Þakklátur fyrir að menn hugsi til mín Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2014 07:00 Friðrik Ingi er hér að stýra landsliðsæfingu fyrir nokkrum árum. Hann er orðaður við landsliðið aftur í dag. fréttablaðið/heiða „Það er alveg góður möguleiki á því að ég byrji að þjálfa aftur einn góðan veðurdag,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson í samtali við Fréttablaðið en hann þurfti að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands um síðustu mánaðamót vegna hagræðingar í rekstri sambandsins. Friðrik Ingi er margverðlaunaður þjálfari en hann tók við uppeldisfélagi sínu Njarðvík rétt skriðinn yfir tvítugt og gerði það að Íslandsmeisturum. Hann skilaði svo bikarmeistaratitli í hús sem þjálfari Grindavíkur árið 2006 áður en hann lét af störfum um sumarið og réð sig til KKÍ.Ekki dregist aftur úr „Þjálfun hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu. Það er alltaf stutt í það að maður hugsi eins og þjálfari þegar maður fylgist með einhverjum leik. Maður er alltaf að spá í ýmsa hluti sem aðrir kannski horfa ekki til,“ segir Friðrik Ingi sem segist ekki standa kollegum sínum að baki í dag þrátt fyrir að hafa ekki þjálfað í átta ár. „Ég hef auðvitað fylgst vel með og sótt námskeið bæði á netinu og ferðalögum um heiminn. Ég er alltaf eitthvað að spá og skoða og á einnig gott net af fræðimönnum úti um allan heim. Ég er mjög lánsamur hvað það varðar.“ Friðrik Ingi hefur líka starfað náið með landsliðunum á sínum átta árum hjá KKÍ og verið á kafi í hlutunum. „Hluti af starfi mínu hjá KKÍ var að sýsla með landsliðsmálin og svo vann ég líka sem ákveðinn ráðgjafi þjálfaranna og landsliðsnefndar og síðar afreksnefndarinnar. Það eina sem mig vantaði var í raun bara flautan í munninn. En já, ég hef fylgst vel með fræðunum og horft á þúsundir leikja úr hinum ýmsu deildum. Þannig að fara út í þjálfun aftur er eitthvað sem ég er að skoða og hver veit nema maður verði mættur á parketið aftur von bráðar,“ segir hann.Friðrik Ingi fagnar með Grindvíkingum.Ný ævintýri bíða Komnar eru tvær vikur síðan Friðrik Ingi gekk út af skrifstofu sinni hjá KKÍ sem framkvæmdastjóri í síðasta skipti og saknar hann eðlilega starfsins. Hann reynir þó að líta á björtu hliðarnar og gráta það sem gerst hefur ekki of mikið. „Ég hef það bara ágætt. Maður tekur þann pól í hæðina að reyna að horfa jákvætt á lífið. Það eru margir sem hafa það verra en ég. Það er eins og með svo margt í þessu lífshlaupi, maður getur ekki stýrt öllu. Ég var mjög ánægður hjá sambandinu og fannst einstaklega gaman að eiga samskipti við alla hreyfinguna. Allt frá yngri flokka leikmönnum til þjálfara í efstu deild. En þessi kafli er bara búinn í bili og ég staldra ekki lengur við það. Nú bíður maður bara eftir næstu ævintýrum,“ segir Friðrik Ingi. Margir sakna Friðriks Inga úr starfinu en Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, ritaði langan póst á Facebook-síðu sína þar sem hann mærði störf Njarðvíkingsins og þá sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Vísi að hann myndi svo sannarlega sakna Friðriks. Hann væri drifkrafturinn á bak við körfuknattleikssambandið. „Ég væri auðvitað að ljúga ef ég viðurkenndi ekki að þessar kveðjur yljuðu mér um hjartarætur. Ég hef fengið gríðarlega mikil viðbrögð úr ótrúlegustu áttum bæði hérlendis og erlendis. Það er bara gaman að því. Ég er þakklátur fyrir að menn hugsa til mín og það gefur manni einnig aukinn kraft,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson. Dominos-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Sjá meira
„Það er alveg góður möguleiki á því að ég byrji að þjálfa aftur einn góðan veðurdag,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson í samtali við Fréttablaðið en hann þurfti að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands um síðustu mánaðamót vegna hagræðingar í rekstri sambandsins. Friðrik Ingi er margverðlaunaður þjálfari en hann tók við uppeldisfélagi sínu Njarðvík rétt skriðinn yfir tvítugt og gerði það að Íslandsmeisturum. Hann skilaði svo bikarmeistaratitli í hús sem þjálfari Grindavíkur árið 2006 áður en hann lét af störfum um sumarið og réð sig til KKÍ.Ekki dregist aftur úr „Þjálfun hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu. Það er alltaf stutt í það að maður hugsi eins og þjálfari þegar maður fylgist með einhverjum leik. Maður er alltaf að spá í ýmsa hluti sem aðrir kannski horfa ekki til,“ segir Friðrik Ingi sem segist ekki standa kollegum sínum að baki í dag þrátt fyrir að hafa ekki þjálfað í átta ár. „Ég hef auðvitað fylgst vel með og sótt námskeið bæði á netinu og ferðalögum um heiminn. Ég er alltaf eitthvað að spá og skoða og á einnig gott net af fræðimönnum úti um allan heim. Ég er mjög lánsamur hvað það varðar.“ Friðrik Ingi hefur líka starfað náið með landsliðunum á sínum átta árum hjá KKÍ og verið á kafi í hlutunum. „Hluti af starfi mínu hjá KKÍ var að sýsla með landsliðsmálin og svo vann ég líka sem ákveðinn ráðgjafi þjálfaranna og landsliðsnefndar og síðar afreksnefndarinnar. Það eina sem mig vantaði var í raun bara flautan í munninn. En já, ég hef fylgst vel með fræðunum og horft á þúsundir leikja úr hinum ýmsu deildum. Þannig að fara út í þjálfun aftur er eitthvað sem ég er að skoða og hver veit nema maður verði mættur á parketið aftur von bráðar,“ segir hann.Friðrik Ingi fagnar með Grindvíkingum.Ný ævintýri bíða Komnar eru tvær vikur síðan Friðrik Ingi gekk út af skrifstofu sinni hjá KKÍ sem framkvæmdastjóri í síðasta skipti og saknar hann eðlilega starfsins. Hann reynir þó að líta á björtu hliðarnar og gráta það sem gerst hefur ekki of mikið. „Ég hef það bara ágætt. Maður tekur þann pól í hæðina að reyna að horfa jákvætt á lífið. Það eru margir sem hafa það verra en ég. Það er eins og með svo margt í þessu lífshlaupi, maður getur ekki stýrt öllu. Ég var mjög ánægður hjá sambandinu og fannst einstaklega gaman að eiga samskipti við alla hreyfinguna. Allt frá yngri flokka leikmönnum til þjálfara í efstu deild. En þessi kafli er bara búinn í bili og ég staldra ekki lengur við það. Nú bíður maður bara eftir næstu ævintýrum,“ segir Friðrik Ingi. Margir sakna Friðriks Inga úr starfinu en Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, ritaði langan póst á Facebook-síðu sína þar sem hann mærði störf Njarðvíkingsins og þá sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Vísi að hann myndi svo sannarlega sakna Friðriks. Hann væri drifkrafturinn á bak við körfuknattleikssambandið. „Ég væri auðvitað að ljúga ef ég viðurkenndi ekki að þessar kveðjur yljuðu mér um hjartarætur. Ég hef fengið gríðarlega mikil viðbrögð úr ótrúlegustu áttum bæði hérlendis og erlendis. Það er bara gaman að því. Ég er þakklátur fyrir að menn hugsa til mín og það gefur manni einnig aukinn kraft,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Sjá meira