Hyundai-Kia nálgast 8 milljón bíla sölu í ár Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2014 14:35 Hyundai Sonata. S-Kóreski bílaframleiðandinn Hyundai, sem einnig á Kia merkið stefnir í metsölu í ár og gæti hún farið yfir 8 milljón bíla sölu. Áætlanir ársins hljómuðu uppá 7,86 milljón bíla, en það var greinilega vanmetið þar sem miklar líkur eru á að salan fari yfir 8 milljónir bíla. Í síðasta mánuði seldi fyrirtækið 1.097.250 bíla og jókst sala Hyundai um 1% en 7% hjá Kia. Þessi ágæti árangur Hyundai og Kia kemur ef til vill á óvart sökum hás gengis S-kóreska wonsins sem hefur aldrei verið skráð hærra og hamlar því útflutningi Hyundai og Kia. Enginn gjaldmiðill hefur vaxið meira gagnvart dollar og S-kóreska wonið á síðustu 12 mánuðum, en á meðan hefur japanska yenið fallið um 10%. Þrátt fyrir það hefur góð sala í Brasilíu, Kína og Indlandi dregið vagninn hjá Hyundai og Kia og átt stærstan þátt í árangri fyrirtækjanna beggja á þessu ári. Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent
S-Kóreski bílaframleiðandinn Hyundai, sem einnig á Kia merkið stefnir í metsölu í ár og gæti hún farið yfir 8 milljón bíla sölu. Áætlanir ársins hljómuðu uppá 7,86 milljón bíla, en það var greinilega vanmetið þar sem miklar líkur eru á að salan fari yfir 8 milljónir bíla. Í síðasta mánuði seldi fyrirtækið 1.097.250 bíla og jókst sala Hyundai um 1% en 7% hjá Kia. Þessi ágæti árangur Hyundai og Kia kemur ef til vill á óvart sökum hás gengis S-kóreska wonsins sem hefur aldrei verið skráð hærra og hamlar því útflutningi Hyundai og Kia. Enginn gjaldmiðill hefur vaxið meira gagnvart dollar og S-kóreska wonið á síðustu 12 mánuðum, en á meðan hefur japanska yenið fallið um 10%. Þrátt fyrir það hefur góð sala í Brasilíu, Kína og Indlandi dregið vagninn hjá Hyundai og Kia og átt stærstan þátt í árangri fyrirtækjanna beggja á þessu ári.
Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent