Össur og strákarnir Hildur Sverrisdóttir skrifar 4. janúar 2014 11:15 Ein af jólabókunum sem ég las er bók Össurar Skarphéðinssonar, Ár drekans. Hún er skemmtileg lesning enda Össur litríkur stjórnmálamaður. Hann fer á ítarlegan hátt yfir hvernig hann var að plotta og stússast í pólitík eins og þarf þegar maður er utanríkisráðherra. Það sem vakti athygli mína er að í nákvæmum lýsingum Össurar yfir heils árs tímabil á því hvernig kaupin gerðust á eyrinni koma nánast engar konur nærri plottunum, síðkvöldssímtölunum, herráðunum og heiðursmannasamkomulögunum. Af hverju hefur svo mikilvægur stjórnmálamaður ekki fleiri konur nálægt sér að tjaldabaki? Heldur hann að konurnar rati ekki í bakherbergið? Að það eigi ekki að trufla þær á kvöldin því þær sitji eflaust yfir sóttveikum börnum með kíghósta? Varla. Og mér dettur ekki í hug að halda að þetta einskorðist við Össur, heldur hafi hann miklu frekar með sinni einlægu frásögn afhjúpað raunveruleika sem tekur við þar sem jafnréttislögunum sleppir. Sem er sérstaklega áhugavert af því að Össur er forystumaður í flokki sem leggur mikla áherslu á að öll kerfisleg inngrip í þágu jafnréttis séu jákvæð. Tilgangurinn með slíkum inngripum á væntanlega að vera göfugur, hvort sem það er jákvæð mismunun hins opinbera, fléttulistar stjórnmálaflokka eða kynjakvótar í stjórnum einkafyrirtækja. Með þeim er hinn raunverulegi vandi þó ekki leystur, sem er sú gamalgróna afstaða til kvenna að þær séu í raun ekki nógu klókar þótt einhverjar reglur hafi hjálpað þeim að fá vinnuna. Þess vegna má ekki treysta blint á slíka reglusetningu heldur verður að skoða heiðarlega galla hennar samhliða kostunum, annars getur hún orðið bjarnargreiði. Mótsagnirnar eru svo augljósar þegar fyrrverandi formaður flokksins sem spratt meðal annars upp úr Kvennalistanum kýs að nota ekki hæfileika kvenna í skúmaskotum stjórnmálanna. Þar hafa jafnréttisinngripin greinilega ekki borið árangur – og mögulega gert illt verra. Það kannski skilar því einhver til hans að konur rata nefnilega alveg í bakherbergin og heyra í símanum og halda í heiðri heiðurskvennasamkomulög - og hafa plottað með ágætis árangri síðan á dögum Hallgerðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun
Ein af jólabókunum sem ég las er bók Össurar Skarphéðinssonar, Ár drekans. Hún er skemmtileg lesning enda Össur litríkur stjórnmálamaður. Hann fer á ítarlegan hátt yfir hvernig hann var að plotta og stússast í pólitík eins og þarf þegar maður er utanríkisráðherra. Það sem vakti athygli mína er að í nákvæmum lýsingum Össurar yfir heils árs tímabil á því hvernig kaupin gerðust á eyrinni koma nánast engar konur nærri plottunum, síðkvöldssímtölunum, herráðunum og heiðursmannasamkomulögunum. Af hverju hefur svo mikilvægur stjórnmálamaður ekki fleiri konur nálægt sér að tjaldabaki? Heldur hann að konurnar rati ekki í bakherbergið? Að það eigi ekki að trufla þær á kvöldin því þær sitji eflaust yfir sóttveikum börnum með kíghósta? Varla. Og mér dettur ekki í hug að halda að þetta einskorðist við Össur, heldur hafi hann miklu frekar með sinni einlægu frásögn afhjúpað raunveruleika sem tekur við þar sem jafnréttislögunum sleppir. Sem er sérstaklega áhugavert af því að Össur er forystumaður í flokki sem leggur mikla áherslu á að öll kerfisleg inngrip í þágu jafnréttis séu jákvæð. Tilgangurinn með slíkum inngripum á væntanlega að vera göfugur, hvort sem það er jákvæð mismunun hins opinbera, fléttulistar stjórnmálaflokka eða kynjakvótar í stjórnum einkafyrirtækja. Með þeim er hinn raunverulegi vandi þó ekki leystur, sem er sú gamalgróna afstaða til kvenna að þær séu í raun ekki nógu klókar þótt einhverjar reglur hafi hjálpað þeim að fá vinnuna. Þess vegna má ekki treysta blint á slíka reglusetningu heldur verður að skoða heiðarlega galla hennar samhliða kostunum, annars getur hún orðið bjarnargreiði. Mótsagnirnar eru svo augljósar þegar fyrrverandi formaður flokksins sem spratt meðal annars upp úr Kvennalistanum kýs að nota ekki hæfileika kvenna í skúmaskotum stjórnmálanna. Þar hafa jafnréttisinngripin greinilega ekki borið árangur – og mögulega gert illt verra. Það kannski skilar því einhver til hans að konur rata nefnilega alveg í bakherbergin og heyra í símanum og halda í heiðri heiðurskvennasamkomulög - og hafa plottað með ágætis árangri síðan á dögum Hallgerðar.