Lífið

Miley og Rihanna kepptust um athyglina

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Inspiration-galaveislan á vegum amfAR var haldin í Hollywood á miðvikudagskvöldið.

Veislan er einn af hápunktunum í skemmtanalífinu vestan hafs en tilgangur hennar er að hylla allt það helsta í herratískunni og að safna peningum fyrir rannsóknum á eyðni. 

Í ár var það fatahönnuðurinn Tom Ford sem var heiðraður en söngkonurnar Miley Cyrus og Rihanna stálu senunni í djörfum kjólum eftir hönnuðinn.

Poppprinsessan Miley Cyrus var í óvenjulegum kjól frá Tom Ford.
Söngkonan Rihanna í kjól frá Tom ford og uppháum sokkum.
Tom Ford sjálfur ásamt leikkonunni Gwyneth Paltrow sem klæddist buxnadragt eftir hönnuðinn.
Glee-stjarnan Lea Michele geislaði í kjól frá Versace.
Kelly Osbourne valdi lítinn, svartan kjól fyrir kvöldið.
Dansarinn Dita Von Teese mætti í klassískum satínkjól.
Leikkonan Sharon Stone brosti sínu blíðasta.
Leikkonan Camilla Belle í kjól frá Carolina Herrera.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×