Þjóð í greiðslustöðvun Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. maí 2014 07:00 Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, skrifaði merkilega grein í síðasta tölublað Vísbendingar, sem sagt var frá í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í gær. Þorkell segir meðal annars að krónan sé ótrúverðugur gjaldmiðill sem sé of hátt skráður og haldið uppi með höftum. „Íslenska krónan getur ekki orðið framtíðargjaldmiðill og því þurfa stjórnvöld að leggja fram trúverðuga efnahagsstefnu hvernig og hvenær hætta megi notkun minnsta gjaldmiðils í heimi,“ skrifar Þorkell. Hann segir enga framtíðarsýn hjá stjórnvöldum í efnahagsmálum sem geti aukið traust á krónunni. „Gjaldeyrishöft þjóðar eru svipuð staða og fyrirtækis sem er í greiðslustöðvun. Allir bíða eftir aðgerðum og framtíðarstefnu. Þjóðin er í raun í greiðslustöðvun hvað varðar samskipti við útlönd. Íbúum líður fyrst í stað vel, en þegar fólk áttar sig á því að greiðslugeta sé takmörkuð, hvort sem er í fyrirtæki eða þjóðfélagi, eykst óróleiki og vantrú á yfirstjórn, ef ekkert er að gert. Þannig líður sífellt fleirum í dag.“ Þorkell talar eflaust fyrir munn margra í viðskiptalífinu, sem botna ekkert í því á hvaða vegferð ríkisstjórnin er við stjórn efnahagsmálanna. Æ fleiri komast að þeirri niðurstöðu að krónan sé ónothæft fyrirbæri. Gjaldeyrishöftin eru mörgum fyrirtækjum gríðarlega óþægur ljár í þúfu. Í Markaðnum í gær var líka grein eftir Brynhildi S. Björnsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Hagsýn, sem lýsti erfiðleikunum við framkvæmd gjaldeyrishaftanna, ekki sízt fyrir lítil sprotafyrirtæki. Hún tók meðal annars dæmið af Skema, fyrirtæki sem vakið hefur mikla athygli og þurfti að stofna dótturfélag í Bandaríkjunum. Til þess þurfti að millifæra 75 dollara og sextíu sent inn á reikning í Bandaríkjunum. Ferlið tók Skema átta mánuði og lögfræðikostnaðurinn var milljón. Enda segir Þorkell Sigurlaugsson að þrátt fyrir að nýsköpun sé alltaf lausnarorðið, nái ekki margir sprotar að komast á öflugt vaxtarstig. Mörg litlu sprotafyrirtækjanna geti ákveðið að færa sig og vaxa og blómstra erlendis, en ekki í þeim jarðvegi sem býðst á Íslandi. Þessi fyrirtæki fá engin svör um það hvort eða hvenær gjaldeyrishöftum verði aflétt, hvað þá um hvort þau megi gera ráð fyrir að Ísland taki upp nothæfan gjaldmiðil. „Hér þarf öfluga stefnu til vaxtar og stuðnings við þessa starfsemi. Það verður erfitt með þjóð í greiðslustöðvun,“ segir Þorkell. Hann kallar eftir því að ríkisstjórnin noti sumarið til að móta öfluga og trúverðuga efnahagsstefnu. „Ef það gerist ekki verða aðrir að taka við keflinu,“ skrifar formaður Framtakssjóðsins. Margir aðrir í atvinnulífinu eru steinhissa á að ríkisstjórnin hafi lagt jafnmikið á sig við að útiloka eina raunhæfa kostinn á upptöku nýs gjaldmiðils og raunverulegs afnáms gjaldeyrishaftanna á næstu árum, með því að leggja til að aðildarviðræðunum við Evrópusambandið verði slitið. Eða mun stjórnin vinna jafnötullega að því að í sumar komi fram önnur og trúverðugri framtíðaráætlun? Það virðist ákveðin bjartsýni að gera ráð fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Tengdar fréttir Segir landið eins og fyrirtæki í slitameðferð Tíminn til að setja fram öfluga og trúverðuga efnahagsstefnu er naumur, að mati Þorkels Sigurlaugssonar. Nýti stjórnvöld ekki sumarið til þess þurfi aðrir að taka við keflinu. Óróleiki og vantrú aukist þegar fólk átti sig á skertri greiðslugetu. 7. maí 2014 08:17 Skema greiddi milljón fyrir að færa 76 dali úr landi Varaþingmaður Bjartrar framtíðar segir stefnu í gjaldeyrismálum afleita. 7. maí 2014 13:15 "One size fits all“ afleit stefna í gjaldeyrismálum Rannsóknir á atvinnusköpun sýna að ein mikilvægustu hjól atvinnusköpunar eru ört vaxandi sprotafyrirtæki. Þrátt fyrir tilraunir til að gera innlenda fjárfestingu aðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta eru þeir enn tregir til að koma inn með fjármagn og fara yfirleitt fram á að félögin flytji höfuðstöðvar sínar til útlanda. 7. maí 2014 13:03 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, skrifaði merkilega grein í síðasta tölublað Vísbendingar, sem sagt var frá í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í gær. Þorkell segir meðal annars að krónan sé ótrúverðugur gjaldmiðill sem sé of hátt skráður og haldið uppi með höftum. „Íslenska krónan getur ekki orðið framtíðargjaldmiðill og því þurfa stjórnvöld að leggja fram trúverðuga efnahagsstefnu hvernig og hvenær hætta megi notkun minnsta gjaldmiðils í heimi,“ skrifar Þorkell. Hann segir enga framtíðarsýn hjá stjórnvöldum í efnahagsmálum sem geti aukið traust á krónunni. „Gjaldeyrishöft þjóðar eru svipuð staða og fyrirtækis sem er í greiðslustöðvun. Allir bíða eftir aðgerðum og framtíðarstefnu. Þjóðin er í raun í greiðslustöðvun hvað varðar samskipti við útlönd. Íbúum líður fyrst í stað vel, en þegar fólk áttar sig á því að greiðslugeta sé takmörkuð, hvort sem er í fyrirtæki eða þjóðfélagi, eykst óróleiki og vantrú á yfirstjórn, ef ekkert er að gert. Þannig líður sífellt fleirum í dag.“ Þorkell talar eflaust fyrir munn margra í viðskiptalífinu, sem botna ekkert í því á hvaða vegferð ríkisstjórnin er við stjórn efnahagsmálanna. Æ fleiri komast að þeirri niðurstöðu að krónan sé ónothæft fyrirbæri. Gjaldeyrishöftin eru mörgum fyrirtækjum gríðarlega óþægur ljár í þúfu. Í Markaðnum í gær var líka grein eftir Brynhildi S. Björnsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Hagsýn, sem lýsti erfiðleikunum við framkvæmd gjaldeyrishaftanna, ekki sízt fyrir lítil sprotafyrirtæki. Hún tók meðal annars dæmið af Skema, fyrirtæki sem vakið hefur mikla athygli og þurfti að stofna dótturfélag í Bandaríkjunum. Til þess þurfti að millifæra 75 dollara og sextíu sent inn á reikning í Bandaríkjunum. Ferlið tók Skema átta mánuði og lögfræðikostnaðurinn var milljón. Enda segir Þorkell Sigurlaugsson að þrátt fyrir að nýsköpun sé alltaf lausnarorðið, nái ekki margir sprotar að komast á öflugt vaxtarstig. Mörg litlu sprotafyrirtækjanna geti ákveðið að færa sig og vaxa og blómstra erlendis, en ekki í þeim jarðvegi sem býðst á Íslandi. Þessi fyrirtæki fá engin svör um það hvort eða hvenær gjaldeyrishöftum verði aflétt, hvað þá um hvort þau megi gera ráð fyrir að Ísland taki upp nothæfan gjaldmiðil. „Hér þarf öfluga stefnu til vaxtar og stuðnings við þessa starfsemi. Það verður erfitt með þjóð í greiðslustöðvun,“ segir Þorkell. Hann kallar eftir því að ríkisstjórnin noti sumarið til að móta öfluga og trúverðuga efnahagsstefnu. „Ef það gerist ekki verða aðrir að taka við keflinu,“ skrifar formaður Framtakssjóðsins. Margir aðrir í atvinnulífinu eru steinhissa á að ríkisstjórnin hafi lagt jafnmikið á sig við að útiloka eina raunhæfa kostinn á upptöku nýs gjaldmiðils og raunverulegs afnáms gjaldeyrishaftanna á næstu árum, með því að leggja til að aðildarviðræðunum við Evrópusambandið verði slitið. Eða mun stjórnin vinna jafnötullega að því að í sumar komi fram önnur og trúverðugri framtíðaráætlun? Það virðist ákveðin bjartsýni að gera ráð fyrir því.
Segir landið eins og fyrirtæki í slitameðferð Tíminn til að setja fram öfluga og trúverðuga efnahagsstefnu er naumur, að mati Þorkels Sigurlaugssonar. Nýti stjórnvöld ekki sumarið til þess þurfi aðrir að taka við keflinu. Óróleiki og vantrú aukist þegar fólk átti sig á skertri greiðslugetu. 7. maí 2014 08:17
Skema greiddi milljón fyrir að færa 76 dali úr landi Varaþingmaður Bjartrar framtíðar segir stefnu í gjaldeyrismálum afleita. 7. maí 2014 13:15
"One size fits all“ afleit stefna í gjaldeyrismálum Rannsóknir á atvinnusköpun sýna að ein mikilvægustu hjól atvinnusköpunar eru ört vaxandi sprotafyrirtæki. Þrátt fyrir tilraunir til að gera innlenda fjárfestingu aðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta eru þeir enn tregir til að koma inn með fjármagn og fara yfirleitt fram á að félögin flytji höfuðstöðvar sínar til útlanda. 7. maí 2014 13:03
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun