Framenda bílsins hefur verið gerbreytt með straumlínulöguðum ljósum, miklu krómi á gerbreyttu grillinu og flottum línum sem leika um neðri hluta framendans. Afturendinn hefur einnig breyst mikið og er allur sportlegri og fágaðri með stórum afturljósum sem teygja sig fram í hliðar bílsins.
Að innan eru enn meiri breytingar og heilmikill íburður. Þar eru nú viðarinnleggingar og stöguð leðurklædd sæti. Auk þessa bíls munu 11 aðrar gerðir Mitsubishi bíla standa í sýningarsbás fyrirtækisins í París og þar á meðal Outlander PHEV rallýbíll sem atti keppni í Asia Cross Country Rally keppninni í ár.
