Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 86-93 | Craion var Breiðhyltingum erfiður Anton Ingi Leifsson í Hertz-hellinum skrifar 16. október 2014 14:27 Björn Kristjánsson. Vísir/Valli KR vann ÍR í Dominos-deild karla í kvöld, 93-86, en hrikaleg seigla var í KR-liðinu. KR-ingar voru aðeins sterkari í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik varð þetta að hröðum, skemmtilegum og spennandi leik. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar, en þegar KR-ingar höfðu skorað 10 stig hafði Michael Craion skorað átta af fyrstu tíu stigum gestana. Jafnræði var með liðunum þangað til staðan var 20-20 alveg undir lok fyrri hálfleiks þegar gestirnir tóku völdin og skoruðu tíu næstu stig. Staðan eftir fyrsta leikhluta 20-30. Í öðrum leikhluta stefndi þetta í svipðaan leik og KR-ingar leiddu nokkuð þægilega. Heimamenn voru mikið að missa boltann og gestirnir að refsa með hröðum upphlaupum. Bjarna Magnússyni, þjálfara ÍR, var nóg boðið og hann hók meðal annars tvö leikhlé með stuttu millibili. Við það vöknuðu hans menn; unnu boltann og menn sem voru ekki að hitta byrjuðu að hitta. Þeir komust smátt og smátt nær og nær KR-ingum og Cristopher Gardingo, sem hafði verið afleitur, henti niður þrist nokkrum sekúndum fyrir leikslok og munurinn skyndilega orðinn tvö stig; 47-49. Michael Craion var kominn með 21 stig fyrir gestina í hálfleik auk þess að taka sjö fráköst, en atkvæðamestur heimamanna var Matthías Orri Sigurðarson sem fyrr með 16 stig. Þriðji leikhlutinn byrjaði á eitt stykki þrist frá Christopher Gardino og það gaf fyrirheitin hjá ÍR. Þeir voru ákafir og gáfu allt sitt í leikinn á meðan KR-ingar virkuðu dálítið stjórnlausir. Þeir söknuðu Pavels Ermolinskji mikið og það vantaði eitthvern til að stýra sóknarleiknum. Staðan eftir þriðja leikhluta var 69-66, heimamönnum í vil. KR liðið er gífurlega seigt og það var aldrei langt undan. Þeir komust svo yfir þegar sjö mínútur voru til leiksloka og gáfu forystuna aldrei frá sér. Gestirnir voru byrjaðir að spila sterka vörn og þegar sex mínútur voru liðnar af lokaleikhlutanum höfðu ÍR ekki skorað. Það er ekki vænlegt til árangurs. KR-vélin mallaði svo og lokaniðurstaðan sjö stiga sigur KR, 86-93. Það var seiglan og reynslan í KR-liðinu í leikmönnum eins og Helga Má Magnússyni, Darra Hilmarssyni og Brynjari Björnssyni sem gerði útslagið. Í fjórða leikhlutanum þegar spennan var mikil reyndust þeir sterkari á taugunum og töpuðu færi boltum en heimamenn. Michael Craion var frábær, þá sérstaklega í fyrri hálfleik í liði KR. Hann skoraði átta af fyrstu tíu stigum KR og hélt svo áfram. Hann var þó mun betri í fyrri hálfleik en þeim síðari, en í þeim síðari blokkaði hann þó leikmenn ÍR-inga oft grátt. Hann skoraði alls 33 stig og tók fimmtán fráköst. Brynjar Þór Björnsson skoraði 16 stig, en hann hefur oft hitt betur úr sínum þriggja stiga skotum. Matthías Orri Sigurðarson átti rosalega fínan leik gegn sínum gömlu félögum í KR. Hann skoraði 29 stig, tók fjögur fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Sveinbjörn Claessen skoraði fimmtán stig og gaf sex fráköst.Bjarni: Er ekkert stressaður „Við byrjuðum illa, en unnum okkur inn í leikinn. Vorum komnir yfir svo, en sýndum ekki nægilega mikla áræðni í fjórða leikhlutanum," sagði Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR í leikslok. „Við fórum að gera sóknarlega hluti illa sem við höfðum fram að því gert vel og fengum á okkur alltof mikið af hraðaupphlaupum í markið. Við vildum forðast það því það er einn af styrkjum KR." „Í öðrum leikhluta sýndum við grimmd og hörku og komum til baka, bæði sóknarlega og varnarlega. Við sýndum áræðni og þor, en svo duttum við á hælana sóknarlega." „Við vorum að bíða eftir að næsta maður framkvæmdi og vorum hikandi í öllum aðgerðum til að mynda skotum. Það gengur ekki gegn KR og þeir refsuðu okkur bara með hraðaupphlaupum og það drap okkur dálítið," sem sá þó fullt af jákvæðum punktum en ÍR liðið stóð í afar sterku liði KR. „Jákvæði hlutinn er að við sýndum dug og áræðni og komum til baka. Við bjuggum til leik, en okkur vantaði smá kraft að halda forskotinu aðeins lengur. Jákvæða er að við sýndum fínan varnarleik á köflum og fínan sóknarleik." ÍR er með 0 stig eftir 2 leiki og þyrstir í fyrsta sigurinn. „Ég vil alltaf frekar vinna en tapa. Ég er ekekrt stressaður. Mér fannst við eiga möguleika í þessum leik, en við vorum að spila gegn frábæru liði. Við þurfum að bæta aðeins í ef við ætlum að ná fyrsta sigrinum úti gegn Njarðvík í næstu umferð, en við erum staðráðnir í því," sagði Bjarni að lokum.Finnur: Að finna leiðir er mikilvægt „Það er óhætt að segja það að þetta hafi verið kaflaskipt. Planið gekk vel til að byrja með, en við fórum út úr planinu og hleyptum ÍR inn í leikinn," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í leikslok. „ÍR-ingarnir gerðu þetta vel í kvöld. Þeir nýttu sína styrkleika, en varnarlega vorum við afar slappir hérna í kvöld. Sem betur fer sýndum við karakter og kláruðum þennan leik." „Við vorum að fá á okkur allt of mikið af auðveldum körfum og þegar það gerist ætla menn að gera þetta sjálfir. Menn taka skot eftir örfáar sendingar og skotin voru ekki að detta. Brynjar, Darri og Helgi voru að klikka þristum sem þeir setja niður venjulega." „Þegar það gerist þá fer ákveðinn vítahringur í gang, en Hörður Helgi átti frábæra innkomu og vörnin hertist undir lok þriðja leikhluta og þá fannst mér þetta þróast í rétta átt." „Eins ósáttur og ég er með spilamennskuna þá er ég ánægður með hvernig við brugðumst við þegar við lentum undir. Við biðum ekki fram á síðustu sekúndu. Síðustu fimmtán mínútur voru góðar. Að finna leiðir er alltaf mikilvægt í íþróttum og fundum leið í dag." „Ég vil vinna alla leiki og það sem ég hef áhyggjur af er að spilamennskan í dag var ekki nægilega góð. Tímabilið er nýbyrjað og við þurfum að halda áfram að bæta okkur," sagði Finnur í leikslok.ÍR-KR 86-93 (20-30, 27-19, 22-17, 17-27)ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 29/4 fráköst/5 stoðsendingar, Christopher Gardingo 18/12 fráköst, Sveinbjörn Claessen 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 8, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 8, Leifur Steinn Arnason 4, Vilhjálmur Theodór Jónsson 4/4 fráköst, Birgir Þór Sverrisson 0, Sæþór Elmar Kristjánsson 0, Ragnar Örn Bragason 0, Friðrik Hjálmarsson 0, Daníel Freyr Friðriksson 0.KR: Michael Craion 33/15 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 16, Hörður Helgi Hreiðarsson 12/5 fráköst, Helgi Már Magnússon 12/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 9, Darri Hilmarsson 8/4 fráköst, Björn Kristjánsson 3/5 stoðsendingar, Illugi Steingrímsson 0, Högni Fjalarsson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 0, Darri Freyr Atlason 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0.Leiklýsing:Leik lokið (86-93): KR-ingar með sigur. Nánari umfjöllun og viðtöl koma inná vefinn síðar í kvöld.39. mínúta (78-89): Ellefu stig og 1:08 eftir. Erfit fyrir heimamenn úr þessu.38. mínúta (77-83): Átta stig í röð frá ÍR og Finnur Freyr tekur leikhlé. 2:22 eftir.37. mínúta (69-83): ÍR ekki enn skorað í fjórða leikhlutanum. Það þarf ekki að segja mikið meir.35. mínúta (69-78): KR segilan er að sigla þessu heim.32. mínúta (69-72): Helgi henti niður þrist og kemur KR-ingum yfir. Craion setur niður körfu góða, en ÍR-ingar eru að missa boltann alltof glatt.31. mínúta (69-67): Hér sýður allt uppúr. Brynjar Þór Björnsson fer í hraðaupphlaup og Björgvin Hafþór eltir hann uppi. Hann brýtur á honum, en Georg Andersen ákveður að dæma óíþróttamannslega villu. Það verður allt vitlaust og ÍR-ingar eru svo langt því frá að vera ánægðir með þennan dóm. Þetta var hrikalega vafasamur dómur, vægast sagt.Þriðja leikluta lokið (69-66): Vá hér er spennan rafmögnuð. ÍR-ingar leiða með þremur stigum fyrir síðasta leikhlutann. Það vantar eitthvern til að stýra spilinu hjá KR. Þeir sakna Pavels mikið. Matthías Orri er kominn í 22 stigin, en það hefur dregið svakalega af Craion sem er með 23 stig.27. mínúta (61-55): Kristján Pétur með rosalegan þrist sem engum leist á, en niður fór hann. Sex stiga munur.26. mínúta (58-55): Brynjar með tvist, en hann hefur oft hitt betur úr þriggja stiga skotunum sínum.24. mínúta (58-53): Tvö víti niður frá félaga mínum Gardingo og fimm stiga forysta hvítklædda heimamanna.22. mínúta (50-49): Gardingo er ekkert hættur. Hann hendir í annan þrist og kemur gestunum yfir.Hálfleiks-tölfræði: Matthías Orri Sigurðarson er með 16 stig fyrir ÍR og Sveinbjörn Claessen með ellefu stig. Gardingo hefur skorað sjö stig auk þess að taka sex fráköst. Hjá KR er Michael Craion langstigahæstur en hann er með 21 stig og sjö fráköst. Brynjar Þór Björnsson er með tíu stig.Hálfleikur (47-49): Jæja. Þetta er svo fljótt að breytast. Munurinn var rúmlega tíu stig fyrir ekki svo löngu, en sterkur annar leikhluti ÍR-inga heldur þessu í hörkuleik hérna. Christopher Gardingo sem hafði nánast ekkert hitt, henti niður þrist hérna í lok leikhlutans og minnkaði muninn í tvö stig.18. mínúta (40-47): Góður kafli hjá ÍR sem skora sjö stig í röð og minnka muninn í sjö stig. Talan sjö áberandi!16. mínúta (33-47): KR-ingar eru ógnarsterkir. Um leið og ÍR-ingar tapa boltann geysast gestirnir upp og skora auðveldar körfur. Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, er langt því frá að vera ánægður með sína menn og tekur sitt annað leikhlé í þessum leikhluta.14. mínúta (31-38): Munurinn sjö stig. Leikurinn helst svipaður. Fínn hraði og ágætis skemmtileg heit.12. mínúta (27-36): Níu stiga munur. Kristján Pétur var að setja niður þrist fyrir ÍR-inga.1. leikhluta lokið (20-30): Fyrsta leikhluta lokið. Tíu stiga munur. Craion verið magnaður. Hann er strax kominn með 17 stig eftir fyrsta leikhluta! Þvílíkur maður, auk þess að taka sex fráköst. Matthías Orri er með níu stig hjá ÍR og Sveinbjörn sjö. Góður kafli undir lok fyrri fyrsta leikhluta sem lagði grunninn að þessum mun hjá KR.8. mínúta (20-23): Craion kominn með þrettán stig. Matthías Orri níu fyrir heimamenn. Hér er stuð, rafmagnað stuð!6. mínúta (15-16): Christopher Gardina með eitt stykki troðslu sem stuðningsmenn ÍR taka rosalega vel í, en Brynjar Þór svarar með þrist fyrir KR.4. mínúta (9-10): Craion með 8 stig af 10 hjá KR. Björgvin Hafþór minnkar muninn í eitt stig með að setja niður tvö víti fyrir ÍR.2. mínúta (7-4): Sveinbjörn með fyrsta þrist kvöldsins. Craion er rosalegur undir körfunni.1. mínúta (2-0): Matthías Orri er fyrstur á blað. Það kemur engum á óvart. Fyrir leik: Bóas, stuðningsmaður númer eitt hjá KR er að sjálfsögðu mættur og með fánann góða. Hann á eftir að láta vel í sér heyra. Það er 100% öruggt.Fyrir leik: Búið er að kynna liðin og eru um fimm mínútur þangað til veislan hefst hérna í Breiðholtinu. Menn eru að tala um að þetta verði hörkuleikur! Vonum það.Fyrir leik: Pavel Ermolinskji spilar ekki í kvöld líkt og í fyrri leiknum, en Pavel glímir við meiðsli. Hann er þessa stundina að gera alls kyns æfingar hér hliðiná vellinum. Toppmaður.Fyrir leik: Dómarar í Hertz-hellinum í kvöld eru þeir Sigmundur Már Herbertsson, Jón Bender og Georg Andersen. Eftirlitsmaður KKÍ er Bergur Þór Steingrímsson.Fyrir leik: KR var spá 1. sæti í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en ÍR-ingum var þar spá 11. sæti og falli í 1. deild.Fyrir leik: KR-ingar unnu alla 11 útileiki sína í deildarkeppninni í fyrra þar á meðal nauman tveggja stiga sigur í Seljaskólanum.Fyrir leik: KR vann 92-78 stiga sigur á Njarðvík í fyrstu umferð þar sem Michael Craion var með 29 stig og 18 fráköst.Fyrir leik: Leikstjórnandinn Björn Kristjánsson leysti Pavel Ermonlinskij af í byrjunarliðinu á móti Njarðvík og endaði sem stigahæsti íslenski leikmaður Vesturbæjarliðsins með 15 stig.Fyrir leik: ÍR tapaði með tíu stiga mun á móti Þór í Þorlákshöfn í fyrsta leik, 83-93, þrátt fyrir stórleik frá Matthíasi Orra Sigurðarsyni sem var með 24 stig, 7 frðáköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Sveinbjörn Claessen var með 19 stig en hann hitti úr 8 af 10 skotum sínum. Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
KR vann ÍR í Dominos-deild karla í kvöld, 93-86, en hrikaleg seigla var í KR-liðinu. KR-ingar voru aðeins sterkari í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik varð þetta að hröðum, skemmtilegum og spennandi leik. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar, en þegar KR-ingar höfðu skorað 10 stig hafði Michael Craion skorað átta af fyrstu tíu stigum gestana. Jafnræði var með liðunum þangað til staðan var 20-20 alveg undir lok fyrri hálfleiks þegar gestirnir tóku völdin og skoruðu tíu næstu stig. Staðan eftir fyrsta leikhluta 20-30. Í öðrum leikhluta stefndi þetta í svipðaan leik og KR-ingar leiddu nokkuð þægilega. Heimamenn voru mikið að missa boltann og gestirnir að refsa með hröðum upphlaupum. Bjarna Magnússyni, þjálfara ÍR, var nóg boðið og hann hók meðal annars tvö leikhlé með stuttu millibili. Við það vöknuðu hans menn; unnu boltann og menn sem voru ekki að hitta byrjuðu að hitta. Þeir komust smátt og smátt nær og nær KR-ingum og Cristopher Gardingo, sem hafði verið afleitur, henti niður þrist nokkrum sekúndum fyrir leikslok og munurinn skyndilega orðinn tvö stig; 47-49. Michael Craion var kominn með 21 stig fyrir gestina í hálfleik auk þess að taka sjö fráköst, en atkvæðamestur heimamanna var Matthías Orri Sigurðarson sem fyrr með 16 stig. Þriðji leikhlutinn byrjaði á eitt stykki þrist frá Christopher Gardino og það gaf fyrirheitin hjá ÍR. Þeir voru ákafir og gáfu allt sitt í leikinn á meðan KR-ingar virkuðu dálítið stjórnlausir. Þeir söknuðu Pavels Ermolinskji mikið og það vantaði eitthvern til að stýra sóknarleiknum. Staðan eftir þriðja leikhluta var 69-66, heimamönnum í vil. KR liðið er gífurlega seigt og það var aldrei langt undan. Þeir komust svo yfir þegar sjö mínútur voru til leiksloka og gáfu forystuna aldrei frá sér. Gestirnir voru byrjaðir að spila sterka vörn og þegar sex mínútur voru liðnar af lokaleikhlutanum höfðu ÍR ekki skorað. Það er ekki vænlegt til árangurs. KR-vélin mallaði svo og lokaniðurstaðan sjö stiga sigur KR, 86-93. Það var seiglan og reynslan í KR-liðinu í leikmönnum eins og Helga Má Magnússyni, Darra Hilmarssyni og Brynjari Björnssyni sem gerði útslagið. Í fjórða leikhlutanum þegar spennan var mikil reyndust þeir sterkari á taugunum og töpuðu færi boltum en heimamenn. Michael Craion var frábær, þá sérstaklega í fyrri hálfleik í liði KR. Hann skoraði átta af fyrstu tíu stigum KR og hélt svo áfram. Hann var þó mun betri í fyrri hálfleik en þeim síðari, en í þeim síðari blokkaði hann þó leikmenn ÍR-inga oft grátt. Hann skoraði alls 33 stig og tók fimmtán fráköst. Brynjar Þór Björnsson skoraði 16 stig, en hann hefur oft hitt betur úr sínum þriggja stiga skotum. Matthías Orri Sigurðarson átti rosalega fínan leik gegn sínum gömlu félögum í KR. Hann skoraði 29 stig, tók fjögur fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Sveinbjörn Claessen skoraði fimmtán stig og gaf sex fráköst.Bjarni: Er ekkert stressaður „Við byrjuðum illa, en unnum okkur inn í leikinn. Vorum komnir yfir svo, en sýndum ekki nægilega mikla áræðni í fjórða leikhlutanum," sagði Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR í leikslok. „Við fórum að gera sóknarlega hluti illa sem við höfðum fram að því gert vel og fengum á okkur alltof mikið af hraðaupphlaupum í markið. Við vildum forðast það því það er einn af styrkjum KR." „Í öðrum leikhluta sýndum við grimmd og hörku og komum til baka, bæði sóknarlega og varnarlega. Við sýndum áræðni og þor, en svo duttum við á hælana sóknarlega." „Við vorum að bíða eftir að næsta maður framkvæmdi og vorum hikandi í öllum aðgerðum til að mynda skotum. Það gengur ekki gegn KR og þeir refsuðu okkur bara með hraðaupphlaupum og það drap okkur dálítið," sem sá þó fullt af jákvæðum punktum en ÍR liðið stóð í afar sterku liði KR. „Jákvæði hlutinn er að við sýndum dug og áræðni og komum til baka. Við bjuggum til leik, en okkur vantaði smá kraft að halda forskotinu aðeins lengur. Jákvæða er að við sýndum fínan varnarleik á köflum og fínan sóknarleik." ÍR er með 0 stig eftir 2 leiki og þyrstir í fyrsta sigurinn. „Ég vil alltaf frekar vinna en tapa. Ég er ekekrt stressaður. Mér fannst við eiga möguleika í þessum leik, en við vorum að spila gegn frábæru liði. Við þurfum að bæta aðeins í ef við ætlum að ná fyrsta sigrinum úti gegn Njarðvík í næstu umferð, en við erum staðráðnir í því," sagði Bjarni að lokum.Finnur: Að finna leiðir er mikilvægt „Það er óhætt að segja það að þetta hafi verið kaflaskipt. Planið gekk vel til að byrja með, en við fórum út úr planinu og hleyptum ÍR inn í leikinn," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í leikslok. „ÍR-ingarnir gerðu þetta vel í kvöld. Þeir nýttu sína styrkleika, en varnarlega vorum við afar slappir hérna í kvöld. Sem betur fer sýndum við karakter og kláruðum þennan leik." „Við vorum að fá á okkur allt of mikið af auðveldum körfum og þegar það gerist ætla menn að gera þetta sjálfir. Menn taka skot eftir örfáar sendingar og skotin voru ekki að detta. Brynjar, Darri og Helgi voru að klikka þristum sem þeir setja niður venjulega." „Þegar það gerist þá fer ákveðinn vítahringur í gang, en Hörður Helgi átti frábæra innkomu og vörnin hertist undir lok þriðja leikhluta og þá fannst mér þetta þróast í rétta átt." „Eins ósáttur og ég er með spilamennskuna þá er ég ánægður með hvernig við brugðumst við þegar við lentum undir. Við biðum ekki fram á síðustu sekúndu. Síðustu fimmtán mínútur voru góðar. Að finna leiðir er alltaf mikilvægt í íþróttum og fundum leið í dag." „Ég vil vinna alla leiki og það sem ég hef áhyggjur af er að spilamennskan í dag var ekki nægilega góð. Tímabilið er nýbyrjað og við þurfum að halda áfram að bæta okkur," sagði Finnur í leikslok.ÍR-KR 86-93 (20-30, 27-19, 22-17, 17-27)ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 29/4 fráköst/5 stoðsendingar, Christopher Gardingo 18/12 fráköst, Sveinbjörn Claessen 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 8, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 8, Leifur Steinn Arnason 4, Vilhjálmur Theodór Jónsson 4/4 fráköst, Birgir Þór Sverrisson 0, Sæþór Elmar Kristjánsson 0, Ragnar Örn Bragason 0, Friðrik Hjálmarsson 0, Daníel Freyr Friðriksson 0.KR: Michael Craion 33/15 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 16, Hörður Helgi Hreiðarsson 12/5 fráköst, Helgi Már Magnússon 12/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 9, Darri Hilmarsson 8/4 fráköst, Björn Kristjánsson 3/5 stoðsendingar, Illugi Steingrímsson 0, Högni Fjalarsson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 0, Darri Freyr Atlason 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0.Leiklýsing:Leik lokið (86-93): KR-ingar með sigur. Nánari umfjöllun og viðtöl koma inná vefinn síðar í kvöld.39. mínúta (78-89): Ellefu stig og 1:08 eftir. Erfit fyrir heimamenn úr þessu.38. mínúta (77-83): Átta stig í röð frá ÍR og Finnur Freyr tekur leikhlé. 2:22 eftir.37. mínúta (69-83): ÍR ekki enn skorað í fjórða leikhlutanum. Það þarf ekki að segja mikið meir.35. mínúta (69-78): KR segilan er að sigla þessu heim.32. mínúta (69-72): Helgi henti niður þrist og kemur KR-ingum yfir. Craion setur niður körfu góða, en ÍR-ingar eru að missa boltann alltof glatt.31. mínúta (69-67): Hér sýður allt uppúr. Brynjar Þór Björnsson fer í hraðaupphlaup og Björgvin Hafþór eltir hann uppi. Hann brýtur á honum, en Georg Andersen ákveður að dæma óíþróttamannslega villu. Það verður allt vitlaust og ÍR-ingar eru svo langt því frá að vera ánægðir með þennan dóm. Þetta var hrikalega vafasamur dómur, vægast sagt.Þriðja leikluta lokið (69-66): Vá hér er spennan rafmögnuð. ÍR-ingar leiða með þremur stigum fyrir síðasta leikhlutann. Það vantar eitthvern til að stýra spilinu hjá KR. Þeir sakna Pavels mikið. Matthías Orri er kominn í 22 stigin, en það hefur dregið svakalega af Craion sem er með 23 stig.27. mínúta (61-55): Kristján Pétur með rosalegan þrist sem engum leist á, en niður fór hann. Sex stiga munur.26. mínúta (58-55): Brynjar með tvist, en hann hefur oft hitt betur úr þriggja stiga skotunum sínum.24. mínúta (58-53): Tvö víti niður frá félaga mínum Gardingo og fimm stiga forysta hvítklædda heimamanna.22. mínúta (50-49): Gardingo er ekkert hættur. Hann hendir í annan þrist og kemur gestunum yfir.Hálfleiks-tölfræði: Matthías Orri Sigurðarson er með 16 stig fyrir ÍR og Sveinbjörn Claessen með ellefu stig. Gardingo hefur skorað sjö stig auk þess að taka sex fráköst. Hjá KR er Michael Craion langstigahæstur en hann er með 21 stig og sjö fráköst. Brynjar Þór Björnsson er með tíu stig.Hálfleikur (47-49): Jæja. Þetta er svo fljótt að breytast. Munurinn var rúmlega tíu stig fyrir ekki svo löngu, en sterkur annar leikhluti ÍR-inga heldur þessu í hörkuleik hérna. Christopher Gardingo sem hafði nánast ekkert hitt, henti niður þrist hérna í lok leikhlutans og minnkaði muninn í tvö stig.18. mínúta (40-47): Góður kafli hjá ÍR sem skora sjö stig í röð og minnka muninn í sjö stig. Talan sjö áberandi!16. mínúta (33-47): KR-ingar eru ógnarsterkir. Um leið og ÍR-ingar tapa boltann geysast gestirnir upp og skora auðveldar körfur. Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, er langt því frá að vera ánægður með sína menn og tekur sitt annað leikhlé í þessum leikhluta.14. mínúta (31-38): Munurinn sjö stig. Leikurinn helst svipaður. Fínn hraði og ágætis skemmtileg heit.12. mínúta (27-36): Níu stiga munur. Kristján Pétur var að setja niður þrist fyrir ÍR-inga.1. leikhluta lokið (20-30): Fyrsta leikhluta lokið. Tíu stiga munur. Craion verið magnaður. Hann er strax kominn með 17 stig eftir fyrsta leikhluta! Þvílíkur maður, auk þess að taka sex fráköst. Matthías Orri er með níu stig hjá ÍR og Sveinbjörn sjö. Góður kafli undir lok fyrri fyrsta leikhluta sem lagði grunninn að þessum mun hjá KR.8. mínúta (20-23): Craion kominn með þrettán stig. Matthías Orri níu fyrir heimamenn. Hér er stuð, rafmagnað stuð!6. mínúta (15-16): Christopher Gardina með eitt stykki troðslu sem stuðningsmenn ÍR taka rosalega vel í, en Brynjar Þór svarar með þrist fyrir KR.4. mínúta (9-10): Craion með 8 stig af 10 hjá KR. Björgvin Hafþór minnkar muninn í eitt stig með að setja niður tvö víti fyrir ÍR.2. mínúta (7-4): Sveinbjörn með fyrsta þrist kvöldsins. Craion er rosalegur undir körfunni.1. mínúta (2-0): Matthías Orri er fyrstur á blað. Það kemur engum á óvart. Fyrir leik: Bóas, stuðningsmaður númer eitt hjá KR er að sjálfsögðu mættur og með fánann góða. Hann á eftir að láta vel í sér heyra. Það er 100% öruggt.Fyrir leik: Búið er að kynna liðin og eru um fimm mínútur þangað til veislan hefst hérna í Breiðholtinu. Menn eru að tala um að þetta verði hörkuleikur! Vonum það.Fyrir leik: Pavel Ermolinskji spilar ekki í kvöld líkt og í fyrri leiknum, en Pavel glímir við meiðsli. Hann er þessa stundina að gera alls kyns æfingar hér hliðiná vellinum. Toppmaður.Fyrir leik: Dómarar í Hertz-hellinum í kvöld eru þeir Sigmundur Már Herbertsson, Jón Bender og Georg Andersen. Eftirlitsmaður KKÍ er Bergur Þór Steingrímsson.Fyrir leik: KR var spá 1. sæti í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en ÍR-ingum var þar spá 11. sæti og falli í 1. deild.Fyrir leik: KR-ingar unnu alla 11 útileiki sína í deildarkeppninni í fyrra þar á meðal nauman tveggja stiga sigur í Seljaskólanum.Fyrir leik: KR vann 92-78 stiga sigur á Njarðvík í fyrstu umferð þar sem Michael Craion var með 29 stig og 18 fráköst.Fyrir leik: Leikstjórnandinn Björn Kristjánsson leysti Pavel Ermonlinskij af í byrjunarliðinu á móti Njarðvík og endaði sem stigahæsti íslenski leikmaður Vesturbæjarliðsins með 15 stig.Fyrir leik: ÍR tapaði með tíu stiga mun á móti Þór í Þorlákshöfn í fyrsta leik, 83-93, þrátt fyrir stórleik frá Matthíasi Orra Sigurðarsyni sem var með 24 stig, 7 frðáköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Sveinbjörn Claessen var með 19 stig en hann hitti úr 8 af 10 skotum sínum.
Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira