Lífið

Systur syngja saman í kvöld

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Elísabet Eyþórsdóttir söngkona kemur fram ásamt systrum sínum Elínu og Siggu Eyþórsdætrum á tónleikum í kvöld.
Elísabet Eyþórsdóttir söngkona kemur fram ásamt systrum sínum Elínu og Siggu Eyþórsdætrum á tónleikum í kvöld. fréttablaðið/valli
„Við systurnar erum að fara halda tónleika í kvöld á Rosenberg,“ segir tónlistarkonan Elísabet Eyþórsdóttir. Hún kemur fram ásamt systrum sínum þeim Elínu og Siggu Eyþórsdætrum.

„Við verðum bara þrjár og þetta verða svona órafmagnaðir tónleikar.“ Elín og Sigga leika á gítar og Elísabet á munnhörpu og slagverk. Þær syngja þó allar.

„Þetta verða mest frumsamin lög eftir okkur.“ Þær ætla þó að leika einhver tökulög í bland við frumsamda efnið.

Systurnar eru líklega best þekktar fyrir að vera meðlimir í hljómsveitinni Sísý Ey en tónleikarnir í kvöld verða ögn lágstemmdari. Hljómsveitin Sísý Ey undirbýr sig nú undir ferð til Hollands en sveitin leikur þar á Eurosonic hátíðinni í næstu viku.

Tónleikarnir á Rosenberg hefjast klukkan 22.00 og kostar 1.500 krónur inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×