur hræðilega að nýta færin hjá gestunum. Haukar taka svo flest fráköst. Heimamenn náðu fyrstu 20 stigunum á fimm mínútum. Ef þeir halda því meðaltali skora þeir 160 stig í kvöld.17-8 | 5. mín: Njarðvíkingar eru að koma sér í færi en nýta þau illa. Emil refsar með þristi. Og svo öðrum þristi, takk fyrir. Einar Árni bregst við með þvi að taka leikhlé.9-4 | 3. mín: Leikurinn byrjar vel fyrir Hauka. Þeir nýta sóknirnar sínar og nú var Sigurður Þór að setja niður þrist og sækja villu um leið. Hann klikkaði þó á vítinu. Njarðvíkingar ekki alveg nógu agaðir í sínum sóknarleik.2-2 | 1. mín: Haukur klikkar tvívegis í fyrstu sókn Hauka en heimamenn ná frákastinu í bæði skiptin. Emil skorar eftir seinna frákastið en Logi svarar um hæl fyrir þá grænu.Fyrir leik: Ég hef góða tilfnningu fyrir þessum leik. Þetta verður fjör. Stutt í að leikurinn byrji.Fyrir leik: Njarðvíkingar settu aðeins sjö af 25 þriggja stiga körfum niður í síðasta leik en Haukar átta í 20 tilraunum. Bæði lið rétt svo sigldu yfir 50 prósentin í teignum. Frákastabaráttan var jöfn (35-33) en Haukar töpuðu fleiri boltum (12-9).Fyrir leik: Gestirnir úr Njarðvíkum að búa til skemmtilega heimavallastemningu í liðskynningunni. Vel gert, koma sér í gírinn.Fyrir leik: Kriss Kross ómar. Jump, hvað annað. Kveikir vel í kofanum. Þéttara setið í græna hlutanum en heimamenn eru örugglega bara á leiðinni.Fyrir leik: Emil Barja hefur farið mikinn í liði Hauka í vetur og ófeiminn við að næla sér í þrennur. Hann hafði hægt um sig í síðasta leik en er sjálfsagt staðráðinn í að bæta fyrir það í kvöld.Fyrir leik: Byrjunarliðin í kvöld eru þau sömu og í fyrsta leiknum í rimmunni og því engin óvænt tíðindi úr leikmannahópum liðanna. Þess má geta að Elvar Már og Tracy Smith spiluðu báðir allar 40 mínúturnar fyrir Njarðvík í þeim leik.Fyrir leik: Staðan í rimmunni er því 1-0 fyrir Njarðvík sem heldur heimavallarréttinum. Njarðvíkingar geta komið sér í kjörstöðu með sigri í kvöld en Haukar ætla ekki að gefa eftir á sínum heimavelli, svo mikið er ljóst. Þrjá sigra þarf til að komast í undanúrslitin.Fyrir leik: Síðasti leikur liðanna var þrælskemmtilegur og spennandi. Eftir jafnar lokamínútur náði Njarðvík að sigla fram úr og tryggja sér fjögurra stiga sigur, 88-84. Elvar Már Friðriksson setti niður mikilvægan þrist sem fór langt með að tryggja sigurinn.Fyrir leik: Thunderstruck með AC/DC í kerfinu og leikklukkan prófuð. Það eru læti í Schenker-höllinni.Fyrir leik: Velkomin til leiks með okkur á Vísi en við ætlum að fylgjast með leik Hauka og Njarðvíkur hér í kvöld.vísir/daníel
Dominos-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira