Þakklátur fyrir að menn hugsi til mín Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2014 07:00 Friðrik Ingi er hér að stýra landsliðsæfingu fyrir nokkrum árum. Hann er orðaður við landsliðið aftur í dag. fréttablaðið/heiða „Það er alveg góður möguleiki á því að ég byrji að þjálfa aftur einn góðan veðurdag,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson í samtali við Fréttablaðið en hann þurfti að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands um síðustu mánaðamót vegna hagræðingar í rekstri sambandsins. Friðrik Ingi er margverðlaunaður þjálfari en hann tók við uppeldisfélagi sínu Njarðvík rétt skriðinn yfir tvítugt og gerði það að Íslandsmeisturum. Hann skilaði svo bikarmeistaratitli í hús sem þjálfari Grindavíkur árið 2006 áður en hann lét af störfum um sumarið og réð sig til KKÍ.Ekki dregist aftur úr „Þjálfun hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu. Það er alltaf stutt í það að maður hugsi eins og þjálfari þegar maður fylgist með einhverjum leik. Maður er alltaf að spá í ýmsa hluti sem aðrir kannski horfa ekki til,“ segir Friðrik Ingi sem segist ekki standa kollegum sínum að baki í dag þrátt fyrir að hafa ekki þjálfað í átta ár. „Ég hef auðvitað fylgst vel með og sótt námskeið bæði á netinu og ferðalögum um heiminn. Ég er alltaf eitthvað að spá og skoða og á einnig gott net af fræðimönnum úti um allan heim. Ég er mjög lánsamur hvað það varðar.“ Friðrik Ingi hefur líka starfað náið með landsliðunum á sínum átta árum hjá KKÍ og verið á kafi í hlutunum. „Hluti af starfi mínu hjá KKÍ var að sýsla með landsliðsmálin og svo vann ég líka sem ákveðinn ráðgjafi þjálfaranna og landsliðsnefndar og síðar afreksnefndarinnar. Það eina sem mig vantaði var í raun bara flautan í munninn. En já, ég hef fylgst vel með fræðunum og horft á þúsundir leikja úr hinum ýmsu deildum. Þannig að fara út í þjálfun aftur er eitthvað sem ég er að skoða og hver veit nema maður verði mættur á parketið aftur von bráðar,“ segir hann.Friðrik Ingi fagnar með Grindvíkingum.Ný ævintýri bíða Komnar eru tvær vikur síðan Friðrik Ingi gekk út af skrifstofu sinni hjá KKÍ sem framkvæmdastjóri í síðasta skipti og saknar hann eðlilega starfsins. Hann reynir þó að líta á björtu hliðarnar og gráta það sem gerst hefur ekki of mikið. „Ég hef það bara ágætt. Maður tekur þann pól í hæðina að reyna að horfa jákvætt á lífið. Það eru margir sem hafa það verra en ég. Það er eins og með svo margt í þessu lífshlaupi, maður getur ekki stýrt öllu. Ég var mjög ánægður hjá sambandinu og fannst einstaklega gaman að eiga samskipti við alla hreyfinguna. Allt frá yngri flokka leikmönnum til þjálfara í efstu deild. En þessi kafli er bara búinn í bili og ég staldra ekki lengur við það. Nú bíður maður bara eftir næstu ævintýrum,“ segir Friðrik Ingi. Margir sakna Friðriks Inga úr starfinu en Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, ritaði langan póst á Facebook-síðu sína þar sem hann mærði störf Njarðvíkingsins og þá sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Vísi að hann myndi svo sannarlega sakna Friðriks. Hann væri drifkrafturinn á bak við körfuknattleikssambandið. „Ég væri auðvitað að ljúga ef ég viðurkenndi ekki að þessar kveðjur yljuðu mér um hjartarætur. Ég hef fengið gríðarlega mikil viðbrögð úr ótrúlegustu áttum bæði hérlendis og erlendis. Það er bara gaman að því. Ég er þakklátur fyrir að menn hugsa til mín og það gefur manni einnig aukinn kraft,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson. Dominos-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
„Það er alveg góður möguleiki á því að ég byrji að þjálfa aftur einn góðan veðurdag,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson í samtali við Fréttablaðið en hann þurfti að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands um síðustu mánaðamót vegna hagræðingar í rekstri sambandsins. Friðrik Ingi er margverðlaunaður þjálfari en hann tók við uppeldisfélagi sínu Njarðvík rétt skriðinn yfir tvítugt og gerði það að Íslandsmeisturum. Hann skilaði svo bikarmeistaratitli í hús sem þjálfari Grindavíkur árið 2006 áður en hann lét af störfum um sumarið og réð sig til KKÍ.Ekki dregist aftur úr „Þjálfun hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu. Það er alltaf stutt í það að maður hugsi eins og þjálfari þegar maður fylgist með einhverjum leik. Maður er alltaf að spá í ýmsa hluti sem aðrir kannski horfa ekki til,“ segir Friðrik Ingi sem segist ekki standa kollegum sínum að baki í dag þrátt fyrir að hafa ekki þjálfað í átta ár. „Ég hef auðvitað fylgst vel með og sótt námskeið bæði á netinu og ferðalögum um heiminn. Ég er alltaf eitthvað að spá og skoða og á einnig gott net af fræðimönnum úti um allan heim. Ég er mjög lánsamur hvað það varðar.“ Friðrik Ingi hefur líka starfað náið með landsliðunum á sínum átta árum hjá KKÍ og verið á kafi í hlutunum. „Hluti af starfi mínu hjá KKÍ var að sýsla með landsliðsmálin og svo vann ég líka sem ákveðinn ráðgjafi þjálfaranna og landsliðsnefndar og síðar afreksnefndarinnar. Það eina sem mig vantaði var í raun bara flautan í munninn. En já, ég hef fylgst vel með fræðunum og horft á þúsundir leikja úr hinum ýmsu deildum. Þannig að fara út í þjálfun aftur er eitthvað sem ég er að skoða og hver veit nema maður verði mættur á parketið aftur von bráðar,“ segir hann.Friðrik Ingi fagnar með Grindvíkingum.Ný ævintýri bíða Komnar eru tvær vikur síðan Friðrik Ingi gekk út af skrifstofu sinni hjá KKÍ sem framkvæmdastjóri í síðasta skipti og saknar hann eðlilega starfsins. Hann reynir þó að líta á björtu hliðarnar og gráta það sem gerst hefur ekki of mikið. „Ég hef það bara ágætt. Maður tekur þann pól í hæðina að reyna að horfa jákvætt á lífið. Það eru margir sem hafa það verra en ég. Það er eins og með svo margt í þessu lífshlaupi, maður getur ekki stýrt öllu. Ég var mjög ánægður hjá sambandinu og fannst einstaklega gaman að eiga samskipti við alla hreyfinguna. Allt frá yngri flokka leikmönnum til þjálfara í efstu deild. En þessi kafli er bara búinn í bili og ég staldra ekki lengur við það. Nú bíður maður bara eftir næstu ævintýrum,“ segir Friðrik Ingi. Margir sakna Friðriks Inga úr starfinu en Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, ritaði langan póst á Facebook-síðu sína þar sem hann mærði störf Njarðvíkingsins og þá sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Vísi að hann myndi svo sannarlega sakna Friðriks. Hann væri drifkrafturinn á bak við körfuknattleikssambandið. „Ég væri auðvitað að ljúga ef ég viðurkenndi ekki að þessar kveðjur yljuðu mér um hjartarætur. Ég hef fengið gríðarlega mikil viðbrögð úr ótrúlegustu áttum bæði hérlendis og erlendis. Það er bara gaman að því. Ég er þakklátur fyrir að menn hugsa til mín og það gefur manni einnig aukinn kraft,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira