Upplifir sig ekki fatlaða Friðrika Hjördís Geirsdóttir skrifar 31. október 2014 09:26 Steinunn Ása vinnur þessa dagana að uppbyggilegum verkefnum á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. vísir/ernir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir er löngu orðin þjóðþekkt fyrir vaska framgöngu sína í sjónvarpi. Undanfarin misseri hafa þættirnir Með okkar augum verið sýndir í Ríkissjónvarpinu við miklar vinsældir. Steinunn og félagar hennar sjá bæði um dagskrárgerðina sjálfa sem og tæknivinnuna að stórum hluta. Hugmyndafræðin á bak við þáttagerðina er að sýna fram á að í hópi fatlaðra séu margir hæfileikaríkir einstaklingar en einnig að vinna gegn staðalímyndum og fordómum gagnvart fólki með fötlun af einhverju tagi. „Ég finn og sé að þátturinn hefur víkkað sjóndeildarhring almennings og álit á fötluðu fólki. Ég er viss um að með þessum þætti þá brutum við múra fyrir fatlað fólk og komum af stað eins konar byltingu til hins betra fyrir okkur,“ segir Steinunn. Þátturinn hefur hlotið töluvert mikla athygli og margar viðurkenningar, hann var meðal annars tilnefndur til Edduverðlaunanna á síðasta ári. Líf Steinunnar hefur breyst eftir tilurð þáttanna og lendir hún reglulega í því að fólk stoppi hana úti á götu til að spjalla. „Mér finnst skemmtilegt þegar fólk þekkir mig úti á götu og kemur að tali við mig enda finnst mér gaman að tala við fólk um heima og geima,“ segir hún og bætir við að þáttagerðin hafi gert henni svo gott. „Ég er orðin sjálfsöruggari og sterkari en nokkurn tímann áður.“Steinunn er vinamörg.mynd/úr einkasafniFann dauðann á mér Steinunn er fædd og uppalin í Vesturbænum og er nýflutt á heimaslóðir eftir mikið flakk. Í fyrsta skipti á lífsleiðinni býr hún ein. „Það tók mig óratíma að finna þessa íbúð en ég var heppin því að það eru 300 manns á biðlista eftir því að komast í félagslega íbúð. Ég bý í fyrsta skipti ein en ég bjó á Skólavörðustígnum með pabba áður en hann dó. Ég á þó marga góða að og fæ þá hjálp sem ég þarf,“ segir Steinunn. Faðir Steinunnar lést í ágúst síðastliðnum en móðir hennar lést fyrir þremur árum. Banamein þeirra beggja var krabbamein. „Mamma var ótrúlega sterk, ákveðin og dugleg kona sem kenndi mér margt í lífinu. Foreldrar mínir voru mér mikil hvatning í lífinu og á ég þeim margt að þakka. Það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki til þeirra og biðji fyrir þeim,“ segir hún. Steinunn var stödd á tónleikum í Hallgrímskirkju kvöldið áður en faðir hennar dó. „Það var svo skrítið að það var eins og ég fyndi á mér að hann væri farinn. Ég sat í kirkjunni og fann allt í einu fyrir stingandi og djúpri sorg. Ég fann hvernig tárin spruttu út og ég gjörsamlega lamaðist af sorg. Sem betur fer voru vinir mínir með mér og hugguðu mig. Það var svo um nóttina sem hann dó,“ segir hún. Faðir Steinunnar var henni stoð og stytta og bjuggu þau tvö saman síðustu árin sem hann lifði. „Við vorum mjög náin og ég hugsa mikið til hans, sérstaklega þegar ég er að hugsa um eitthvað sem ég þarf svör við, þá velti ég því fyrir mér hverju hann hefði svarað og hvaða ráð hann hefði gefið mér. En ég verð víst að sætta mig við það að hann er farinn og það er eðlilegur hluti af lífinu,“ segir hún. Steinunn á einn bróður, Óskar Hrafn Þorvaldsson fjölmiðlamann. „Núna erum við systkinin bara tvö eftir. Óskar og konan hans eru mér mikill styrkur og reynum við að vera eins mikið saman og tími gefst til. Ég er bara orðin svo sjálfstæð og upptekin,“ segir hún og hlær eins og henni er einni lagið. Steinunn elskar að vera í miðbænum.mynd/úr einkasafniUpplifði höfnun Grunnskólaganga Steinunnar var henni erfið og kveið hún oft fyrir því að fara í skólann. „Mér fannst erfitt að fara í skólann þar sem ég var reglulega lögð í einelti, mér sárnaði það mjög mikið og þetta var ekki góður tími,“ segir hún. Steinunn óskaði þess heitast að fá að fara í almennan skóla en á þessum tíma var það ekki valkostur. „Ég vildi fá að fara í venjulegan skóla og fá þá aðstoð við nám en ekki vera í Öskjuhlíðarskóla, það var þá fyrst sem mér fannst ég vera öðruvísi og fann fyrir höfnun. Kennararnir reyndu þó að gera allt sem þeir gátu til þess að gera líf mitt betra en þetta var bara eins og það var, mér hefur aldrei fundist ég vera fötluð en kannski gerði þessi reynsla mig að þeim sterka karakter sem ég er í dag,“ segir Steinunn. Bjartari tímar tóku þó við þegar Steinunn hóf nám í Borgarholtsskóla á sérnámsbraut fyrir fatlaða. „Námið í Borgó hefur nýst mér mjög vel, þarna lærði ég stærðfræði, íslensku, að prjóna, að sauma og svo var ég eini nemandinn sem fékk að læra frönsku,“ segir hún. Franskan er þó ekki eina tungumálið sem Steinunn hefur lært því að hún talar ítölsku reiprennandi. Á Ítalíu, nánar tiltekið í Feneyjum, bjó hún í tvö ár ásamt foreldrum sínum þegar faðir hennar vann þar í tölvufyrirtæki. Ásamt því að læra ítölsku lærði hún einnig skartgripagerð. „Það mætti segja að það hafi opnast fyrir hönnunarhæfileika mína á Ítalíu,“ segir Steinunn dreymin og hlær. „Ég hreinlega elska Ítalíu og allt sem við kemur því landi. Mig langar alveg óskaplega að snúa þangað aftur einn daginn og jafnvel halda hönnunarnámi áfram,“ segir hún.Situr aldrei aðgerðalaus Þessi unga og glæsilega kona sem mörgum er svo mikil fyrirmynd situr aldrei aðgerðalaus. Þessa dagana vinnur Steinunn að uppbyggilegum verkefnum á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og er að fjölmörgu að huga þar. Einnig hefur hún verið að kenna í fötlunarfræði í Háskóla Íslands. „Mannréttindi og aðbúnaður fatlaðra standa mér nærri. Í háskólanum kenni ég nemendum það hvernig á að umgangast fatlaða. Það er gert með virðingu og þekkingu. Sumir vita ekki hvernig þeir eiga að koma fram við fatlað fólk en maður á bara að koma fram við fatlað fólk eins og annað fólk, við erum bara ólík,“ segir Steinunn. Á milli þess sem Steinunn vinnur að því að breyta hugarfari gagnvart fötluðum semur hún ljóð, spilar listilega á píanó og syngur af hjartans lyst. Ný ástríða hefur svo látið á sér kræla í lífi Steinunnar en það er líkamsrækt og heilsusamlegt mataræði. „Þar sem ég fæddist með svokallað Williams-heilkenni þá fylgir því ákveðinn slaki í vöðvum og orkuleysi. Ég ákvað því að prófa að reyna að breyta mataræðinu og fara í líkamsrækt,“ segir hún. Steinunn finnur mikinn mun á sér eftir að hún tók heilsuna föstum tökum og mætir reglulega til þjálfara. „Hún Birna, þjálfarinn minn, er alveg yndisleg og segir mér alltaf að ein hreyfing á dag komi manni í lag. Ég mæti reglulega til hennar og held matardagbók,“ segir Steinunn og viðurkennir að hún sé svolítill sælkeri en dagbókin haldi henni á beinu brautinni.Félagarnir í Með okkar augum. Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Steinunn Ása Þorvaldsdóttir er löngu orðin þjóðþekkt fyrir vaska framgöngu sína í sjónvarpi. Undanfarin misseri hafa þættirnir Með okkar augum verið sýndir í Ríkissjónvarpinu við miklar vinsældir. Steinunn og félagar hennar sjá bæði um dagskrárgerðina sjálfa sem og tæknivinnuna að stórum hluta. Hugmyndafræðin á bak við þáttagerðina er að sýna fram á að í hópi fatlaðra séu margir hæfileikaríkir einstaklingar en einnig að vinna gegn staðalímyndum og fordómum gagnvart fólki með fötlun af einhverju tagi. „Ég finn og sé að þátturinn hefur víkkað sjóndeildarhring almennings og álit á fötluðu fólki. Ég er viss um að með þessum þætti þá brutum við múra fyrir fatlað fólk og komum af stað eins konar byltingu til hins betra fyrir okkur,“ segir Steinunn. Þátturinn hefur hlotið töluvert mikla athygli og margar viðurkenningar, hann var meðal annars tilnefndur til Edduverðlaunanna á síðasta ári. Líf Steinunnar hefur breyst eftir tilurð þáttanna og lendir hún reglulega í því að fólk stoppi hana úti á götu til að spjalla. „Mér finnst skemmtilegt þegar fólk þekkir mig úti á götu og kemur að tali við mig enda finnst mér gaman að tala við fólk um heima og geima,“ segir hún og bætir við að þáttagerðin hafi gert henni svo gott. „Ég er orðin sjálfsöruggari og sterkari en nokkurn tímann áður.“Steinunn er vinamörg.mynd/úr einkasafniFann dauðann á mér Steinunn er fædd og uppalin í Vesturbænum og er nýflutt á heimaslóðir eftir mikið flakk. Í fyrsta skipti á lífsleiðinni býr hún ein. „Það tók mig óratíma að finna þessa íbúð en ég var heppin því að það eru 300 manns á biðlista eftir því að komast í félagslega íbúð. Ég bý í fyrsta skipti ein en ég bjó á Skólavörðustígnum með pabba áður en hann dó. Ég á þó marga góða að og fæ þá hjálp sem ég þarf,“ segir Steinunn. Faðir Steinunnar lést í ágúst síðastliðnum en móðir hennar lést fyrir þremur árum. Banamein þeirra beggja var krabbamein. „Mamma var ótrúlega sterk, ákveðin og dugleg kona sem kenndi mér margt í lífinu. Foreldrar mínir voru mér mikil hvatning í lífinu og á ég þeim margt að þakka. Það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki til þeirra og biðji fyrir þeim,“ segir hún. Steinunn var stödd á tónleikum í Hallgrímskirkju kvöldið áður en faðir hennar dó. „Það var svo skrítið að það var eins og ég fyndi á mér að hann væri farinn. Ég sat í kirkjunni og fann allt í einu fyrir stingandi og djúpri sorg. Ég fann hvernig tárin spruttu út og ég gjörsamlega lamaðist af sorg. Sem betur fer voru vinir mínir með mér og hugguðu mig. Það var svo um nóttina sem hann dó,“ segir hún. Faðir Steinunnar var henni stoð og stytta og bjuggu þau tvö saman síðustu árin sem hann lifði. „Við vorum mjög náin og ég hugsa mikið til hans, sérstaklega þegar ég er að hugsa um eitthvað sem ég þarf svör við, þá velti ég því fyrir mér hverju hann hefði svarað og hvaða ráð hann hefði gefið mér. En ég verð víst að sætta mig við það að hann er farinn og það er eðlilegur hluti af lífinu,“ segir hún. Steinunn á einn bróður, Óskar Hrafn Þorvaldsson fjölmiðlamann. „Núna erum við systkinin bara tvö eftir. Óskar og konan hans eru mér mikill styrkur og reynum við að vera eins mikið saman og tími gefst til. Ég er bara orðin svo sjálfstæð og upptekin,“ segir hún og hlær eins og henni er einni lagið. Steinunn elskar að vera í miðbænum.mynd/úr einkasafniUpplifði höfnun Grunnskólaganga Steinunnar var henni erfið og kveið hún oft fyrir því að fara í skólann. „Mér fannst erfitt að fara í skólann þar sem ég var reglulega lögð í einelti, mér sárnaði það mjög mikið og þetta var ekki góður tími,“ segir hún. Steinunn óskaði þess heitast að fá að fara í almennan skóla en á þessum tíma var það ekki valkostur. „Ég vildi fá að fara í venjulegan skóla og fá þá aðstoð við nám en ekki vera í Öskjuhlíðarskóla, það var þá fyrst sem mér fannst ég vera öðruvísi og fann fyrir höfnun. Kennararnir reyndu þó að gera allt sem þeir gátu til þess að gera líf mitt betra en þetta var bara eins og það var, mér hefur aldrei fundist ég vera fötluð en kannski gerði þessi reynsla mig að þeim sterka karakter sem ég er í dag,“ segir Steinunn. Bjartari tímar tóku þó við þegar Steinunn hóf nám í Borgarholtsskóla á sérnámsbraut fyrir fatlaða. „Námið í Borgó hefur nýst mér mjög vel, þarna lærði ég stærðfræði, íslensku, að prjóna, að sauma og svo var ég eini nemandinn sem fékk að læra frönsku,“ segir hún. Franskan er þó ekki eina tungumálið sem Steinunn hefur lært því að hún talar ítölsku reiprennandi. Á Ítalíu, nánar tiltekið í Feneyjum, bjó hún í tvö ár ásamt foreldrum sínum þegar faðir hennar vann þar í tölvufyrirtæki. Ásamt því að læra ítölsku lærði hún einnig skartgripagerð. „Það mætti segja að það hafi opnast fyrir hönnunarhæfileika mína á Ítalíu,“ segir Steinunn dreymin og hlær. „Ég hreinlega elska Ítalíu og allt sem við kemur því landi. Mig langar alveg óskaplega að snúa þangað aftur einn daginn og jafnvel halda hönnunarnámi áfram,“ segir hún.Situr aldrei aðgerðalaus Þessi unga og glæsilega kona sem mörgum er svo mikil fyrirmynd situr aldrei aðgerðalaus. Þessa dagana vinnur Steinunn að uppbyggilegum verkefnum á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og er að fjölmörgu að huga þar. Einnig hefur hún verið að kenna í fötlunarfræði í Háskóla Íslands. „Mannréttindi og aðbúnaður fatlaðra standa mér nærri. Í háskólanum kenni ég nemendum það hvernig á að umgangast fatlaða. Það er gert með virðingu og þekkingu. Sumir vita ekki hvernig þeir eiga að koma fram við fatlað fólk en maður á bara að koma fram við fatlað fólk eins og annað fólk, við erum bara ólík,“ segir Steinunn. Á milli þess sem Steinunn vinnur að því að breyta hugarfari gagnvart fötluðum semur hún ljóð, spilar listilega á píanó og syngur af hjartans lyst. Ný ástríða hefur svo látið á sér kræla í lífi Steinunnar en það er líkamsrækt og heilsusamlegt mataræði. „Þar sem ég fæddist með svokallað Williams-heilkenni þá fylgir því ákveðinn slaki í vöðvum og orkuleysi. Ég ákvað því að prófa að reyna að breyta mataræðinu og fara í líkamsrækt,“ segir hún. Steinunn finnur mikinn mun á sér eftir að hún tók heilsuna föstum tökum og mætir reglulega til þjálfara. „Hún Birna, þjálfarinn minn, er alveg yndisleg og segir mér alltaf að ein hreyfing á dag komi manni í lag. Ég mæti reglulega til hennar og held matardagbók,“ segir Steinunn og viðurkennir að hún sé svolítill sælkeri en dagbókin haldi henni á beinu brautinni.Félagarnir í Með okkar augum.
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira