Sárnar sögusagnir um að hún noti stera til að ná árangri Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. nóvember 2014 16:18 Rannveig lætur engin ólögleg efni ofan í sig. myndir/einkasafn og arnold björnsson „Jæja, ég get ekki annað sagt en að mér sárnaði mjög mikið þau ummæli sem ég er búin að heyra um mig undanfarnar vikur. Þær sögusagnir að ég sé að nota stera til að ná árangri.“ Þetta skrifar Rannveig Hildur Guðmundsdóttir, keppandi í módel fitness, í áhrifaríkum pistli á Facebook-síðu sinni. Rannveig segist hafa fengið skilaboð frá stúlku á Facebook fyrir stuttu sem spurði hana hvort hún væri ekki að taka eitthvað annað en fæðubótarefni til að ná árangri. Að auki hafi hún heyrt sögusagnir um að hún væri að nota stera, sem eru ólöglegir í keppnisíþróttumAldrei heyrt annað eins bull „Ég var í sjokki um daginn þegar stelpa sendi mér message a facebook að spyrja hvað hefði hentað mér best fyrir mót? Ég fór að útskýra fyrir henni þau fæðubótarefni sem ég tek og þá spurði hún mig en eitthvað annað? Þetta var það steiktasta sem ég hef fengið og ég var það grunlaus að ég vissi ekkert hvað hún var að meina. Svo var ég að heyra líka að ég hefði misst út úr mér að ég væri að taka stera?? Ég hef aldrei heyrt annað eins bull,“ skrifar Rannveig í pistlinum sem hún kallar UM „STERANOTKUN“ MÍNA.Þessi mynd var tekin á bikarmótinu 15. nóvember.Veit ekkert um þennan heim Rannveig keppti á sínu fyrsta móti í apríl á þessu ári, Íslandsmóti IFBB. Á því móti náði hún fyrsta sæti í módel fitness fyrir konur undir 168 sentímetrum að hæð og náði öðru sæti í heildarkeppninni. Þá keppti hún í tveimur mótum núna í nóvember; Norðurlandamóti IFBB þar sem hún var meðal þriggja efstu og Bikarmóti IFBB þar sem hún náði fyrsta sæti í sínum flokki og fyrsta sæti í heildarkeppninni. Hún segir þessar sögusagnir um steranotkun algjörlega tilhæfulausar. „Þeir sem þekkja mig vita að þetta er algjört rugl þar sem ég er týpan sem hef ekki þorað að reykja sígarettu hvað þá vera að nota ólögleg efni. Ég þurfti meira að segja að spyrja vinkonu mína út í þetta um daginn til að vita hvað væri eiginlega verið að ásaka mig um þar sem ég veit ekkert um þennan heim og kæri mig ekkert um að vita meira um þetta,“ skrifar hún.Rannveig hefur lagt áherslu á að byggja sig náttúrulega upp.mynd/einkasafnEkki mjög mikil pilluæta „Allt frá upphafi þegar ég tók þá ákvörðun að hefja keppnisþjálfun var ég staðráðin í að byggja mig upp 100% náttúrulega. Það kom aldrei neitt annað til greina. Ég nota þessi hefðbundnu fæðubótarefni, prótein, cla, einstaka sinnum preworkout og þurfti ég að taka kreatin í stuttan tíma fyrir mót til að halda í vöðvamassann minn. Ég nota engar brennslutöflur og er ekki mjög mikil pilluæta, ég reyni að komast hjá því að taka hausverkjartöflur meira að segja,“ bætir hún við. Þá skrifar hún ennfremur að kærasti sinn sé íþróttafræðingur og myndi „aldrei samþykkja“ að hún væri að dæla í sig „ólöglegum efnum.“ Þá lýsir hún því að undirbúningur fyrir Íslandsmótið hafi verið erfiður því hún hafi þurft að þyngja sig og borða oft og mikið af mat á hverjum degi. „Suma dagana hélt ég að það kæmist bara ekki meiri matur ofaní mig. Það var ótrúlega erfitt og undirbúningur fyrir mót hjá mér er alltaf langur. Í allt sumar borðaði ég hollt og mætti samviskusamlega á æfingu á morgnana og kvöldin. Ég lagði hart að mér að ná bætingum fyrir nóvembermótin, ég jók æfingar mínar til muna og tók það mikið af lappaæfingum að ég hélt ég myndi missa vitið,“ skrifar Rannveig.Með kærasta sínum, Viggó Davíð Briem.Ber virðingu fyrir líkama sínum Henni sárnar mjög að fólk sé að dreifa sögusögnum um að hún hafi stytt sér leið að þeim árangri sem hún hefur náð. „Það er alveg fáránlegt að ætla að vera andlit heilbrigðis en vera stútfullur af óheilbrigðum efnum. Ég ber meiri virðingu fyrir líkamanum mínum en það,“ skrifar hún. „Ég hef unnið mjög hart að því að komast þar sem ég er í dag og þetta er mjög særandi að heyra svona sérstaklega þar sem þeir sem eru að dreifa svona sögusögnum þekkja mig ekki neitt og þurfa aðeins að líta í eigin barm. Þeir sem hafa komið þessu áleiðis til mín eru hneykslaðir yfir þessum sögum einnig þar sem þeir vita og þekkja mig betur en þetta. Ég átta mig á því að fólk undrast yfir þeim árangri sem ég hef náð á síðastliðnu ári en mér finnst algjör óþarfi að reyna að koma svona sögusögnum af stað án þess að eiga innistæðu fyrir því,“ bætir hún við. Hún ætlar að halda ótrauð áfram í módel fitness þrátt fyrir þennan mótbyr. „Ég ætla ekki að láta svona sögusagnir á mig fá og halda áfram mínu striki, ég veit betur!“Rannveig ætlar ekki að láta sögusagnirnar á sig fá.mynd/lárus sigurðarson Post by Rannveig Hildur Guðmundsdóttir. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
„Jæja, ég get ekki annað sagt en að mér sárnaði mjög mikið þau ummæli sem ég er búin að heyra um mig undanfarnar vikur. Þær sögusagnir að ég sé að nota stera til að ná árangri.“ Þetta skrifar Rannveig Hildur Guðmundsdóttir, keppandi í módel fitness, í áhrifaríkum pistli á Facebook-síðu sinni. Rannveig segist hafa fengið skilaboð frá stúlku á Facebook fyrir stuttu sem spurði hana hvort hún væri ekki að taka eitthvað annað en fæðubótarefni til að ná árangri. Að auki hafi hún heyrt sögusagnir um að hún væri að nota stera, sem eru ólöglegir í keppnisíþróttumAldrei heyrt annað eins bull „Ég var í sjokki um daginn þegar stelpa sendi mér message a facebook að spyrja hvað hefði hentað mér best fyrir mót? Ég fór að útskýra fyrir henni þau fæðubótarefni sem ég tek og þá spurði hún mig en eitthvað annað? Þetta var það steiktasta sem ég hef fengið og ég var það grunlaus að ég vissi ekkert hvað hún var að meina. Svo var ég að heyra líka að ég hefði misst út úr mér að ég væri að taka stera?? Ég hef aldrei heyrt annað eins bull,“ skrifar Rannveig í pistlinum sem hún kallar UM „STERANOTKUN“ MÍNA.Þessi mynd var tekin á bikarmótinu 15. nóvember.Veit ekkert um þennan heim Rannveig keppti á sínu fyrsta móti í apríl á þessu ári, Íslandsmóti IFBB. Á því móti náði hún fyrsta sæti í módel fitness fyrir konur undir 168 sentímetrum að hæð og náði öðru sæti í heildarkeppninni. Þá keppti hún í tveimur mótum núna í nóvember; Norðurlandamóti IFBB þar sem hún var meðal þriggja efstu og Bikarmóti IFBB þar sem hún náði fyrsta sæti í sínum flokki og fyrsta sæti í heildarkeppninni. Hún segir þessar sögusagnir um steranotkun algjörlega tilhæfulausar. „Þeir sem þekkja mig vita að þetta er algjört rugl þar sem ég er týpan sem hef ekki þorað að reykja sígarettu hvað þá vera að nota ólögleg efni. Ég þurfti meira að segja að spyrja vinkonu mína út í þetta um daginn til að vita hvað væri eiginlega verið að ásaka mig um þar sem ég veit ekkert um þennan heim og kæri mig ekkert um að vita meira um þetta,“ skrifar hún.Rannveig hefur lagt áherslu á að byggja sig náttúrulega upp.mynd/einkasafnEkki mjög mikil pilluæta „Allt frá upphafi þegar ég tók þá ákvörðun að hefja keppnisþjálfun var ég staðráðin í að byggja mig upp 100% náttúrulega. Það kom aldrei neitt annað til greina. Ég nota þessi hefðbundnu fæðubótarefni, prótein, cla, einstaka sinnum preworkout og þurfti ég að taka kreatin í stuttan tíma fyrir mót til að halda í vöðvamassann minn. Ég nota engar brennslutöflur og er ekki mjög mikil pilluæta, ég reyni að komast hjá því að taka hausverkjartöflur meira að segja,“ bætir hún við. Þá skrifar hún ennfremur að kærasti sinn sé íþróttafræðingur og myndi „aldrei samþykkja“ að hún væri að dæla í sig „ólöglegum efnum.“ Þá lýsir hún því að undirbúningur fyrir Íslandsmótið hafi verið erfiður því hún hafi þurft að þyngja sig og borða oft og mikið af mat á hverjum degi. „Suma dagana hélt ég að það kæmist bara ekki meiri matur ofaní mig. Það var ótrúlega erfitt og undirbúningur fyrir mót hjá mér er alltaf langur. Í allt sumar borðaði ég hollt og mætti samviskusamlega á æfingu á morgnana og kvöldin. Ég lagði hart að mér að ná bætingum fyrir nóvembermótin, ég jók æfingar mínar til muna og tók það mikið af lappaæfingum að ég hélt ég myndi missa vitið,“ skrifar Rannveig.Með kærasta sínum, Viggó Davíð Briem.Ber virðingu fyrir líkama sínum Henni sárnar mjög að fólk sé að dreifa sögusögnum um að hún hafi stytt sér leið að þeim árangri sem hún hefur náð. „Það er alveg fáránlegt að ætla að vera andlit heilbrigðis en vera stútfullur af óheilbrigðum efnum. Ég ber meiri virðingu fyrir líkamanum mínum en það,“ skrifar hún. „Ég hef unnið mjög hart að því að komast þar sem ég er í dag og þetta er mjög særandi að heyra svona sérstaklega þar sem þeir sem eru að dreifa svona sögusögnum þekkja mig ekki neitt og þurfa aðeins að líta í eigin barm. Þeir sem hafa komið þessu áleiðis til mín eru hneykslaðir yfir þessum sögum einnig þar sem þeir vita og þekkja mig betur en þetta. Ég átta mig á því að fólk undrast yfir þeim árangri sem ég hef náð á síðastliðnu ári en mér finnst algjör óþarfi að reyna að koma svona sögusögnum af stað án þess að eiga innistæðu fyrir því,“ bætir hún við. Hún ætlar að halda ótrauð áfram í módel fitness þrátt fyrir þennan mótbyr. „Ég ætla ekki að láta svona sögusagnir á mig fá og halda áfram mínu striki, ég veit betur!“Rannveig ætlar ekki að láta sögusagnirnar á sig fá.mynd/lárus sigurðarson Post by Rannveig Hildur Guðmundsdóttir.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira