Prinsipp og pukur í Seðlabankanum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 13. mars 2014 07:00 Undarlegt mál, sem hófst með því að fyrrverandi ríkisstjórn gekk á bak orða sinna gagnvart Má Guðmundssyni seðlabankastjóra og lét lækka laun hans, hefur orðið furðulegra eftir því sem frá líður. Launalækkun Más var liður í almennri launalækkun ríkisforstjóra, samkvæmt þeirri misráðnu stefnu fyrri ríkisstjórnar að enginn ríkisstarfsmaður ætti að hafa hærri laun en forsætisráðherra. Ástæðan fyrir því að það var vitlaus stefna er að ríkið verður að vera samkeppnisfært um fólk sem er miklu hæfara, eftirsóttara og þar af leiðandi dýrara en flestir þeir sem setið hafa á stóli forsætisráðherra undanfarin ár. Gagnvart nýráðnum seðlabankastjóra var ráðstöfunin enn sérkennilegri en ella af því að ríkisvaldið, sem beitti sér fyrir launalækkuninni, var nýbúið að semja við hann um mun hærri laun. Málshöfðun seðlabankastjórans gagnvart Seðlabankanum var svo enn ein furðulega og fordæmalausa vendingin. Dómstólar, bæði héraðsdómur og Hæstiréttur, komust hins vegar að þeirri niðurstöðu að ríkið hefði verið í fullum rétti að lækka laun seðlabankastjórans eins og annarra ríkisforstjóra. Eftir að upplýst var að Seðlabankinn hefði greitt málskostnað Más vegna málarekstursins hafa Már og Lára V. Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, haldið því fram að um prinsippmál hafi verið að ræða, sem varðaði sjálfstæði bankans; að mikilvægt hafi verið að fá úr því skorið hvort stjórnvöldum væri stætt á því að lækka laun seðlabankastjórans einhliða. Már Guðmundsson hefur réttilega bent á fordæmi fyrir slíku erlendis frá og að stjórnvöld gætu viljað klekkja á seðlabankastjóra ef þau væru til dæmis óánægð með vaxtastefnuna. Það er vissulega mikilvægt að standa vörð um sjálfstæði Seðlabankans, líka að þessu leyti. En í þessu tiltekna máli er ekki um það að ræða að aðgerð stjórnvalda hafi beinzt að seðlabankastjóranum sérstaklega. Launalækkunin var almenn aðgerð, sem gekk jafnt yfir stóran hóp embættismanna og stjórnenda ríkisstofnana. Annað sem bendir til að þessi skýring sé eftirá- eða hentiskýring, er sú leynd sem virðist hafa hvílt yfir ákvörðun bankaráðsformannsins um að greiða málskostnað bankastjórans. Bankaráðsmenn segjast ekki hafa vitað af henni og lögmaður bankans í málinu sem Már höfðaði vissi ekki af henni. Það sem er svo sýnu alvarlegast, er að þegar þáverandi fjármálaráðherra leitaði eftir svörum hjá bankanum til að geta upplýst Alþingi, greindi bankinn ekki frá ákvörðuninni um að greiða málskostnað bankastjórans, þrátt fyrir að hún hefði þá þegar verið tekin. Seðlabankinn hefur nú viðurkennt að sú upplýsingagjöf hafi verið „villandi“. Þetta mál er ekki smámál eða stormur í vatnsglasi, eins og Lára V. Júlíusdóttir orðaði það í Fréttablaðinu í gær. Það snýst um meðferð almannafjár og líka gegnsæi og traust í opinberri stjórnsýslu. Ef forsvarsmenn Seðlabankans voru svona vissir um að um mikilvægt prinsippmál væri að ræða, áttu ákvarðanir um að greiða málskostnað bankastjórans að sjálfsögðu að vera opinberar. Pukrið gefur hins vegar til kynna að þeim hafi ekki liðið vel með þær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Undarlegt mál, sem hófst með því að fyrrverandi ríkisstjórn gekk á bak orða sinna gagnvart Má Guðmundssyni seðlabankastjóra og lét lækka laun hans, hefur orðið furðulegra eftir því sem frá líður. Launalækkun Más var liður í almennri launalækkun ríkisforstjóra, samkvæmt þeirri misráðnu stefnu fyrri ríkisstjórnar að enginn ríkisstarfsmaður ætti að hafa hærri laun en forsætisráðherra. Ástæðan fyrir því að það var vitlaus stefna er að ríkið verður að vera samkeppnisfært um fólk sem er miklu hæfara, eftirsóttara og þar af leiðandi dýrara en flestir þeir sem setið hafa á stóli forsætisráðherra undanfarin ár. Gagnvart nýráðnum seðlabankastjóra var ráðstöfunin enn sérkennilegri en ella af því að ríkisvaldið, sem beitti sér fyrir launalækkuninni, var nýbúið að semja við hann um mun hærri laun. Málshöfðun seðlabankastjórans gagnvart Seðlabankanum var svo enn ein furðulega og fordæmalausa vendingin. Dómstólar, bæði héraðsdómur og Hæstiréttur, komust hins vegar að þeirri niðurstöðu að ríkið hefði verið í fullum rétti að lækka laun seðlabankastjórans eins og annarra ríkisforstjóra. Eftir að upplýst var að Seðlabankinn hefði greitt málskostnað Más vegna málarekstursins hafa Már og Lára V. Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, haldið því fram að um prinsippmál hafi verið að ræða, sem varðaði sjálfstæði bankans; að mikilvægt hafi verið að fá úr því skorið hvort stjórnvöldum væri stætt á því að lækka laun seðlabankastjórans einhliða. Már Guðmundsson hefur réttilega bent á fordæmi fyrir slíku erlendis frá og að stjórnvöld gætu viljað klekkja á seðlabankastjóra ef þau væru til dæmis óánægð með vaxtastefnuna. Það er vissulega mikilvægt að standa vörð um sjálfstæði Seðlabankans, líka að þessu leyti. En í þessu tiltekna máli er ekki um það að ræða að aðgerð stjórnvalda hafi beinzt að seðlabankastjóranum sérstaklega. Launalækkunin var almenn aðgerð, sem gekk jafnt yfir stóran hóp embættismanna og stjórnenda ríkisstofnana. Annað sem bendir til að þessi skýring sé eftirá- eða hentiskýring, er sú leynd sem virðist hafa hvílt yfir ákvörðun bankaráðsformannsins um að greiða málskostnað bankastjórans. Bankaráðsmenn segjast ekki hafa vitað af henni og lögmaður bankans í málinu sem Már höfðaði vissi ekki af henni. Það sem er svo sýnu alvarlegast, er að þegar þáverandi fjármálaráðherra leitaði eftir svörum hjá bankanum til að geta upplýst Alþingi, greindi bankinn ekki frá ákvörðuninni um að greiða málskostnað bankastjórans, þrátt fyrir að hún hefði þá þegar verið tekin. Seðlabankinn hefur nú viðurkennt að sú upplýsingagjöf hafi verið „villandi“. Þetta mál er ekki smámál eða stormur í vatnsglasi, eins og Lára V. Júlíusdóttir orðaði það í Fréttablaðinu í gær. Það snýst um meðferð almannafjár og líka gegnsæi og traust í opinberri stjórnsýslu. Ef forsvarsmenn Seðlabankans voru svona vissir um að um mikilvægt prinsippmál væri að ræða, áttu ákvarðanir um að greiða málskostnað bankastjórans að sjálfsögðu að vera opinberar. Pukrið gefur hins vegar til kynna að þeim hafi ekki liðið vel með þær.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun