Rosie og Jennifer kynntust árið 1991 í áheyrnarprufum fyrir dansara í þáttinn In Living Color. Rosie var danshöfundur í þáttunum og segist hafa sannfært kynninn Keenan Ivory Wayans um að velja Jennifer í hlutverk svokallaðrar „Fly Girl“.
Jennifer hefur ávallt haldið því fram að Keenan hafi uppgötvað hana en Rosie segir það ekki satt. Þá segir hún jafnframt að Jennifer hafi verið óbærileg á setti.
„Allar stelpurnar komu inn á skrifstofu mína og kvörtuðu yfir því að hún væri að ráðskast með búninga, förðun og mig til að vernda sína hagsmuni," skrifar Rosie í bókina. Hún bætir við að Jennifer hafi tjúllast í framhaldinu og rifist heiftarlega við sig.

Jennifer hætti í þáttunum eftir tvær seríur og leitaðist eftir frama í leiklist. Rosie segir hana þá hafa haldið áfram að tala illa um sig í Hollywood.