Einar Ágúst snýr aftur í Skítamóral Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. mars 2014 09:00 Hljómsveitin Skítamórall snýr aftur. Sveitin er nú fullskipuð og ætlar sér stóra hluti á árinu. fréttablaðið/stefán „Það er æðislegt að vera kominn aftur, þetta er algjör draumur. Ég hef voða lítið spilað á böllum undanfarin tíu ár,“ segir Einar Ágúst Víðisson, söngvari Skítamórals, en hann hefur snúið aftur í sveitina. „Það eru tíu ár síðan Einar Ágúst varð viðskila við hljómsveitina. Hann sótti tímabundið á önnur mið og við vorum í litlu sambandi á þessum tíma. Hann er á góðu róli í dag og það er frábært að fá hann aftur,“ segir Arngrímur Fannar Haraldsson gítarleikari sveitarinnar, betur þekktur sem Addi Fannar. Hljómsveitin hefur þó starfað með hléum undanfarin ár og bætti meðal annars við sig gítarleikaranum Gunnari Þór Jónssyni. Einar Ágúst var leynigestur á dansleik á Spot fyrir skömmu og voru viðbrögðin góð. „Viðtökurnar voru frábærar og menn fóru strax að skoða möguleikann á að fá Einar aftur inn í bandið,“ segir Addi Fannar. Nú þegar Einar er aftur kominn í hljómsveitina var strax farið í að semja lög og texta. „Öll næsta helgi er undirlögð í stúdíói og við gerum ráð fyrir að nýtt lag verði frumflutt fimmtudaginn 27. mars hjá Ívari Guðmunds,“ útskýrir Addi Fannar. Þeir félagar eru að vinna í nokkrum lögum sem gætu endað á plötu. „Ég veit ekki með plötu, plötusala er orðin eins og hún er í dag. Við ætlum allavega að gefa út nokkur lög. Það er þó aldrei að vita nema ný plata líti dagsins ljós.“ Skítamórall ætlar að vera virk á árinu og hefur nú þegar bókað fjölda tónleika. „Við erum búnir að bóka þessar helstu helgar í sumar og nú er verið að raða upp sumrinu,“ bætir Addi Fannar við. Fyrsti formlegi dansleikurinn með Einari verður á Spot laugardaginn 29. mars. „Þetta verður fyrsti formlegi dansleikurinn okkar sem fullskipað band á ný.“ Manstu alla textana Einar? „Þetta er að koma, ég þurfti að rifja þá upp. Ég þurfti líka að rifja upp lög sem ég samdi sjálfur,“ segir Einar Ágúst léttur í lundu. Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
„Það er æðislegt að vera kominn aftur, þetta er algjör draumur. Ég hef voða lítið spilað á böllum undanfarin tíu ár,“ segir Einar Ágúst Víðisson, söngvari Skítamórals, en hann hefur snúið aftur í sveitina. „Það eru tíu ár síðan Einar Ágúst varð viðskila við hljómsveitina. Hann sótti tímabundið á önnur mið og við vorum í litlu sambandi á þessum tíma. Hann er á góðu róli í dag og það er frábært að fá hann aftur,“ segir Arngrímur Fannar Haraldsson gítarleikari sveitarinnar, betur þekktur sem Addi Fannar. Hljómsveitin hefur þó starfað með hléum undanfarin ár og bætti meðal annars við sig gítarleikaranum Gunnari Þór Jónssyni. Einar Ágúst var leynigestur á dansleik á Spot fyrir skömmu og voru viðbrögðin góð. „Viðtökurnar voru frábærar og menn fóru strax að skoða möguleikann á að fá Einar aftur inn í bandið,“ segir Addi Fannar. Nú þegar Einar er aftur kominn í hljómsveitina var strax farið í að semja lög og texta. „Öll næsta helgi er undirlögð í stúdíói og við gerum ráð fyrir að nýtt lag verði frumflutt fimmtudaginn 27. mars hjá Ívari Guðmunds,“ útskýrir Addi Fannar. Þeir félagar eru að vinna í nokkrum lögum sem gætu endað á plötu. „Ég veit ekki með plötu, plötusala er orðin eins og hún er í dag. Við ætlum allavega að gefa út nokkur lög. Það er þó aldrei að vita nema ný plata líti dagsins ljós.“ Skítamórall ætlar að vera virk á árinu og hefur nú þegar bókað fjölda tónleika. „Við erum búnir að bóka þessar helstu helgar í sumar og nú er verið að raða upp sumrinu,“ bætir Addi Fannar við. Fyrsti formlegi dansleikurinn með Einari verður á Spot laugardaginn 29. mars. „Þetta verður fyrsti formlegi dansleikurinn okkar sem fullskipað band á ný.“ Manstu alla textana Einar? „Þetta er að koma, ég þurfti að rifja þá upp. Ég þurfti líka að rifja upp lög sem ég samdi sjálfur,“ segir Einar Ágúst léttur í lundu.
Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira