Ylja gerir það gott úti Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. janúar 2014 08:00 Ung börn giftast í myndbandinu. mynd/einkasafn „Ég er mjög stoltur og ánægður með þetta,“ segir Erlendur Sveinsson en hann leikstýrði myndbandi við lag hljómsveitarinnar Ylju sem ber titilinn Út. Myndbandið hlaut á dögunum þann heiður að vera valið í lokaúrtak Silversound-hátíðarinnar sem fór fram í Brooklyn Bowl í New York síðdegis í gær. „Ég var því miður ekki viðstaddur keppnina. Í dag er ekkert rosalega mikill markaður fyrir tónlistarmyndbönd sem slík en það er gaman að svona keppni sem ýtir undir metnaðarfull myndbönd,“ útskýrir Erlendur.Erlendur Sveinsson leikstjóri myndbandsins er stoltur og ánægður með gang mála.mynd/einkasafnTónlistarmyndbandahátíðin er haldin samhliða Battle of the Bands sem er hljómsveitakeppni í Bandaríkjunum. Leikstjóri sigurmyndbandsins hlýtur tíu þúsund Bandaríkjadali, rúma milljón króna, til að leikstýra og framleiða myndband fyrir sigurhljómsveitina í hljómsveitakeppninni. Myndbandið fjallar um krakka sem fara út um miðja nótt og gifta sig. „Hugmyndin er sprottin upp úr því að krakkar voru gjarnan að gifta sig á leikskólanum, fallegt að ganga í það heilaga svona snemma. Tilhugsunin falleg.“ Krakkarnir fara inn í skóg sem er aðeins út úr borginni og byggja þar litla kirkju og gifta sig þar. Það var tekið upp síðastliðið sumar og sjá börn úr leiklistarhópnum Sönglist um öll hlutverk. Ragnheiður Erlingsdóttir sá um framleiðslu, Anton Smári Gunnarsson sá um kvikmyndatöku og Helga Jóakimsdóttir sá um listræna stjórnun. „Mér finnst myndbandið æðislegt, við vissum ekki við hverju mátti búast þegar frumsýningin var. Þetta var alveg í þeirra höndum og við felldum alveg nokkur tár þegar við sáum það fyrst,“ segir Guðný Gígja Skjaldardóttir gítarleikari og söngkona í hljómsveitinni.Hljómsveitin Ylja var mjög ánægð með myndbandið.mynd/einkasafn„Þessi keppni opnar að sjálfsögðu marga glugga fyrir mig og hef ég fengið mjög góð viðbrögð.“ Ekki hefur verið ákveðið samstarf á milli Ylju og Erlends að svo stöddu. Hljómsveitina Ylju skipa Bjartey Sveinsdóttir og Guðný Gígja Skjaldardóttir, sem báðar leika á gítar og syngja, Smári Tarfur Jósepsson sem spilar á slide-gítar, Valgarð Hrafnsson á bassa og Maggi Magg á trommur og hefur hún vakið verðskuldaða athygli. „Allir sem komu að gerð myndbandsins gáfu vinnu sína. Hljómsveitin er afar þakklát fyrir stuðninginn og óskar Erlendi og þeim öllum til hamingju með þessa viðurkenningu fyrir vel unnin störf,“ segir Ásgeir Guðmundsson, umboðsmaður Ylju. Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ég er mjög stoltur og ánægður með þetta,“ segir Erlendur Sveinsson en hann leikstýrði myndbandi við lag hljómsveitarinnar Ylju sem ber titilinn Út. Myndbandið hlaut á dögunum þann heiður að vera valið í lokaúrtak Silversound-hátíðarinnar sem fór fram í Brooklyn Bowl í New York síðdegis í gær. „Ég var því miður ekki viðstaddur keppnina. Í dag er ekkert rosalega mikill markaður fyrir tónlistarmyndbönd sem slík en það er gaman að svona keppni sem ýtir undir metnaðarfull myndbönd,“ útskýrir Erlendur.Erlendur Sveinsson leikstjóri myndbandsins er stoltur og ánægður með gang mála.mynd/einkasafnTónlistarmyndbandahátíðin er haldin samhliða Battle of the Bands sem er hljómsveitakeppni í Bandaríkjunum. Leikstjóri sigurmyndbandsins hlýtur tíu þúsund Bandaríkjadali, rúma milljón króna, til að leikstýra og framleiða myndband fyrir sigurhljómsveitina í hljómsveitakeppninni. Myndbandið fjallar um krakka sem fara út um miðja nótt og gifta sig. „Hugmyndin er sprottin upp úr því að krakkar voru gjarnan að gifta sig á leikskólanum, fallegt að ganga í það heilaga svona snemma. Tilhugsunin falleg.“ Krakkarnir fara inn í skóg sem er aðeins út úr borginni og byggja þar litla kirkju og gifta sig þar. Það var tekið upp síðastliðið sumar og sjá börn úr leiklistarhópnum Sönglist um öll hlutverk. Ragnheiður Erlingsdóttir sá um framleiðslu, Anton Smári Gunnarsson sá um kvikmyndatöku og Helga Jóakimsdóttir sá um listræna stjórnun. „Mér finnst myndbandið æðislegt, við vissum ekki við hverju mátti búast þegar frumsýningin var. Þetta var alveg í þeirra höndum og við felldum alveg nokkur tár þegar við sáum það fyrst,“ segir Guðný Gígja Skjaldardóttir gítarleikari og söngkona í hljómsveitinni.Hljómsveitin Ylja var mjög ánægð með myndbandið.mynd/einkasafn„Þessi keppni opnar að sjálfsögðu marga glugga fyrir mig og hef ég fengið mjög góð viðbrögð.“ Ekki hefur verið ákveðið samstarf á milli Ylju og Erlends að svo stöddu. Hljómsveitina Ylju skipa Bjartey Sveinsdóttir og Guðný Gígja Skjaldardóttir, sem báðar leika á gítar og syngja, Smári Tarfur Jósepsson sem spilar á slide-gítar, Valgarð Hrafnsson á bassa og Maggi Magg á trommur og hefur hún vakið verðskuldaða athygli. „Allir sem komu að gerð myndbandsins gáfu vinnu sína. Hljómsveitin er afar þakklát fyrir stuðninginn og óskar Erlendi og þeim öllum til hamingju með þessa viðurkenningu fyrir vel unnin störf,“ segir Ásgeir Guðmundsson, umboðsmaður Ylju.
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira