Jóhann fyrstur í bann: Þetta er helvíti hart Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2014 13:15 Jóhann Jóhannsson skoraði þrjú mörkí fyrstu umferð á móti Stjörnunni og fjögur á móti Val. vísir/valli Jóhann Jóhannsson, stórskytta Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta, var fyrstur manna úrskurðaður í leikbann á nýrri leiktíð á fyrsta fundi aganefndar HSÍ í gær. Jóhann fékk rautt spjald með skýrslu á 57. mínútu leiksins þegar hann virtist ýta GeirGuðmundssyni, leikmanni Vals, til jarðar. Geir fékk sjálfur rautt fyrir að stöðva Pétur Júníusson, línumann Aftureldingar, í hraðaupphlaupi og varð uppi smá æsingur eftir brotið. Jóhann kom á fullri ferð til að blanda sér í lætin en rann hálfpartinn til og ýtti við Geir sem féll til jarðar. Allt virkar þetta mjög klaufalegt eins og sjá má hér eftir eina mínútu og 17 sekúndur. „Ég er sammála því. Kannski fékk ég rautt því við rukum allir að þessu. Aðstæðurnar voru bara þannig. En þetta er helvíti hart samt,“ segir Jóhann sem ætlaði sér ekki að hrinda Geir. „Þetta er allt óviljandi. Við runnum allir þarna nokkra metra. Ég kíkti aðeins á þetta aftur í gær. Mér finnst þetta voðalega saklaust. Ég veit ekki hvort Geir rennur þarna sjálfur eða hvað gerist alveg. Ég ýti við honum eiginlega bara til að stöðva mig.“ Jóhann er þó engan veginn ósáttur við dómarana, hann er bara svekktur að missa af stórleiknum gegn ÍBV á laugardaginn í ljósi þess að Mosfellingar fara vel af stað og eru búnir að vinna tvo fyrstu leiki sína. „Dómararnir gerðu bara það sem þeir héldu að væri rétt. Það var kominn smá æsingur í leikinn þannig þeir settu tvö rauð spjöld á loft. Ég var samt ánægður með þá í leiknum. Það er bara helvíti leiðinlegt að missa af leiknum gegn ÍBV því við erum á góðum skriði,“ segir Jóhann sem er vitaskuld ánægður með byrjun Aftureldingar. „Heldur betur. Það er frábært að byrja á tveimur sigrum. Við erum með flott lið og góðan móral. Einar Andri þjálfari er líka með þetta. Hann er seigur karlinn,“ segir Jóhann Jóhannsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 18-23 | Nýliðarnir skelltu Valsmönnum Afturelding vann sinn annan sigur í jafnmörgum leikjum þegar þeir lögðu Val af af velli á Hlíðarenda í kvöld. 21. september 2014 00:01 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Jóhann Jóhannsson, stórskytta Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta, var fyrstur manna úrskurðaður í leikbann á nýrri leiktíð á fyrsta fundi aganefndar HSÍ í gær. Jóhann fékk rautt spjald með skýrslu á 57. mínútu leiksins þegar hann virtist ýta GeirGuðmundssyni, leikmanni Vals, til jarðar. Geir fékk sjálfur rautt fyrir að stöðva Pétur Júníusson, línumann Aftureldingar, í hraðaupphlaupi og varð uppi smá æsingur eftir brotið. Jóhann kom á fullri ferð til að blanda sér í lætin en rann hálfpartinn til og ýtti við Geir sem féll til jarðar. Allt virkar þetta mjög klaufalegt eins og sjá má hér eftir eina mínútu og 17 sekúndur. „Ég er sammála því. Kannski fékk ég rautt því við rukum allir að þessu. Aðstæðurnar voru bara þannig. En þetta er helvíti hart samt,“ segir Jóhann sem ætlaði sér ekki að hrinda Geir. „Þetta er allt óviljandi. Við runnum allir þarna nokkra metra. Ég kíkti aðeins á þetta aftur í gær. Mér finnst þetta voðalega saklaust. Ég veit ekki hvort Geir rennur þarna sjálfur eða hvað gerist alveg. Ég ýti við honum eiginlega bara til að stöðva mig.“ Jóhann er þó engan veginn ósáttur við dómarana, hann er bara svekktur að missa af stórleiknum gegn ÍBV á laugardaginn í ljósi þess að Mosfellingar fara vel af stað og eru búnir að vinna tvo fyrstu leiki sína. „Dómararnir gerðu bara það sem þeir héldu að væri rétt. Það var kominn smá æsingur í leikinn þannig þeir settu tvö rauð spjöld á loft. Ég var samt ánægður með þá í leiknum. Það er bara helvíti leiðinlegt að missa af leiknum gegn ÍBV því við erum á góðum skriði,“ segir Jóhann sem er vitaskuld ánægður með byrjun Aftureldingar. „Heldur betur. Það er frábært að byrja á tveimur sigrum. Við erum með flott lið og góðan móral. Einar Andri þjálfari er líka með þetta. Hann er seigur karlinn,“ segir Jóhann Jóhannsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 18-23 | Nýliðarnir skelltu Valsmönnum Afturelding vann sinn annan sigur í jafnmörgum leikjum þegar þeir lögðu Val af af velli á Hlíðarenda í kvöld. 21. september 2014 00:01 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 18-23 | Nýliðarnir skelltu Valsmönnum Afturelding vann sinn annan sigur í jafnmörgum leikjum þegar þeir lögðu Val af af velli á Hlíðarenda í kvöld. 21. september 2014 00:01