Lífið

Saga þriggja brjósta konunnar dregin í efa

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Brjóstin þrjú hafa vakið athygli.
Brjóstin þrjú hafa vakið athygli.
Mikið fjölmiðlafár hefur verið í kringum konu sem kallar sig Jasmine Tridevil eftir að hún sagðist í síðustu viku hafa borgað um tvær og hálfa milljónir króna aðgerð þar sem þriðja brjóstinu var bætt á hana. Margir hafa dregið í efa að þriðja brjóstið sé þar í raun.

Í frétt miðilsins Tampa 10 News var skýrsla frá flugvellinum í Tampa var birt. Hún var gerð eftir að konan, sem kallar sig Jasmine Tridevil hafði tilkynnt að farngri hennar hafi verið stolið og meðal þess sem hún var með í fórum sínum voru þrjú samföst gervibrjóst.

Hér má sjá skýrsluna sem fjölmiðlar vestanhafs hafa birt.
Fyrr í vikunni var hún svo í sjónvarpsviðtali hjá sama miðli og þar sýndi hún fréttamanni þriðja brjóstið. Mörgum þótti brjóstið líta út fyrir að vera úr plasti. Hún sagðist í viðtalinu ekki vilja ræða um neitt nema raunveruleikaþátt sem hún vill byrja með. 

Fjölmiðlar vestanhafs telja sig hafa fundið rétta nafn konunnar. Það er Alisha Hessler. Hún hefur verið handtekinn einu sinni, þegar hún notaði fölsuð skilríki á skemmtistað. Hún hefur áður komist í fréttirnar í Bandaríkjunum, þegar hún bauð manni sem réðst á hana að sitja við fjölfarna umferðargötu með skilti þar sem á stóð: „Ég lem konur, flautaðu ef þér finnst ég vera drulluskokkur.“ Maðurinn tók áskoruninni og í staðinn felldi Hessler niður kæruna á hendur honum.

Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt um málið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.