Leysa koltrefjar stálið af hólmi? Finnur Thorlacius skrifar 2. apríl 2014 10:43 Í BMW i8 rafmagnsbílinn eru koltrefjar mikið notaðar. Autoblog Koltrefjar sem notaðar eru æ meira við smíði bíla munu lækka um 70% á næstu árum að sögn framleiðenda koltrefja. Ef svo mun verða er hætt við því að koltrefjar leysi að stórum hluta af stálnotkun og að einhverjum hluta álnotkun í bíla. Koltrefjar er afar létt og sterkt efni sem hentar vel í smíði bíla og með notkun þess í stað stáls er hægt að létta bíla mikið. Í dag er 80% af kaupverði koltrefja vegna framleiðslukostnaðar en aðeins 20% vegna hráefnis og þar liggur lausnin á lækkun kostnaðar. Framleiðslan mun þróast mjög hratt og kostaðurinn við hana lækka mikið. Í dag kostar kílóið af koltrefjum um 100 Evrur, eða 15.600 krónur, en gæti farið niður í 4.700 krónur ef spá framleiðenda rætist. BMW notar nú 3.000 tonn á ári í smíði bíla sinna og fer sú notkun sífellt vaxandi. Undirvagn bæði BMW i3 og BMW i8 rafmagnsbílanna eru úr koltrefjum og næsta kynslóð BMWE 7-línunnar verður að stórum hluta smíðaður úr koltrefjum. Bæði BMW og Volkswagen eru stórir hluthafar í fyrirtækjum sem framleiða koltrefjar og áætla mikla aukningu notkunar koltrefja á næstu árum. Þó svo koltrefjar verði áfram dýrari kostur en stál, þrátt fyrir lækkun á næstunni, þarf að hafa í huga að koltrefjar ryðga ekki og þarf ekki yfirborðsmeðhöndlun sem vinnur gegn ryði. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Koltrefjar sem notaðar eru æ meira við smíði bíla munu lækka um 70% á næstu árum að sögn framleiðenda koltrefja. Ef svo mun verða er hætt við því að koltrefjar leysi að stórum hluta af stálnotkun og að einhverjum hluta álnotkun í bíla. Koltrefjar er afar létt og sterkt efni sem hentar vel í smíði bíla og með notkun þess í stað stáls er hægt að létta bíla mikið. Í dag er 80% af kaupverði koltrefja vegna framleiðslukostnaðar en aðeins 20% vegna hráefnis og þar liggur lausnin á lækkun kostnaðar. Framleiðslan mun þróast mjög hratt og kostaðurinn við hana lækka mikið. Í dag kostar kílóið af koltrefjum um 100 Evrur, eða 15.600 krónur, en gæti farið niður í 4.700 krónur ef spá framleiðenda rætist. BMW notar nú 3.000 tonn á ári í smíði bíla sinna og fer sú notkun sífellt vaxandi. Undirvagn bæði BMW i3 og BMW i8 rafmagnsbílanna eru úr koltrefjum og næsta kynslóð BMWE 7-línunnar verður að stórum hluta smíðaður úr koltrefjum. Bæði BMW og Volkswagen eru stórir hluthafar í fyrirtækjum sem framleiða koltrefjar og áætla mikla aukningu notkunar koltrefja á næstu árum. Þó svo koltrefjar verði áfram dýrari kostur en stál, þrátt fyrir lækkun á næstunni, þarf að hafa í huga að koltrefjar ryðga ekki og þarf ekki yfirborðsmeðhöndlun sem vinnur gegn ryði.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent