Fær Ryder-lið Evrópu hárblásara frá Ferguson í kvöld? Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2014 13:45 Sir Alex Ferguson er á heimavelli í Skotlandi. vísir/getty Ryder-bikarinn í golfi hefst á föstudaginn þar sem lið Bandaríkjanna og Evrópu leiða saman hesta sína einu sinni sem oftar. Evrópa á titil að verja eftir ævintýralegan sigur í Medinah í Bandaríkjunum í fyrra þar sem liðið var 10-6 undir eftir annan keppnisdag en vann átta einvígi og gerði eitt jafntefli á lokadeginum. Lið Evrópu fær góðan gest á hótelið sitt í kvöld, en Paul McGinley, fyrirliði evrópska liðsins, fékk Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóra Manchester United, til að halda ræða fyrir sína menn. Ferguson þekkir það vel að messa yfir mönnum, en hann er þekktur fyrir hárblásarameðferðina sem margir af leikmönnum Manchester United kannast vel við. Hann er líka á heimavelli þar sem Ryderinn fer fram í Skotlandi að þessu sinni. Evrópsku kylfingarnir sleppa þó væntanlega við hana, heldur mun Ferguson reyna að veita þeim innblástur fyrir keppnina sem hefst á föstudaginn. „Ég er stuðningsmaður West Ham eins og allir vita, en ég hef alltaf elskað hvernig liðin hans spila. Því oftar sem ég hef hitt hann undanfarið var ég alltaf meira og meira viss um að hann myndi passa í þetta hlutverk,“ segir Paul McGinley um Ferguson. Þessari heimsókn fagna líklega engir meira en Norður-Írarnir RoryMcIlroy, efsti maður heimslistans, og GraemeMcDowell, en þeir eru báðir gríðarlega miklir stuðningsmenn Manchester United og mæta reglulega á heimaleiki liðsins. Golf Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ryder-bikarinn í golfi hefst á föstudaginn þar sem lið Bandaríkjanna og Evrópu leiða saman hesta sína einu sinni sem oftar. Evrópa á titil að verja eftir ævintýralegan sigur í Medinah í Bandaríkjunum í fyrra þar sem liðið var 10-6 undir eftir annan keppnisdag en vann átta einvígi og gerði eitt jafntefli á lokadeginum. Lið Evrópu fær góðan gest á hótelið sitt í kvöld, en Paul McGinley, fyrirliði evrópska liðsins, fékk Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóra Manchester United, til að halda ræða fyrir sína menn. Ferguson þekkir það vel að messa yfir mönnum, en hann er þekktur fyrir hárblásarameðferðina sem margir af leikmönnum Manchester United kannast vel við. Hann er líka á heimavelli þar sem Ryderinn fer fram í Skotlandi að þessu sinni. Evrópsku kylfingarnir sleppa þó væntanlega við hana, heldur mun Ferguson reyna að veita þeim innblástur fyrir keppnina sem hefst á föstudaginn. „Ég er stuðningsmaður West Ham eins og allir vita, en ég hef alltaf elskað hvernig liðin hans spila. Því oftar sem ég hef hitt hann undanfarið var ég alltaf meira og meira viss um að hann myndi passa í þetta hlutverk,“ segir Paul McGinley um Ferguson. Þessari heimsókn fagna líklega engir meira en Norður-Írarnir RoryMcIlroy, efsti maður heimslistans, og GraemeMcDowell, en þeir eru báðir gríðarlega miklir stuðningsmenn Manchester United og mæta reglulega á heimaleiki liðsins.
Golf Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira