Íslensk stuttmynd á virta bandaríska kvikmyndahátíð Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. janúar 2014 08:00 Ugla Hauksdóttir. „Þetta kom virkilega á óvart, og að komast inn á svona stóra hátíð svona snemma hefur mikla merkingu fyrir okkur þar sem það gefur manni von um að maður sé á réttri braut,“ segir kvikmyndagerðarkonan Ugla Hauksdóttir. Stuttmynd hennar Milk and Blood komst fyrir skömmu inn á eina stærstu kvikmyndahátíð Bandaríkjanna, Slamdance. Markus Englmair leikstýrði myndinni og skrifuðu þau Ugla handritið saman. „Við Markus skrifuðum handritið saman en ég framleiddi líka og var tökumaður, en hann leikstýrði.“ Bæði eru þau á öðru ári í MFA-námi við Columbia University og læra þar leikstjórn og handritsskrif. Milk and Blood fjallar um tvo mjólkurbændur, föður og son, sem líkar ekki vel hvorum við annan. Þegar mjólkurframleiðslan fer einn daginn forgörðum fer allt í háaloft og víkingaeðli feðganna tekur völdin. Myndin er tekin upp á Íslandi. „Markus Englmair sem er frá Austurríki var virkilega spenntur að skjóta myndina á Íslandi jafnvel þótt hann tali ekki tungumálið. Hann sá bæði tækifæri í að nota íslenska náttúru og eins hefur hann áhuga á íslenskri menningu. Það kom honum á óvart hvað ungt kvikmyndagerðarfólk hér heima vinnur faglega. Hann vonast til að myndin hjálpi til við að sýna hæfileika íslenskra leikara en Hannes Óli Ágústsson, Guðmundur Ólafsson og Kjartan Bjargmundsson voru í aðalhlutverkum,“ útskýrir Ugla.Að komast á slíka hátíð hlýtur að hafa í för með sér aukin tækifæri? „Við vonumst til að kynnast fleira fólki í bransanum sem kannski hefur áhuga á samstarfi í framtíðinni. Við erum náttúrulega að vinna okkur upp í að gera kvikmyndir í fullri lengd og þetta er góð byrjun.“ Nokkur þúsund myndir eru sendar inn á Slamdance en myndin Milk and Blood var ein af þrjátíu í flokki svonefndra örsögumynda (e. narrative shorts) sem voru valdar. „Síðan þá hafa nokkrar aðrar hátíðir haft samband við okkur þannig að við vonum bara að myndinni gangi vel áfram. En auðvitað stefnum við líka á að koma myndinni í sýningu hér heima.“ Ugla hefur verið búsett í New York í níu ár og er draumur hennar að vinna bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. „Bæði lönd hafa margt spennandi en ólíkt upp á að bjóða,“ bætir hún við. Sem stendur er hún að vinna að tveimur handritum í fullri lengd sem hún vonast til að leikstýra á næstu árum. „Þangað til held ég áfram að skrifa og leikstýra stuttmyndum og reyna fyrir mér á kvikmyndahátíðum úti í heimi.“ Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Sjá meira
„Þetta kom virkilega á óvart, og að komast inn á svona stóra hátíð svona snemma hefur mikla merkingu fyrir okkur þar sem það gefur manni von um að maður sé á réttri braut,“ segir kvikmyndagerðarkonan Ugla Hauksdóttir. Stuttmynd hennar Milk and Blood komst fyrir skömmu inn á eina stærstu kvikmyndahátíð Bandaríkjanna, Slamdance. Markus Englmair leikstýrði myndinni og skrifuðu þau Ugla handritið saman. „Við Markus skrifuðum handritið saman en ég framleiddi líka og var tökumaður, en hann leikstýrði.“ Bæði eru þau á öðru ári í MFA-námi við Columbia University og læra þar leikstjórn og handritsskrif. Milk and Blood fjallar um tvo mjólkurbændur, föður og son, sem líkar ekki vel hvorum við annan. Þegar mjólkurframleiðslan fer einn daginn forgörðum fer allt í háaloft og víkingaeðli feðganna tekur völdin. Myndin er tekin upp á Íslandi. „Markus Englmair sem er frá Austurríki var virkilega spenntur að skjóta myndina á Íslandi jafnvel þótt hann tali ekki tungumálið. Hann sá bæði tækifæri í að nota íslenska náttúru og eins hefur hann áhuga á íslenskri menningu. Það kom honum á óvart hvað ungt kvikmyndagerðarfólk hér heima vinnur faglega. Hann vonast til að myndin hjálpi til við að sýna hæfileika íslenskra leikara en Hannes Óli Ágústsson, Guðmundur Ólafsson og Kjartan Bjargmundsson voru í aðalhlutverkum,“ útskýrir Ugla.Að komast á slíka hátíð hlýtur að hafa í för með sér aukin tækifæri? „Við vonumst til að kynnast fleira fólki í bransanum sem kannski hefur áhuga á samstarfi í framtíðinni. Við erum náttúrulega að vinna okkur upp í að gera kvikmyndir í fullri lengd og þetta er góð byrjun.“ Nokkur þúsund myndir eru sendar inn á Slamdance en myndin Milk and Blood var ein af þrjátíu í flokki svonefndra örsögumynda (e. narrative shorts) sem voru valdar. „Síðan þá hafa nokkrar aðrar hátíðir haft samband við okkur þannig að við vonum bara að myndinni gangi vel áfram. En auðvitað stefnum við líka á að koma myndinni í sýningu hér heima.“ Ugla hefur verið búsett í New York í níu ár og er draumur hennar að vinna bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. „Bæði lönd hafa margt spennandi en ólíkt upp á að bjóða,“ bætir hún við. Sem stendur er hún að vinna að tveimur handritum í fullri lengd sem hún vonast til að leikstýra á næstu árum. „Þangað til held ég áfram að skrifa og leikstýra stuttmyndum og reyna fyrir mér á kvikmyndahátíðum úti í heimi.“
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Sjá meira