Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór 66-80 | Þór upp að hlið Hauka Anton Ingi Leifsson á Ásvöllum skrifar 7. mars 2014 11:19 vísir/daníel Þór Þorlákshöfn jafnaði Hauka að stigum eftir afar mikilvægan sigur að Ásvöllum í kvöld, 66-80. Ekki var mikið um skor, en afar mikilvægur sigur fyrir gestina sem fóru með sigrinum upp að hlið Hauka í fimmta til sjötta sætinu. Fyrsti leikhluti fór hægt af stað og liðin skiptust á að gera tæknifeila í upphafi leiks. Emil Barja skoraði fyrstu stig leiksins og mikið jafnræði var með liðunum fyrstu fimm mínúturnar. Þá gáfu gestirnir frá Þorlákshöfn aðeins í og breyttu stöðunni úr 8-12 í 8-20. Alvöru kafli þar á ferð, en Ragnar Nathanaelsson hirti hvert sóknarfrákastið á fætur öðru. Hittni heimamanna var ekki í efni í kennslumyndband, þvert á móti. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 10-20 gestunum í vil. Kári Jónsson kom inn í fyrsta leikhluta og setti niður tvo þrista, en síðan dró af þessum unga og efnilega pilt. Eins og fyrr segir hittu heimamenn illa og Þórsarar spiluðu sterka vörn. Í öðrum leikhluta héldu Þórsarar heimamönnum í hæfilegri fjarlægð og náðu mest sextán stiga forystu, 25-41, undir lok annars leikhluta. Svavar Páll Pálsson setti hins vegar niður tveggja stiga körfu og fékk víti að auki. Hann setti það niður og munurinn þréttan stig í hálfleik, 28-41. Ekki mikið skor. Um miðjan þriðja leikhluta tóku Haukarnir gott áhlaup, en munurinn var orðinn átján stig eftir sex mínútna leik í þriðja leikhluta, 36-54. Þá gáfu heimamenn í og náðu að minnka muninn í ellefu stig, 43-54. Þá sögðu Þórsarar hingað og ekki lengra og spýttu í lófana. Þeir leiddu svo með sextán stiga mun fyrir síðasta leikhlutann. Haukar misstu gestina aftur of langt frá sér og tók það mikið af þeim. Þeir tóku annað áhlaup í fjórða leikhlutanum, en gestirnir sigldu nokkuð öruggum fjórtán stiga sigri heim í Þorlákshöfn. Eins og fyrr segir var hittni heimamanna ekki boðleg. Þriggja stiga skotnýtingin var hræðileg og ef þeir ætluðu að vinna eins sterkt lið og Þór þyrftu þeir að hitta betur.Terrence Watson var stigahæstur hjá Haukum, en hann hefur hitt betur. Terrence skorað nítján stig og tók auk þess 12 fráköst. Kári Jónsson átti einnig fínan leik og skoraði sautján stig. Maður leiksins var Ragnar Nathanaelsson. Ragnar skilaði góðu dagsverki, en hann skoraði 20 stig og hirti fimmtán fráköst. Glæsileg tvenna hjá honum. Nemenja Sovic var einnig öflugur og skilaði átján stigum og sextán fráköstum. Cook Jr. var þó stigahæstur með 22 stig, en hann lét þó dómara fara mikið í taugarnar á sér og setti það svartan blett á frammistöðu hans í kvöld. Með sigrinum fer Þór Þorlákshöfn upp að hlið Hauka í 5.-6. sætinu en Haukarnir halda fimmta sætinu vegna innbyrðisviðueigna. Tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni og eru bæði lið á höttunum eftir að næla sér í fjórða sætið, sem gefur heimavallarétt.Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka: Þetta er ekki boðlegt ,,Við hittum ekki neitt í leiknum og það var alveg sama hver það var inná. Það fór ekki skot niður hjá okkur og við náum varla yfir 10% þriggja stiga nýtingu. Þegar þú hittir svona svakalega illa verður þetta svo svakalegt hnoð og þeir geta pakkað inn í teig," sagði Ívar Ásgrímsson við Vísi eftir leik. ,,Það er ekki hægt að vinna leik með svona nýtingu, því Þórsliðið er gott varnarlið og við þurfum að geta sett niður skot að utan til þess að geta opnað leikinn, en við gerðum það ekki." Spurning hvort menn hafi eitthvað verið uppi með sér eftir góða sigra undanfarið svaraði Ívar: ,,Nei, það hafði frekar átt að gefa okkur auka kraft. Við erum þó bara í vandræðum hérna á Ásvöllum. Við missum þrjár æfingar í þessari viku og ef við ætlum að vera í úrvalsdeildinni og gera einhverja hluti, þá er þetta ekki boðleg aðstaða fyrir okkur hérna á Ásvöllum," sagði Ívar öskuillur og hélt áfram. ,,Það eru þrír leikir í viku hjá okkur því við erum eina liðið með Val sem er með meistaraflokka karla og kvenna í handbolta og körfubolta í efstu deild. Það eru stöðugir leikir og við höfum ekkert annað íþróttahús til að fara í. Við missum og missum æfingar trekk í trekk og það er að hafa áhrif á okkur." Er Ívar að kalla eftir meiri stuðning frá bænum? ,,Alveg hiklaust. Við erum búnir að fara fram á að fá nýtt körfuboltahús sem á að vera tilbúið næsta vetur. Það á að taka það fyrir í bæjarstjórninni í vikunni en miðað við hvernig þetta er í dag þá er þetta ekki boðlegt!" ,,Við erum spenntir að fara í úrslitakeppnina, en við þurfum að klára þessa tvo leiki sem eru eftir ef við ætlum okkur að halda þessu verðum við að vinna að minnsta kosti einn leik af þessum tveimur," sagði Ívar að lokum.Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs: Vitum að við getum eitthvað líka ,,Það er alltaf fínt að vinna. Það var markmiðið hér í kvöld, sama hvort það væri tæpt eða öruggt, þannig ég er sáttur," sagði Benedikt Guðmundsson við Vísi. ,,Mér fannst við ná tökum í fyrsta leikhluta. Við getum kannski ekki tekið allt kreditið fyrir þetta. Haukarnir voru kannski aðeins flatir á móti okkur eftir góða sigra á móti Njarðvík og Keflavík, þannig það hefur kannski spilað inní." ,,Þeir eru miklu betri en þeir sýndu hér í kvöld, en við erum að hugsa um okkur. Við erum að reyna spila vel á þessum árstíma, því það styttist í úrslitakeppni." Aðspurður hvort hafi ekki verið létt að peppa strákana upp eftir stórtap gegn Haukum í fyrri umferðinni: ,,Við spilum við Haukana í bikarnum í millitíðinni. Við spiluðum jú við Hauka í fyrsta leiknum og það var algjörlega skelfilegur leikur af okkar hálfu. Haukar eru bara með gott lið og þú þarft að eiga góðan leik til að vinna þá. Við erum búnir að taka þá tvisvar núna, þannig við vitum að við getum eitthvað líka." Cook Jr. var að láta dómarana fara gífurlega mikið í taugarnar á sér. Benedikt tók hann að tali í leiknum og hann er ósáttur hversu mikið þetta fer í taugarnar á honum: ,,Hann verður að vinna betur með dómurunum. Auðvitað kemur fyrir að þú færð ekki villu þegar þú átt að fá villu, þá þýðir ekki að einblína of mikið á það. Hann þarf að vinna betur með dómurunum, það þurfa allir að vinna saman og stundum er maður ósáttur, en það þýðir ekkert að sökkva sér í það. Þú verður að halda áfram og þetta er eitthvað sem við þjálfarateymið þurfum að vinna í og setjast niður með honum og leysa." Hvernig hefur Benedikt fundist veturinn ganga? ,,Þetta hefur gengið bara vonum framar og ég held að við séum bara á ágætis stað. Við verðum bara hafa gaman að þessu og fara eins langt og við getum," sagði Benedikt sáttur í leikslok. Leiklýsing: Haukar - Þór LEIK LOKIÐ | 66-80: Þór Þorlákshöfn með verðskuldan fjórtán stiga stigur hér í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Nemanja Sovic með alvöru iðnaðar þrist þegar fjörutíu sekúndur voru eftir og sigldi stigunum heim. Nánari umfjöllun og viðtöl koma inná Vísi síðar í kvöld. 39. mín | 66-75: Terrence Watson setur niður niður sitt átjánda stig í kvöld og mikill darraðadans á báðum endum. Haukarnir fara skiljanlega í þriggja stiga skot en geigar, taka þó frákastið og dæmd tæknivilla á Cook Jr. Kári Jónsson minnkar muninn, en Cook Jr. fer á vítalínuna hinu megin og skorar. Munurinn ellefu stig þegar mínúta er eftir. 38. mín | 62-74: Starfsmenn Schenkerhallarinnar voru ekki lengi að kveikja aftur á ljósunum og Cook Jr. fagnar því með þrist. Tæknivilla á Hauk Óskarsson, sýndist mér, í kjölfarið og munurinn stendur í tíu stig. Tvær mínútur eftir og það getur allt gerst, en þó eru Þórsarar með þetta í hendi sér hér á Ásvöllum. Emil Barja var að fá sína fjórðu villu og Cook Jr. setur niður tvö stig. Tólf stiga munur. 36. mín | 58-69: Um leið og ég skrifaði síðustu færslu henti Emil Barja niður þrist. Skref á Emil Karel í kjölfarið og Benedikt Guðmundsson er eins langt frá því að vera sáttur og það kemst. Algjörlega æfir, en Þórsarar eru búnir að vera algjörir klaufar hérna í síðustu sóknum. Haukarnir komnir í pressuvörn og eitthvað er það að setja Þórsara út af laginu. Jahá! Og nú er slökkt á öllum ljósum í húsinu. Það er ekkert annað. Áhorfendur reyna að lýsa upp völlinn með símum sínum!34. mín | 55-69: Nú þurfa Haukarnir að fara skella í lás ef þeir ætla sér eitthvað úr þessum leik. Þeir eru ekkert að vilja hirða þessi fráköst undir körfunni og Ívar tekur leikhlé. Einungis sex mínútur eftir. Kári Jónsson setur niður sitt sextánda stig. Fínn leikur hjá stráknum. 32. mín | 49-67: Átján stiga munur. Davíð Páll Hermansson með virkilega flott skot fyrir Haukana og minnkar í fjórtán stig. Haukarnir eru alls ekkert að ráða við Ragnar undir körfunni setur hann tvær körfur í röð. Hann er kominn með þrettán fráköst, alveg eins og Nemanja Sovic liðsfélagi sinn. Þriðja leikhluta lokið | 47-63: Gestirnir leiða með 16 stigum fyrir síðusta leikhlutann. Ragnar tekur einn eitt frákastið og leggur boltann ofan í. Cook Jr. setur svo niður fallegt sniðskot og Kári Jónsson sömuleiðis fyrir Haukana. Sovic er að hitna í þristunum og hendir niður þrist. Kári Jónsson skorar svo af vítalínunni þegar 1,3 sekúndur voru eftir. Gestirnir grýttu boltanum fram og Tómas Heiðar lagði boltann skemmtilega niður. 28. mín | 43-54: Heimamenn ranka við sér og munurinn kominn niður í ellefu stig. Terrence Watson er kominn í gang góðir gestir! Tvær troðslur og stuðningsmenn Hauka taka við sér. Kári Jónsson bætir svo við tveimur stigum. Benedikt tekur leikhlé hjá Þór. 27. mín | 37-54: Sautján stiga munur á Ásvöllum. Sovic setur niður þrist fyrir gestina og Ívar, þjálfari Hauka, er svo langt því frá að vera sáttur með sína menn. Cook kominn með þrettán stig fyrir gestina. Ragnar með fáranlega blokk á Emil Barja. Étur hann. Tæknivilla á títtnefndan Cook og Benedikt, þjálfari Þórs, lætur hann heyra það. Emil Barja klikkar báðum vítunum. 25. mín | 36-47: Terrence Watson með alvöru blokk, en enn og aftur nýta Haukarnir ekki sóknirnar sínar nægilega vel. Nemanja Sovic refsar með tveimur stigum. Terrence Watson á vítalínuna hinu megin og setur niður bæði vítin. Gestirnir halda þó heimamönnum í þægilegri fjarlægð frá sér. Fín stemning í Schenker-höllinni þessa stundina og flestir á bandi heimamanna, skiljanlega. 23. mín | 34-43: Emil Barja kemur sterkur til leiks í síðari hálfleik og búinn að skora fjögur af fyrstu sex stigum Hauka í síðari hálfleik. Allt annað að sjá til vörn Hauka í síðari hálfleik heldur í þeim fyrri og Ívar er sáttur með varnarleik sinna manna. Gefur þeim gott lófaklapp. Haukarnir þurfa þó að nýta færin sín betur ætli þeir sér að minnka muninn enn meira. 21. mín | 32-41: Terrence Watson setti niður fyrstu stigin í síðari hálfleik og Haukur Óskarsson bætti svo við tveimur stigum eftir smekklega sendingu frá Emil Barja. Hálfleikur | 28-41: Gestirnir úr Þorlákshöfn leiða í hálfleik með þrettán stigum, en Svavar Páll Pálsson minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks með tveggja stiga körfu auk þess sem hann fékk víti sem hann hitti úr. Alls ekki mikið um skor hér í fyrri hálfleik, en Þórsarar verið ívið sterkari aðilinn. Ragnar Nathanaelsson er með tólf stig fyrir gestina og sex fráköst, en hann hefur verið öflugur. Í Haukum er það Kári Jónsson sem er stigahæstur með átta stig. 19. mín | 25-40: Emil Karel Einarsson verið funheitur í þriggja stiga skotunum og er kominn með níu stig, öll úr þriggja stiga skotum. Svavar Páll Pálsson fær sína þriðju villu í leiknum fyrir Hauka og Nemanja Sovic setur bæði vítaskotin niður. 42 sekúndur til hálfleiks.18. mín | 23-34: Mikill hiti í húsinu þessa stundina og heimamenn ekki sáttir með dómarana. Allir dómar fara í taugarnar á þeim - leikur liðsins þó ekki til útflutnings. Þurfa spila mikið mun betur ætli þeir sér að ná í eitthver stig í þessum leik. Mike Jook Jr. setur niður sín sjöundu stig. 15. mín | 21-32: Ellefu stiga munur þegar fimm mínútur eru til hálfleiks. Liðin ekki að hitta vel og mikið um fráköst. Kári klikkað tveimur þriggja stiga skotum fyrir utan í röð. 14.mín | 20-27: Kári heldur áfram að stimpla sig inn og hendir niður tveimur þristum. Mike Cook Jr. hins vegar sterkur í liði Þórs og setur niður auðvelda körfu.12. mín | 14-20: Kári Jónsson setur niður fyrstu stig leikhluta númer tvö af vítalínunni. Kornungur og efnilegur piltur. Emil Barja bætir svo við tveimur stigum eftir fín tilþrif. Fyrsta leikhluta lokið | 10-20: Frekar lítið skor í fyrsta leikhlutanum hér í Schenkerhöllinni. Ragnar Nathanaelsson verið sterkur fyrir gestina og skorað átta stig, en rétt fyrir lok fyrsta leikhluta setti Mike Cook Jr. niður svakalegan þrist. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, stappar stálinu í sína menn. 8. mín | 8-14: Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka tekur leikhlé og er langt því frá að vera sáttur með sína menn. Sóknarleikurinn er slakur og varnarleikurinn sömuleiðis. Ívar gerði rétt í þessu þrefalda skiptingu til að lífga uppá leik sinna manna. Ragnar verið sterkur í liði Þórs, kominn með sjö stig. 5. mín | 8-12: Ragnar Nathanaelsson setur niður annað víti af tveimur og í næstu sókn gestanna skellir Baldur Þór Ragnarsson niður þrist. Bekkurinn fagnar. 3. mín | 4-4: Eitthver taugatitringur í leikmönnum hérna í upphafi leiks, en Sigurður Þór Einarsson var að setja niður þrist úr erfiðri stöðu. Menn eitthvað spenntir hérna í byrjun og ekki mikið um skor. 1. mín | 0-0: Leikurinn er hafinn í Schenkerhöllinni. Ekki margir mættir miðað við mikilvægi leiksins. Íslendingar hafa þó aldrei verið þekktir fyrir að mæta snemma þannig vonandi fer fólk að tínast inn. Fyrir leik: Tæpar fimmtán mínútur eru í leik og nú er dómaratríóið mætt til leiks. Það er af dýrari gerðinni en það eru þeir Sigmundur Már Herbertsson, Kristnn Óskarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Fyrir leik: Bæði lið eru hér á gólfinu að hita upp á meðan starfsmenn og sjálfboðaliðar Hauka gera allt klárt fyrir leikinn. Meðal annars má sjá gömlu kempuna Henning Henningsson sem er nú formaður körfuknattsleiksdeildar Hauka. Fyrir leik: Í fyrri leik liðanna vann Haukar sterkan útsigur, 76-104, þar sem Terrence Watson fór á kostum og skoraði þrjátíu stig og tók tólf fráköst. Ragnar Nathanaelsson var atkvæðamestur hjá Þórsurum með átján stig og ellefu fráökst. Fyrir leik: Terrence Watson hefur farið á kostum fyrir Hauka í vetur, en hann hefur skorað 24,3 stig að meðaltali og tekið 15,4 fráköst. Mike Cook Jr. hefur skorað 25,7 stig að meðaltali fyrir Þór Þorlákshöfn og Ragnar Nathanaelsson hefur tekið 12,6 fráköst. Emil Barja hefur verið duglegastur í liði Hauka að spila sína menn uppi, en hann er að meðaltali með 7,17 stoðsendingar. Stoðsendingarmestur hjá Þórsurum er Baldur Þór Ragnarsson með 5,56 stoðsendingar að meðtali. Fyrir leik: Eins og fyrr segir er leikurinn hér í kvöld gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið. Heimamenn eru í fimmta sæti með 22 stig, en Þór Þorlákshöfn sæti neðar með tveimur stigum minna. Leikurinn er mikilvægur fyrir þær sakir að bæði lið eru að berjast um reyna hreppa heimavallar-réttinn fyrir úrslitakeppnina sem fer senn að hefjast. Einungis tvær umferðir eru eftir af deildinni, eftir leikinn hér í kvöld.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Þórs lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Þór Þorlákshöfn jafnaði Hauka að stigum eftir afar mikilvægan sigur að Ásvöllum í kvöld, 66-80. Ekki var mikið um skor, en afar mikilvægur sigur fyrir gestina sem fóru með sigrinum upp að hlið Hauka í fimmta til sjötta sætinu. Fyrsti leikhluti fór hægt af stað og liðin skiptust á að gera tæknifeila í upphafi leiks. Emil Barja skoraði fyrstu stig leiksins og mikið jafnræði var með liðunum fyrstu fimm mínúturnar. Þá gáfu gestirnir frá Þorlákshöfn aðeins í og breyttu stöðunni úr 8-12 í 8-20. Alvöru kafli þar á ferð, en Ragnar Nathanaelsson hirti hvert sóknarfrákastið á fætur öðru. Hittni heimamanna var ekki í efni í kennslumyndband, þvert á móti. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 10-20 gestunum í vil. Kári Jónsson kom inn í fyrsta leikhluta og setti niður tvo þrista, en síðan dró af þessum unga og efnilega pilt. Eins og fyrr segir hittu heimamenn illa og Þórsarar spiluðu sterka vörn. Í öðrum leikhluta héldu Þórsarar heimamönnum í hæfilegri fjarlægð og náðu mest sextán stiga forystu, 25-41, undir lok annars leikhluta. Svavar Páll Pálsson setti hins vegar niður tveggja stiga körfu og fékk víti að auki. Hann setti það niður og munurinn þréttan stig í hálfleik, 28-41. Ekki mikið skor. Um miðjan þriðja leikhluta tóku Haukarnir gott áhlaup, en munurinn var orðinn átján stig eftir sex mínútna leik í þriðja leikhluta, 36-54. Þá gáfu heimamenn í og náðu að minnka muninn í ellefu stig, 43-54. Þá sögðu Þórsarar hingað og ekki lengra og spýttu í lófana. Þeir leiddu svo með sextán stiga mun fyrir síðasta leikhlutann. Haukar misstu gestina aftur of langt frá sér og tók það mikið af þeim. Þeir tóku annað áhlaup í fjórða leikhlutanum, en gestirnir sigldu nokkuð öruggum fjórtán stiga sigri heim í Þorlákshöfn. Eins og fyrr segir var hittni heimamanna ekki boðleg. Þriggja stiga skotnýtingin var hræðileg og ef þeir ætluðu að vinna eins sterkt lið og Þór þyrftu þeir að hitta betur.Terrence Watson var stigahæstur hjá Haukum, en hann hefur hitt betur. Terrence skorað nítján stig og tók auk þess 12 fráköst. Kári Jónsson átti einnig fínan leik og skoraði sautján stig. Maður leiksins var Ragnar Nathanaelsson. Ragnar skilaði góðu dagsverki, en hann skoraði 20 stig og hirti fimmtán fráköst. Glæsileg tvenna hjá honum. Nemenja Sovic var einnig öflugur og skilaði átján stigum og sextán fráköstum. Cook Jr. var þó stigahæstur með 22 stig, en hann lét þó dómara fara mikið í taugarnar á sér og setti það svartan blett á frammistöðu hans í kvöld. Með sigrinum fer Þór Þorlákshöfn upp að hlið Hauka í 5.-6. sætinu en Haukarnir halda fimmta sætinu vegna innbyrðisviðueigna. Tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni og eru bæði lið á höttunum eftir að næla sér í fjórða sætið, sem gefur heimavallarétt.Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka: Þetta er ekki boðlegt ,,Við hittum ekki neitt í leiknum og það var alveg sama hver það var inná. Það fór ekki skot niður hjá okkur og við náum varla yfir 10% þriggja stiga nýtingu. Þegar þú hittir svona svakalega illa verður þetta svo svakalegt hnoð og þeir geta pakkað inn í teig," sagði Ívar Ásgrímsson við Vísi eftir leik. ,,Það er ekki hægt að vinna leik með svona nýtingu, því Þórsliðið er gott varnarlið og við þurfum að geta sett niður skot að utan til þess að geta opnað leikinn, en við gerðum það ekki." Spurning hvort menn hafi eitthvað verið uppi með sér eftir góða sigra undanfarið svaraði Ívar: ,,Nei, það hafði frekar átt að gefa okkur auka kraft. Við erum þó bara í vandræðum hérna á Ásvöllum. Við missum þrjár æfingar í þessari viku og ef við ætlum að vera í úrvalsdeildinni og gera einhverja hluti, þá er þetta ekki boðleg aðstaða fyrir okkur hérna á Ásvöllum," sagði Ívar öskuillur og hélt áfram. ,,Það eru þrír leikir í viku hjá okkur því við erum eina liðið með Val sem er með meistaraflokka karla og kvenna í handbolta og körfubolta í efstu deild. Það eru stöðugir leikir og við höfum ekkert annað íþróttahús til að fara í. Við missum og missum æfingar trekk í trekk og það er að hafa áhrif á okkur." Er Ívar að kalla eftir meiri stuðning frá bænum? ,,Alveg hiklaust. Við erum búnir að fara fram á að fá nýtt körfuboltahús sem á að vera tilbúið næsta vetur. Það á að taka það fyrir í bæjarstjórninni í vikunni en miðað við hvernig þetta er í dag þá er þetta ekki boðlegt!" ,,Við erum spenntir að fara í úrslitakeppnina, en við þurfum að klára þessa tvo leiki sem eru eftir ef við ætlum okkur að halda þessu verðum við að vinna að minnsta kosti einn leik af þessum tveimur," sagði Ívar að lokum.Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs: Vitum að við getum eitthvað líka ,,Það er alltaf fínt að vinna. Það var markmiðið hér í kvöld, sama hvort það væri tæpt eða öruggt, þannig ég er sáttur," sagði Benedikt Guðmundsson við Vísi. ,,Mér fannst við ná tökum í fyrsta leikhluta. Við getum kannski ekki tekið allt kreditið fyrir þetta. Haukarnir voru kannski aðeins flatir á móti okkur eftir góða sigra á móti Njarðvík og Keflavík, þannig það hefur kannski spilað inní." ,,Þeir eru miklu betri en þeir sýndu hér í kvöld, en við erum að hugsa um okkur. Við erum að reyna spila vel á þessum árstíma, því það styttist í úrslitakeppni." Aðspurður hvort hafi ekki verið létt að peppa strákana upp eftir stórtap gegn Haukum í fyrri umferðinni: ,,Við spilum við Haukana í bikarnum í millitíðinni. Við spiluðum jú við Hauka í fyrsta leiknum og það var algjörlega skelfilegur leikur af okkar hálfu. Haukar eru bara með gott lið og þú þarft að eiga góðan leik til að vinna þá. Við erum búnir að taka þá tvisvar núna, þannig við vitum að við getum eitthvað líka." Cook Jr. var að láta dómarana fara gífurlega mikið í taugarnar á sér. Benedikt tók hann að tali í leiknum og hann er ósáttur hversu mikið þetta fer í taugarnar á honum: ,,Hann verður að vinna betur með dómurunum. Auðvitað kemur fyrir að þú færð ekki villu þegar þú átt að fá villu, þá þýðir ekki að einblína of mikið á það. Hann þarf að vinna betur með dómurunum, það þurfa allir að vinna saman og stundum er maður ósáttur, en það þýðir ekkert að sökkva sér í það. Þú verður að halda áfram og þetta er eitthvað sem við þjálfarateymið þurfum að vinna í og setjast niður með honum og leysa." Hvernig hefur Benedikt fundist veturinn ganga? ,,Þetta hefur gengið bara vonum framar og ég held að við séum bara á ágætis stað. Við verðum bara hafa gaman að þessu og fara eins langt og við getum," sagði Benedikt sáttur í leikslok. Leiklýsing: Haukar - Þór LEIK LOKIÐ | 66-80: Þór Þorlákshöfn með verðskuldan fjórtán stiga stigur hér í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Nemanja Sovic með alvöru iðnaðar þrist þegar fjörutíu sekúndur voru eftir og sigldi stigunum heim. Nánari umfjöllun og viðtöl koma inná Vísi síðar í kvöld. 39. mín | 66-75: Terrence Watson setur niður niður sitt átjánda stig í kvöld og mikill darraðadans á báðum endum. Haukarnir fara skiljanlega í þriggja stiga skot en geigar, taka þó frákastið og dæmd tæknivilla á Cook Jr. Kári Jónsson minnkar muninn, en Cook Jr. fer á vítalínuna hinu megin og skorar. Munurinn ellefu stig þegar mínúta er eftir. 38. mín | 62-74: Starfsmenn Schenkerhallarinnar voru ekki lengi að kveikja aftur á ljósunum og Cook Jr. fagnar því með þrist. Tæknivilla á Hauk Óskarsson, sýndist mér, í kjölfarið og munurinn stendur í tíu stig. Tvær mínútur eftir og það getur allt gerst, en þó eru Þórsarar með þetta í hendi sér hér á Ásvöllum. Emil Barja var að fá sína fjórðu villu og Cook Jr. setur niður tvö stig. Tólf stiga munur. 36. mín | 58-69: Um leið og ég skrifaði síðustu færslu henti Emil Barja niður þrist. Skref á Emil Karel í kjölfarið og Benedikt Guðmundsson er eins langt frá því að vera sáttur og það kemst. Algjörlega æfir, en Þórsarar eru búnir að vera algjörir klaufar hérna í síðustu sóknum. Haukarnir komnir í pressuvörn og eitthvað er það að setja Þórsara út af laginu. Jahá! Og nú er slökkt á öllum ljósum í húsinu. Það er ekkert annað. Áhorfendur reyna að lýsa upp völlinn með símum sínum!34. mín | 55-69: Nú þurfa Haukarnir að fara skella í lás ef þeir ætla sér eitthvað úr þessum leik. Þeir eru ekkert að vilja hirða þessi fráköst undir körfunni og Ívar tekur leikhlé. Einungis sex mínútur eftir. Kári Jónsson setur niður sitt sextánda stig. Fínn leikur hjá stráknum. 32. mín | 49-67: Átján stiga munur. Davíð Páll Hermansson með virkilega flott skot fyrir Haukana og minnkar í fjórtán stig. Haukarnir eru alls ekkert að ráða við Ragnar undir körfunni setur hann tvær körfur í röð. Hann er kominn með þrettán fráköst, alveg eins og Nemanja Sovic liðsfélagi sinn. Þriðja leikhluta lokið | 47-63: Gestirnir leiða með 16 stigum fyrir síðusta leikhlutann. Ragnar tekur einn eitt frákastið og leggur boltann ofan í. Cook Jr. setur svo niður fallegt sniðskot og Kári Jónsson sömuleiðis fyrir Haukana. Sovic er að hitna í þristunum og hendir niður þrist. Kári Jónsson skorar svo af vítalínunni þegar 1,3 sekúndur voru eftir. Gestirnir grýttu boltanum fram og Tómas Heiðar lagði boltann skemmtilega niður. 28. mín | 43-54: Heimamenn ranka við sér og munurinn kominn niður í ellefu stig. Terrence Watson er kominn í gang góðir gestir! Tvær troðslur og stuðningsmenn Hauka taka við sér. Kári Jónsson bætir svo við tveimur stigum. Benedikt tekur leikhlé hjá Þór. 27. mín | 37-54: Sautján stiga munur á Ásvöllum. Sovic setur niður þrist fyrir gestina og Ívar, þjálfari Hauka, er svo langt því frá að vera sáttur með sína menn. Cook kominn með þrettán stig fyrir gestina. Ragnar með fáranlega blokk á Emil Barja. Étur hann. Tæknivilla á títtnefndan Cook og Benedikt, þjálfari Þórs, lætur hann heyra það. Emil Barja klikkar báðum vítunum. 25. mín | 36-47: Terrence Watson með alvöru blokk, en enn og aftur nýta Haukarnir ekki sóknirnar sínar nægilega vel. Nemanja Sovic refsar með tveimur stigum. Terrence Watson á vítalínuna hinu megin og setur niður bæði vítin. Gestirnir halda þó heimamönnum í þægilegri fjarlægð frá sér. Fín stemning í Schenker-höllinni þessa stundina og flestir á bandi heimamanna, skiljanlega. 23. mín | 34-43: Emil Barja kemur sterkur til leiks í síðari hálfleik og búinn að skora fjögur af fyrstu sex stigum Hauka í síðari hálfleik. Allt annað að sjá til vörn Hauka í síðari hálfleik heldur í þeim fyrri og Ívar er sáttur með varnarleik sinna manna. Gefur þeim gott lófaklapp. Haukarnir þurfa þó að nýta færin sín betur ætli þeir sér að minnka muninn enn meira. 21. mín | 32-41: Terrence Watson setti niður fyrstu stigin í síðari hálfleik og Haukur Óskarsson bætti svo við tveimur stigum eftir smekklega sendingu frá Emil Barja. Hálfleikur | 28-41: Gestirnir úr Þorlákshöfn leiða í hálfleik með þrettán stigum, en Svavar Páll Pálsson minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks með tveggja stiga körfu auk þess sem hann fékk víti sem hann hitti úr. Alls ekki mikið um skor hér í fyrri hálfleik, en Þórsarar verið ívið sterkari aðilinn. Ragnar Nathanaelsson er með tólf stig fyrir gestina og sex fráköst, en hann hefur verið öflugur. Í Haukum er það Kári Jónsson sem er stigahæstur með átta stig. 19. mín | 25-40: Emil Karel Einarsson verið funheitur í þriggja stiga skotunum og er kominn með níu stig, öll úr þriggja stiga skotum. Svavar Páll Pálsson fær sína þriðju villu í leiknum fyrir Hauka og Nemanja Sovic setur bæði vítaskotin niður. 42 sekúndur til hálfleiks.18. mín | 23-34: Mikill hiti í húsinu þessa stundina og heimamenn ekki sáttir með dómarana. Allir dómar fara í taugarnar á þeim - leikur liðsins þó ekki til útflutnings. Þurfa spila mikið mun betur ætli þeir sér að ná í eitthver stig í þessum leik. Mike Jook Jr. setur niður sín sjöundu stig. 15. mín | 21-32: Ellefu stiga munur þegar fimm mínútur eru til hálfleiks. Liðin ekki að hitta vel og mikið um fráköst. Kári klikkað tveimur þriggja stiga skotum fyrir utan í röð. 14.mín | 20-27: Kári heldur áfram að stimpla sig inn og hendir niður tveimur þristum. Mike Cook Jr. hins vegar sterkur í liði Þórs og setur niður auðvelda körfu.12. mín | 14-20: Kári Jónsson setur niður fyrstu stig leikhluta númer tvö af vítalínunni. Kornungur og efnilegur piltur. Emil Barja bætir svo við tveimur stigum eftir fín tilþrif. Fyrsta leikhluta lokið | 10-20: Frekar lítið skor í fyrsta leikhlutanum hér í Schenkerhöllinni. Ragnar Nathanaelsson verið sterkur fyrir gestina og skorað átta stig, en rétt fyrir lok fyrsta leikhluta setti Mike Cook Jr. niður svakalegan þrist. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, stappar stálinu í sína menn. 8. mín | 8-14: Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka tekur leikhlé og er langt því frá að vera sáttur með sína menn. Sóknarleikurinn er slakur og varnarleikurinn sömuleiðis. Ívar gerði rétt í þessu þrefalda skiptingu til að lífga uppá leik sinna manna. Ragnar verið sterkur í liði Þórs, kominn með sjö stig. 5. mín | 8-12: Ragnar Nathanaelsson setur niður annað víti af tveimur og í næstu sókn gestanna skellir Baldur Þór Ragnarsson niður þrist. Bekkurinn fagnar. 3. mín | 4-4: Eitthver taugatitringur í leikmönnum hérna í upphafi leiks, en Sigurður Þór Einarsson var að setja niður þrist úr erfiðri stöðu. Menn eitthvað spenntir hérna í byrjun og ekki mikið um skor. 1. mín | 0-0: Leikurinn er hafinn í Schenkerhöllinni. Ekki margir mættir miðað við mikilvægi leiksins. Íslendingar hafa þó aldrei verið þekktir fyrir að mæta snemma þannig vonandi fer fólk að tínast inn. Fyrir leik: Tæpar fimmtán mínútur eru í leik og nú er dómaratríóið mætt til leiks. Það er af dýrari gerðinni en það eru þeir Sigmundur Már Herbertsson, Kristnn Óskarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Fyrir leik: Bæði lið eru hér á gólfinu að hita upp á meðan starfsmenn og sjálfboðaliðar Hauka gera allt klárt fyrir leikinn. Meðal annars má sjá gömlu kempuna Henning Henningsson sem er nú formaður körfuknattsleiksdeildar Hauka. Fyrir leik: Í fyrri leik liðanna vann Haukar sterkan útsigur, 76-104, þar sem Terrence Watson fór á kostum og skoraði þrjátíu stig og tók tólf fráköst. Ragnar Nathanaelsson var atkvæðamestur hjá Þórsurum með átján stig og ellefu fráökst. Fyrir leik: Terrence Watson hefur farið á kostum fyrir Hauka í vetur, en hann hefur skorað 24,3 stig að meðaltali og tekið 15,4 fráköst. Mike Cook Jr. hefur skorað 25,7 stig að meðaltali fyrir Þór Þorlákshöfn og Ragnar Nathanaelsson hefur tekið 12,6 fráköst. Emil Barja hefur verið duglegastur í liði Hauka að spila sína menn uppi, en hann er að meðaltali með 7,17 stoðsendingar. Stoðsendingarmestur hjá Þórsurum er Baldur Þór Ragnarsson með 5,56 stoðsendingar að meðtali. Fyrir leik: Eins og fyrr segir er leikurinn hér í kvöld gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið. Heimamenn eru í fimmta sæti með 22 stig, en Þór Þorlákshöfn sæti neðar með tveimur stigum minna. Leikurinn er mikilvægur fyrir þær sakir að bæði lið eru að berjast um reyna hreppa heimavallar-réttinn fyrir úrslitakeppnina sem fer senn að hefjast. Einungis tvær umferðir eru eftir af deildinni, eftir leikinn hér í kvöld.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Þórs lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira