Yfir fjögur þúsund mættu á jeppasýningu um helgina Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. febrúar 2014 13:52 Heimskautajeppi tekinn út. Sérstök áhersla var lögð á breytta jeppa á 33 til 44 tommu dekkjum á jeppasýningunni á laugardag. Mynd/Toyota Rúmlega fjögur þúsund gestir sóttu heim Toyota í Kauptúni í Kópavogi á laugardag þar sem fram fór árviss jeppasýning fyrirtækisins í sýningarsal og utandyra. Á staðnum mátti sjá mikið úrval bæði nýrra og eldri Toyota jeppa. Meðal annars var þarna til sýnis sérútbúinn sex hjóla Toyota Hilux jeppa sem Arctic Trucks hefur breytt og gert kláran til heimskautaferða. Jeppasýningar Toyota hafa verið með fjölsóttustu bílasýningum landsins undanfarin ár. Þar gefst enda fágætt tækifæri til að sjá á sama tíma nýjustu jeppana frá Toyota, nýlega breytta og sérútbúna jeppa og úrval eldri bíla. Torfærutröllin var að finna bæði innan og utandyra hjá Toyota í Kópavogi um helgina.Mynd/ToyotaSpáð í spilið.Mynd/ToyotaUngur nemur, gamall temur. Gestir á jeppasýningu Toyota um helgina voru á öllum aldri.Mynd/ToyotaFjölmargir lögðu leið sína í sýningarsalinn í Kauptúni.Mynd/Toyota Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent
Rúmlega fjögur þúsund gestir sóttu heim Toyota í Kauptúni í Kópavogi á laugardag þar sem fram fór árviss jeppasýning fyrirtækisins í sýningarsal og utandyra. Á staðnum mátti sjá mikið úrval bæði nýrra og eldri Toyota jeppa. Meðal annars var þarna til sýnis sérútbúinn sex hjóla Toyota Hilux jeppa sem Arctic Trucks hefur breytt og gert kláran til heimskautaferða. Jeppasýningar Toyota hafa verið með fjölsóttustu bílasýningum landsins undanfarin ár. Þar gefst enda fágætt tækifæri til að sjá á sama tíma nýjustu jeppana frá Toyota, nýlega breytta og sérútbúna jeppa og úrval eldri bíla. Torfærutröllin var að finna bæði innan og utandyra hjá Toyota í Kópavogi um helgina.Mynd/ToyotaSpáð í spilið.Mynd/ToyotaUngur nemur, gamall temur. Gestir á jeppasýningu Toyota um helgina voru á öllum aldri.Mynd/ToyotaFjölmargir lögðu leið sína í sýningarsalinn í Kauptúni.Mynd/Toyota
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent