9 ára með fallegan flugulax í Hítará Karl Lúðvíksson skrifar 23. júní 2014 14:21 Hafþór með laxinn sem hann veiddi í morgun Veiðimenn þurfa ekki að vera háir í loftinu til að veiða vel og það sannaðist heldur betur í Hítará í morgun. Bjarni Júlíusson fyrrum Formaður SVFR er þar við veiðar ásamt fjölskyldunni og einn af yngstu veiðimönnunum gerði sér lítið fyrir og náði í lax í Húshyl uppá eigin spýtur með smá aðstoð frá frænda sínum. Þeir félagar Hafþór Bjarni og Ólafur Bjarni skákuðu þar reyndustu mönnunum í hollinu algjörlega við. Bjarni sendi okkur smá pistil um veiðina í morgun ásamt mynd af veiðikappanum Hafþóri með laxinn góða.Hér mætti fjölskyldan spennt í Hítará í gær. Búið að vera mjög rólegt, einungis einn lax kominn á land. En það var nú samt slangur af laxi, sáum fiska í Kverk og á Breiðinni. Þeir sem fóru í Langadrátt og Grettisstillur urðu líka varir við fiska. Hann er greinilega búinn að dreifa sér dálítið um ána. En í gær náðum við feðgar tveimur fiskum, ég á Breiðinni og Júlíus Bjarni í Kverkinni. Það svo dálítið skondið því við settum í fiskana með 5 sek millibili. Báðir að þreyta á sama stað á sama tíma.Byrjuðum svo morguninn á að setja í stórlax sem rauk upp og niður Breiðina og náði að losa sig eftir æsilega viðureign. Þeir frændurnir Hafþór Bjarni (9 ára) og Ólafur Bjarni (12 ára) ætluðu ekki að láta dýrið sleppa, en svona er það stundum. Hafþór rölti í rólegheitunum uppfyrir hús og sá tvo laxa neðarlega í Húshyl. Hann tók lausa stöng sem hékk við húsið og setti þunga túbu undir. Brúna Francis. Svo var „uppstrímað“. Ég hafði nú ekki mikla trú á þessu og reyndi að draga hann með mér uppí Langadrátt, en hann var búinn að ákveða að þessum löxum myndi hann ná og það var ekki viðlit að hreyfa hann.Ég ákvað að fara þá bara einn uppeftir og þar sem mamma hans var að kasta í Kverkinni, þá var það ekkert mál. Þegar ég keyri yfir brúnna, þá sé ég ekkert til drengsins. Ég keyrði því niður á bílaplanið við Kverkina, labbaði fram á brúnina og tók stöðuna á drengnum. Jú þar var hann á klöppunum neðan við Húshylinn með stönginga í keng. Þetta var sem sé fjarki sem guttinn hafði tekið. 200m neðan sá ég svo frú Þórdísi, móður drengsins, og ég get svarið að hún gekk á vatninu henni lá svo á að fara að aðstoða. En þarna var fallegum smálaxahæng landað í sandvikinu beint framaf húsinu eftir snarpa viðureign. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði 21 lax í Blöndu: "Algjör snilldarbyrjun" Veiði
Veiðimenn þurfa ekki að vera háir í loftinu til að veiða vel og það sannaðist heldur betur í Hítará í morgun. Bjarni Júlíusson fyrrum Formaður SVFR er þar við veiðar ásamt fjölskyldunni og einn af yngstu veiðimönnunum gerði sér lítið fyrir og náði í lax í Húshyl uppá eigin spýtur með smá aðstoð frá frænda sínum. Þeir félagar Hafþór Bjarni og Ólafur Bjarni skákuðu þar reyndustu mönnunum í hollinu algjörlega við. Bjarni sendi okkur smá pistil um veiðina í morgun ásamt mynd af veiðikappanum Hafþóri með laxinn góða.Hér mætti fjölskyldan spennt í Hítará í gær. Búið að vera mjög rólegt, einungis einn lax kominn á land. En það var nú samt slangur af laxi, sáum fiska í Kverk og á Breiðinni. Þeir sem fóru í Langadrátt og Grettisstillur urðu líka varir við fiska. Hann er greinilega búinn að dreifa sér dálítið um ána. En í gær náðum við feðgar tveimur fiskum, ég á Breiðinni og Júlíus Bjarni í Kverkinni. Það svo dálítið skondið því við settum í fiskana með 5 sek millibili. Báðir að þreyta á sama stað á sama tíma.Byrjuðum svo morguninn á að setja í stórlax sem rauk upp og niður Breiðina og náði að losa sig eftir æsilega viðureign. Þeir frændurnir Hafþór Bjarni (9 ára) og Ólafur Bjarni (12 ára) ætluðu ekki að láta dýrið sleppa, en svona er það stundum. Hafþór rölti í rólegheitunum uppfyrir hús og sá tvo laxa neðarlega í Húshyl. Hann tók lausa stöng sem hékk við húsið og setti þunga túbu undir. Brúna Francis. Svo var „uppstrímað“. Ég hafði nú ekki mikla trú á þessu og reyndi að draga hann með mér uppí Langadrátt, en hann var búinn að ákveða að þessum löxum myndi hann ná og það var ekki viðlit að hreyfa hann.Ég ákvað að fara þá bara einn uppeftir og þar sem mamma hans var að kasta í Kverkinni, þá var það ekkert mál. Þegar ég keyri yfir brúnna, þá sé ég ekkert til drengsins. Ég keyrði því niður á bílaplanið við Kverkina, labbaði fram á brúnina og tók stöðuna á drengnum. Jú þar var hann á klöppunum neðan við Húshylinn með stönginga í keng. Þetta var sem sé fjarki sem guttinn hafði tekið. 200m neðan sá ég svo frú Þórdísi, móður drengsins, og ég get svarið að hún gekk á vatninu henni lá svo á að fara að aðstoða. En þarna var fallegum smálaxahæng landað í sandvikinu beint framaf húsinu eftir snarpa viðureign.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði 21 lax í Blöndu: "Algjör snilldarbyrjun" Veiði