Körfubolti

Fyrstu þrír Stöð 2 Sport leikirnir klárir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stöð 2 Sport hefur leikinn þar sem úrslitakeppnin endaði síðasta á ári, í Röstinni í Grindavík. Ólafur Ólafsson fagnar hér titlinum.
Stöð 2 Sport hefur leikinn þar sem úrslitakeppnin endaði síðasta á ári, í Röstinni í Grindavík. Ólafur Ólafsson fagnar hér titlinum. Vísir/Daníel
Körfuknattleikssambandið hefur gefið út leikjadagskrá sína fyrir átta liða úrslitin í Dominos-deild karla en úrslitakeppnin hefst á fimmtudaginn kemur. Það er einnig orðið ljóst hvaða þrjá fyrstu leiki Stöð 2 Sport sýnir frá úrslitakeppninni í ár.

Fyrsti leikur úrslitakeppninnar á Stöð 2 Sport í ár verður leikur Grindavíkur og Þórs í Röstinni í Grindavík á fimmtudaginn kemur. Sama dag taka deildarmeistarar KR á móti Snæfelli í DHL-höllinni.

Á föstudagskvöldið tekur Keflavík á móti Stjörnunni í TM-höllinni í Keflavík á sama tíma og Njarðvíkingar taka á móti Haukum í Ljónagryfjunni í Njarðvík.  

Stöð 2 Sport mun síðan sýna annan leik Stjörnunnar og Keflavíkur sem fer fram í Garðabænum á mánudagskvöldið og sýnir svo þriðja leik Njarðvíkur og Hauka sem verður í Ljónagryfjunni í Njarðvík föstudaginn 28. mars.  

Einvígin KR-Snæfell og Grindavík-Þór Þorl. fara fram á sömu kvöldum og hin kvöldin verður síðan spilað í hinum tveimur einvígunum sem eru Keflavík-Stjarnan og Njarðvík-Haukar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×