Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. janúar 2014 11:28 Myndirnar 12 Years a Slave, Gravity og American Hustle þykja svo gott sem öruggar með tilnefningu. Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða tilkynntar í dag og líkt og vanalega spáir áhugafólk um kvikmyndir í spilin, bæði sín á milli í raunheimum og á þar til gerðum vefsíðum. Kvikmyndirnar Gravity,12 Years a Slave og American Hustle þykja nokkuð öruggar með tilnefningu í flokki bestu myndar, en þær tvær síðarnefndu hlutu hin eftirsóttu Golden Globe-verðlaun á sunnudag. 12 Years a Slave í flokki dramatískra mynda en American Hustle í flokki gamanmynda og söngleikja. Aðrar myndir sem þykja líklegar eru nýjasta kvikmynd Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, Nebraska eftir Alexander Payne og Captain Phillips eftir Paul Greengrass. Alls eru tilnefndar á bilinu fimm til tíu kvikmyndir í þessum stærsta flokki. Undanfarin tvö ár hafa þær verið níu. Í flokki bestu aðalleikkvenna þykir Cate Blanchett með örugga tilnefningu fyrir frammistöðu sína í kvikmynd Woody Allen, Blue Jasmine, og segja fróðir að mikið þurfi að ganga á til að hún fari ekki heim með sjálfa styttuna. Það gerði hún í það minnsta á fyrrnefndri Golden Globe-verðlaunaafhendingu. Helstu keppinautar Blanchett eru sagðar þær Sandra Bullock og Judi Dench. Sú fyrrnefnda fyrir geimævintýrið Gravity og sú síðarnefnda fyrir mynd Stephens Frears, Philomena. Aðrar líklegar eru Emma Thompson fyrir Saving Mr. Banks, Amy Adams fyrir American Hustle og Meryl Streep fyrir August: Osage County. Erfiðara er að spá til um karlaflokkinn. Matthew McConaughey vann á Golden Globe fyrir myndina Dallas Buyers Club, en líklegt þykir að breski leikarinn Chiwetel Ejiofer verði tilnefndur fyrir 12 Years a Slave. Aðrir nefndir til sögunnar eru Bruce Dern fyrir Nebraska, Christian Bale fyrir American Hustle, Tom Hanks fyrir Captain Phillips og Leonardo DiCaprio fyrir The Wolf of Wall Street, en hann hlaut verðlaun fyrir besta leik karla í flokki gamanmynda og söngleikja á Golden Globe-verðlaununum. Tilkynnt verður um tilnefningarnar upp úr klukkan hálf tvö í dag og Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast með. Golden Globes Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða tilkynntar í dag og líkt og vanalega spáir áhugafólk um kvikmyndir í spilin, bæði sín á milli í raunheimum og á þar til gerðum vefsíðum. Kvikmyndirnar Gravity,12 Years a Slave og American Hustle þykja nokkuð öruggar með tilnefningu í flokki bestu myndar, en þær tvær síðarnefndu hlutu hin eftirsóttu Golden Globe-verðlaun á sunnudag. 12 Years a Slave í flokki dramatískra mynda en American Hustle í flokki gamanmynda og söngleikja. Aðrar myndir sem þykja líklegar eru nýjasta kvikmynd Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, Nebraska eftir Alexander Payne og Captain Phillips eftir Paul Greengrass. Alls eru tilnefndar á bilinu fimm til tíu kvikmyndir í þessum stærsta flokki. Undanfarin tvö ár hafa þær verið níu. Í flokki bestu aðalleikkvenna þykir Cate Blanchett með örugga tilnefningu fyrir frammistöðu sína í kvikmynd Woody Allen, Blue Jasmine, og segja fróðir að mikið þurfi að ganga á til að hún fari ekki heim með sjálfa styttuna. Það gerði hún í það minnsta á fyrrnefndri Golden Globe-verðlaunaafhendingu. Helstu keppinautar Blanchett eru sagðar þær Sandra Bullock og Judi Dench. Sú fyrrnefnda fyrir geimævintýrið Gravity og sú síðarnefnda fyrir mynd Stephens Frears, Philomena. Aðrar líklegar eru Emma Thompson fyrir Saving Mr. Banks, Amy Adams fyrir American Hustle og Meryl Streep fyrir August: Osage County. Erfiðara er að spá til um karlaflokkinn. Matthew McConaughey vann á Golden Globe fyrir myndina Dallas Buyers Club, en líklegt þykir að breski leikarinn Chiwetel Ejiofer verði tilnefndur fyrir 12 Years a Slave. Aðrir nefndir til sögunnar eru Bruce Dern fyrir Nebraska, Christian Bale fyrir American Hustle, Tom Hanks fyrir Captain Phillips og Leonardo DiCaprio fyrir The Wolf of Wall Street, en hann hlaut verðlaun fyrir besta leik karla í flokki gamanmynda og söngleikja á Golden Globe-verðlaununum. Tilkynnt verður um tilnefningarnar upp úr klukkan hálf tvö í dag og Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast með.
Golden Globes Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein