Réttindi góða fólksins Frosti Logason skrifar 20. nóvember 2014 07:00 Það er mjög gott að búa á Íslandi. Hér njóta allir ákveðinna grundvallaréttinda sem ekki verða af þeim tekin og eru vernduð af sjöunda kafla stjórnarskrár Íslands, mannréttindakaflanum. Mannréttindum er gjarnan skipt niður í frelsi og réttindi. Ég er hrifnastur af frelsinu til tjáningar og svo trúfrelsinu. Ég myndi ekki vilja búa í landi þar sem allt er ritskoðað og hægt er að skerða málfrelsi manna. Ég vil að allir eigi kost á því að segja skoðanir sínar umbúðalaust. Nema þegar ég er ósammála viðkomandi. Þá getur auðvitað verið rétt í ákveðnum tilvikum að banna fólki að tjá sig. Hér á Íslandi kærum við góða fólkið okkur ekki um að fá stefnumótaráðgjafann Julien Blanc í heimsókn. Hann hefur tilkynnt á vefsíðu sinni að hann sé væntanlegur til Íslands í júní á næsta ári til að halda námskeið fyrir karlmenn um hvernig sé best að ná sér í konur, niðurlægja þær og láta þær hlýða. Ég er einn af þeim fáu sem átta sig á því að þetta er ekki í lagi. Almenningur á Íslandi gerir sér ekki grein fyrir hversu rangt þetta er þannig að ég skerst í leikinn. Ég deili greinum af knúz.is og hvet fólk til þess að sniðganga viðburðinn ef okkur tekst ekki að stöðva komu mannsins með undirskriftalistum á netinu. Þannig get ég látið ljós mitt skína á samfélagsmiðlum og komið fólki í skilning um hversu frábær manneskja ég er. Tjáningarfrelsið er jú til þess að vernda réttar skoðanir og engar aðrar. Trúfrelsisákvæðið er svo auðvitað til þess að vernda kristna menningu okkar og tryggja það að við getum flutt skólabörnum boðskap Jesú Krists. Ekki til þess að leyfa múslimum að byggja moskur. Við erum jú kristin þjóð. Já, ég fagna því að á Íslandi geta menn tjáð skoðanir sínar um hvaða málefni sem er en á sama tíma geri ég þá kröfu að skoðanir sem samræmast ekki mínum eigin verði bannaðar með öllu. Svona er ég nú frábær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Það er mjög gott að búa á Íslandi. Hér njóta allir ákveðinna grundvallaréttinda sem ekki verða af þeim tekin og eru vernduð af sjöunda kafla stjórnarskrár Íslands, mannréttindakaflanum. Mannréttindum er gjarnan skipt niður í frelsi og réttindi. Ég er hrifnastur af frelsinu til tjáningar og svo trúfrelsinu. Ég myndi ekki vilja búa í landi þar sem allt er ritskoðað og hægt er að skerða málfrelsi manna. Ég vil að allir eigi kost á því að segja skoðanir sínar umbúðalaust. Nema þegar ég er ósammála viðkomandi. Þá getur auðvitað verið rétt í ákveðnum tilvikum að banna fólki að tjá sig. Hér á Íslandi kærum við góða fólkið okkur ekki um að fá stefnumótaráðgjafann Julien Blanc í heimsókn. Hann hefur tilkynnt á vefsíðu sinni að hann sé væntanlegur til Íslands í júní á næsta ári til að halda námskeið fyrir karlmenn um hvernig sé best að ná sér í konur, niðurlægja þær og láta þær hlýða. Ég er einn af þeim fáu sem átta sig á því að þetta er ekki í lagi. Almenningur á Íslandi gerir sér ekki grein fyrir hversu rangt þetta er þannig að ég skerst í leikinn. Ég deili greinum af knúz.is og hvet fólk til þess að sniðganga viðburðinn ef okkur tekst ekki að stöðva komu mannsins með undirskriftalistum á netinu. Þannig get ég látið ljós mitt skína á samfélagsmiðlum og komið fólki í skilning um hversu frábær manneskja ég er. Tjáningarfrelsið er jú til þess að vernda réttar skoðanir og engar aðrar. Trúfrelsisákvæðið er svo auðvitað til þess að vernda kristna menningu okkar og tryggja það að við getum flutt skólabörnum boðskap Jesú Krists. Ekki til þess að leyfa múslimum að byggja moskur. Við erum jú kristin þjóð. Já, ég fagna því að á Íslandi geta menn tjáð skoðanir sínar um hvaða málefni sem er en á sama tíma geri ég þá kröfu að skoðanir sem samræmast ekki mínum eigin verði bannaðar með öllu. Svona er ég nú frábær.