Lífið

Í fríi með Chris Pine á Kosta Ríka

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Íris og Chris sáust saman í París fyrir stuttu.
Íris og Chris sáust saman í París fyrir stuttu.
Íris Björk Jóhannesdóttir, sem bar sigur út býtum í keppninni Ungfrú Reykjavík árið 2010, er nú í fríi á Kosta Ríka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eyddi hún áramótunum þar með bandaríska leikaranum og hjartaknúsaranum Chris Pine.

Stutt er síðan myndir náðust af Írisi og Chris í París þar sem þau létu vel að hvort öðru en Íris vill ekkert tjá sig um samband þeirra.

Chris er þekktastur fyrir að leika Kaftein Kirk í kvikmyndunum Star Trek og Star Trek: Into Darkness. Hann leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Jack Ryan: Shadow Recruit sem verður frumsýnd vestan hafs 17. janúar en hún er byggð á njósnaranum vinsæla sem rithöfundurinn sálugi, Tom Clancy, skapaði.

Áætlað er að gera þrjár myndir um Jack Ryan og fékk Chris greiddar fjórar milljónir dollara fyrir fyrstu myndina, rúmlega 460 milljónir króna. Hann mun fá átta milljónir dollara fyrir næstu mynd, rúmlega 920 milljónir króna, og tólf milljónir dollara fyrir þá síðustu, tæplega 1,4 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.