Sérstakt hlutverk Sjálfstæðisflokks Sigurjón M. Egilsson skrifar 11. nóvember 2014 00:00 Sama dag og einn af fyrirferðarmestu þingmönnum Sjálfstæðisflokksins talaði, í viðtali á Bylgjunni, sjálfan sig og flokkinn alheilagan í meðferð opinbers fjár, sagði hann að mesta nauðsynin nú væri að lækka skuldir ríkissjóðs. Hann tiltók afrek síns flokks í aðdraganda hrunsins, meðal annars, fyrir að nota hluta ótrúlegra neysluskatta sem fengust vegna fjárfestingar og neyslu í yfirgengilegu brjálæði þjóðarinnar, fyrir hrun, til að lækka þáverandi skuldir ríkissjóðs. Þennan sama dag stóð formaður flokksins, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, og kvittaði upp á áttatíu milljarða króna millifærslu úr ríkissjóði. Framsóknarmenn höfðu þar með, að eigin mati, uppfyllt stærsta kosningaloforð íslenskra stjórnmála, að mati margra. Það kemur í hlut Sjálfstæðisflokksins að bera ábyrgð á kosningaloforði Framsóknar. Kosningaloforði sem Sjálfstæðisflokkurinn barðist gegn í aðdraganda kosninganna 2013. Og margir þingmanna flokksins hafa talað gegn eða haft efasemdir um allar götur síðan. Þannig eru íslensk stjórnmál, ekki bara núna. Sjálfstæðisflokkurinn fær á móti ýmsu framgengt. Sumir skattar lækka, aðrir hækka. Þeirra á meðal er matarskatturinn. Þingmaðurinn, sem vitnað var til hér í upphafi, talaði og hefur talað þannig að heilagast af öllu sé að lækka skuldir hins opinbera. Það er einmitt það sem margir vildu frekar en að verja áttatíu milljörðum til að lækka skuldir sumra heimila í landinu. Ekki er minnsti vafi á að sumt það fólk sem fær skuldaleiðréttingu nú þarf á henni að halda. Skárra væri það nú. Hitt er annað mál hvort ákvörðun ríkisstjórnarinnar sé endilega sú besta, sú nauðsynlegasta. Um það eru skiptar skoðanir. Og verða. Fyrri ríkisstjórn fór 110 prósent leiðina, sem við lestur nýjustu gagna var sennilega fátt annað en viðurkenning á glötuðum útlánum, þar sem bankar og aðrar lánastofnanir höfðu farið langt fram úr sér, fram úr allri skynsemi og lánað fólki langt umfram allt sem gat talist eðlilegt. Það ástand undirstrikar enn hversu rugluð þjóðin var. 110 prósent var afskriftir ónýtra útlána. Framsókn lofaði að skuldir myndu lækka. Aðferðin sem var farin er ekki sú sama og kynnt var fyrir kosningar. Flokksmenn fagna og segjast hafa uppfyllt loforðið. Léttur leikur er að finna ummæli þar sem tekið er mun dýpra í árinni en niðurstaðan nú segir til um. Látum það liggja á milli hluta núna. Þegar eru komnar fram gagnrýnisraddir og eins aðrar sem kætast og telja leiðréttinguna stórkostlegt skref fram á við. Það er síðan í dag sem fólk sér eigin stöðu varðandi leiðréttinguna. Í dag kemur fram hvað hver og einn umsækjenda fær í leiðréttingu. Í dag verður spennan mikil. Gert er ráð fyrir að margir verði ósáttir. Gott er að muna að ekki fer fjarri að tíundi hver umsækjandi er enn í óvissu með hver örlög hans verða í leiðréttingunni. Aftur að Sjálfstæðisflokknum sem að morgni talar sig heilagan fyrir ábyrgri stjórn ríkisfjármála og kvittar svo síðar sama dag upp á áttatíu milljarða millifærslu úr ríkissjóði. Það eru stóru pólitísku tíðindin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sama dag og einn af fyrirferðarmestu þingmönnum Sjálfstæðisflokksins talaði, í viðtali á Bylgjunni, sjálfan sig og flokkinn alheilagan í meðferð opinbers fjár, sagði hann að mesta nauðsynin nú væri að lækka skuldir ríkissjóðs. Hann tiltók afrek síns flokks í aðdraganda hrunsins, meðal annars, fyrir að nota hluta ótrúlegra neysluskatta sem fengust vegna fjárfestingar og neyslu í yfirgengilegu brjálæði þjóðarinnar, fyrir hrun, til að lækka þáverandi skuldir ríkissjóðs. Þennan sama dag stóð formaður flokksins, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, og kvittaði upp á áttatíu milljarða króna millifærslu úr ríkissjóði. Framsóknarmenn höfðu þar með, að eigin mati, uppfyllt stærsta kosningaloforð íslenskra stjórnmála, að mati margra. Það kemur í hlut Sjálfstæðisflokksins að bera ábyrgð á kosningaloforði Framsóknar. Kosningaloforði sem Sjálfstæðisflokkurinn barðist gegn í aðdraganda kosninganna 2013. Og margir þingmanna flokksins hafa talað gegn eða haft efasemdir um allar götur síðan. Þannig eru íslensk stjórnmál, ekki bara núna. Sjálfstæðisflokkurinn fær á móti ýmsu framgengt. Sumir skattar lækka, aðrir hækka. Þeirra á meðal er matarskatturinn. Þingmaðurinn, sem vitnað var til hér í upphafi, talaði og hefur talað þannig að heilagast af öllu sé að lækka skuldir hins opinbera. Það er einmitt það sem margir vildu frekar en að verja áttatíu milljörðum til að lækka skuldir sumra heimila í landinu. Ekki er minnsti vafi á að sumt það fólk sem fær skuldaleiðréttingu nú þarf á henni að halda. Skárra væri það nú. Hitt er annað mál hvort ákvörðun ríkisstjórnarinnar sé endilega sú besta, sú nauðsynlegasta. Um það eru skiptar skoðanir. Og verða. Fyrri ríkisstjórn fór 110 prósent leiðina, sem við lestur nýjustu gagna var sennilega fátt annað en viðurkenning á glötuðum útlánum, þar sem bankar og aðrar lánastofnanir höfðu farið langt fram úr sér, fram úr allri skynsemi og lánað fólki langt umfram allt sem gat talist eðlilegt. Það ástand undirstrikar enn hversu rugluð þjóðin var. 110 prósent var afskriftir ónýtra útlána. Framsókn lofaði að skuldir myndu lækka. Aðferðin sem var farin er ekki sú sama og kynnt var fyrir kosningar. Flokksmenn fagna og segjast hafa uppfyllt loforðið. Léttur leikur er að finna ummæli þar sem tekið er mun dýpra í árinni en niðurstaðan nú segir til um. Látum það liggja á milli hluta núna. Þegar eru komnar fram gagnrýnisraddir og eins aðrar sem kætast og telja leiðréttinguna stórkostlegt skref fram á við. Það er síðan í dag sem fólk sér eigin stöðu varðandi leiðréttinguna. Í dag kemur fram hvað hver og einn umsækjenda fær í leiðréttingu. Í dag verður spennan mikil. Gert er ráð fyrir að margir verði ósáttir. Gott er að muna að ekki fer fjarri að tíundi hver umsækjandi er enn í óvissu með hver örlög hans verða í leiðréttingunni. Aftur að Sjálfstæðisflokknum sem að morgni talar sig heilagan fyrir ábyrgri stjórn ríkisfjármála og kvittar svo síðar sama dag upp á áttatíu milljarða millifærslu úr ríkissjóði. Það eru stóru pólitísku tíðindin.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun