Novav Djokovic er Wimbledon-meistari karla eftir sigur á Roger Federer í mögnuðum úrslitaleik, en rimman fór í oddasett.
Federer vann fyrsta settið 7-6 eftir upphækkun, en Djokovic sigraði næstu tvö; 6-4 og 7-6. Þriðja settið fór einnig í upphækkun og mikil spenna var í Wimbledon.
Fjórða settið var ævintýralegt. Federer lenti 5-2 undir, en vann settið 7-5 og því þurfti að grípa til oddasetts.
Þar var spennan mikil og staðan var 4-4 á tímapunkti. Þá gaf Federer aðeins eftir og Djokovic vann næstu tvær lotur og vann settið, 6-4 og varð Wimbledon-meistari.
Þetta er í annað skiptið á ferlinum sem Djokovic vinnur Wimbledon-mótið, en hann vann Spánverjann Rafael Nadal í úrslitaleiknum 2011.

