Íslenska 17 ára landsliðið í handbolta vann þriggja marka sigur á Sviss, 28-25, í hörkuleik í æfingamóti í Frakklandi í kvöld.
Gísli Þorgeir Kristjánsson var besti maður Íslands í leiknum en hann var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Hann er sonur Kristjáns Arason sem er einn af þremur leikmönnum sem hafa skorað þúsund mörk fyrir íslenska A-landsliðið.
Íslenska liðið tapaði með níu marka mun í fyrsta leiknum á móti Frökkum en mætir síðan Ungverjum í lokaleiknum á morgun.
Kristján Arason þjálfar liðið ásamt Konráði Olavssyni.
Ísland - Sviss 28-25 (12-14)
Mörk Íslands í leiknum:
Gísli Þorgeir Kristjánsson (FH) 8 mörk
Pétur Árni Hauksson (Stjarnan) 7
Arnar Freyr Guðmundsson (ÍR) 5
Kristófer Sigurðsson (HK) 4
Sveinn Jóhannsson (Fjölnir) 2
Jóhann Kaldal (Grótta) 1
Sigmar Pálsson (Þór) 1
Sonur Kristjáns Ara markahæstur í sigri á Svisslendingum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn