Pantaði 30 Rolls Royce af dýrustu gerð Finnur Thorlacius skrifar 17. september 2014 16:26 Rolls Royce Phantom eins og Macau búinn hefur pantað 30 eintök af. Macau búinn Stephen Hung pantaði nýverið 30 eintök af sérsmíðuðum Rolls Royce bílum og er hver þeirra dýrari en nokkur Rolls Royce bíll sem yfirgefið hefur verksmiðjurnar bresku. Hung er mjög efnaður maður og er að byggja flottasta hótel og spilavíti í heimi í Macau sem bera mun nafnið Louis XIII, eftir þeim „lítilláta“ konungi Frakka sem lét byggja Versali yfir íburð og lifnað konungsfjölskyldu sinnar. Bílana ætlar Hung að nota fyrir gesti hótelsins og spilavítisins. Rolls Royce bílarnir eru af Phantom gerð og svo yfirgengilega hlaðnir lúxus að gestir hótelsins sem Hung er að reisa eiga greinilega að hafa það á tilfinningunni að þeir hafi alls ekki yfirgefið íburðinn á hóteli hans og spilavíti. Bæði að utan og innan er Phantom bílarnir hlaðnir gulli og platínu og klukkurnar í bílnum eru frá Graff Luxury Watches. Stephen Hung er sonur mjög efnaðra foreldra og var sjálfur farþegi í Rolls Royce frá barnæsku. Hann hefur unnið hjá bankarisanum Citibank og varð síðar æðsti yfirmaður fjárfestingabanka Merrill Lynch í Asíu. Með því virðist hann enn hafa aukið við auð fjölskyldunnar og miðað við bílana, hótelið og spilavítið er til nóg af fé á þeim bænum. Það verður ekki slorlegt að sitja í þessum bílum.Stephen Hung, til vinstri, handsalar kaupin við forstjóra Rolls Royce. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent
Macau búinn Stephen Hung pantaði nýverið 30 eintök af sérsmíðuðum Rolls Royce bílum og er hver þeirra dýrari en nokkur Rolls Royce bíll sem yfirgefið hefur verksmiðjurnar bresku. Hung er mjög efnaður maður og er að byggja flottasta hótel og spilavíti í heimi í Macau sem bera mun nafnið Louis XIII, eftir þeim „lítilláta“ konungi Frakka sem lét byggja Versali yfir íburð og lifnað konungsfjölskyldu sinnar. Bílana ætlar Hung að nota fyrir gesti hótelsins og spilavítisins. Rolls Royce bílarnir eru af Phantom gerð og svo yfirgengilega hlaðnir lúxus að gestir hótelsins sem Hung er að reisa eiga greinilega að hafa það á tilfinningunni að þeir hafi alls ekki yfirgefið íburðinn á hóteli hans og spilavíti. Bæði að utan og innan er Phantom bílarnir hlaðnir gulli og platínu og klukkurnar í bílnum eru frá Graff Luxury Watches. Stephen Hung er sonur mjög efnaðra foreldra og var sjálfur farþegi í Rolls Royce frá barnæsku. Hann hefur unnið hjá bankarisanum Citibank og varð síðar æðsti yfirmaður fjárfestingabanka Merrill Lynch í Asíu. Með því virðist hann enn hafa aukið við auð fjölskyldunnar og miðað við bílana, hótelið og spilavítið er til nóg af fé á þeim bænum. Það verður ekki slorlegt að sitja í þessum bílum.Stephen Hung, til vinstri, handsalar kaupin við forstjóra Rolls Royce.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent