Audi Quattro nálgast framleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2014 11:02 Audi Quattro tilraunabíllinn. Audi sýndi nýja gerð hins goðsagnarkennda Audi Quattro á bílasýningunni í Frankfürt í fyrra, en þá fylgdi sögunni að allsendis óvíst væri að hann færi í framleiðslu, enda um tilraunabíl að ræða. Marc Lichte yfirmaður þróunardeildar Audi lét hafa eftir sér á bílasýningunni í Los Angeles, sem nú stendur yfir, að þessi aflmikli bíll væri nú kominn nær framleiðslustiginu og gleður það vafalaust marga aðdáendur bílsins sem ósigrandi var á tíma í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. Bíllinn sem kynntur var í Frankfürt var ekkert lamb að leika sér við og með 700 hestafla vél. Enn er verið að þróa bílinn og sagði Marc að hann gæti orðið enn magnaðri bíll. Það gæti þýtt enn aflmeiri drifrás, hvernig svo sem því má ná fram. Til stæði að færa hann enn nær upprunanlega bílnum en þar er væntanlega verið að skírskota í ytra útlit hans. Því gæti verið stutt í frekari fréttir af bílnum sem vonandi verða í formi endanlegrar ákvörðunar um framleiðslu hans. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent
Audi sýndi nýja gerð hins goðsagnarkennda Audi Quattro á bílasýningunni í Frankfürt í fyrra, en þá fylgdi sögunni að allsendis óvíst væri að hann færi í framleiðslu, enda um tilraunabíl að ræða. Marc Lichte yfirmaður þróunardeildar Audi lét hafa eftir sér á bílasýningunni í Los Angeles, sem nú stendur yfir, að þessi aflmikli bíll væri nú kominn nær framleiðslustiginu og gleður það vafalaust marga aðdáendur bílsins sem ósigrandi var á tíma í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. Bíllinn sem kynntur var í Frankfürt var ekkert lamb að leika sér við og með 700 hestafla vél. Enn er verið að þróa bílinn og sagði Marc að hann gæti orðið enn magnaðri bíll. Það gæti þýtt enn aflmeiri drifrás, hvernig svo sem því má ná fram. Til stæði að færa hann enn nær upprunanlega bílnum en þar er væntanlega verið að skírskota í ytra útlit hans. Því gæti verið stutt í frekari fréttir af bílnum sem vonandi verða í formi endanlegrar ákvörðunar um framleiðslu hans.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent