Fagmaður er ófagmaður Guðmundur Andri Thorsson skrifar 13. janúar 2014 00:00 Sigurður Ingi Jóhannsson var hjá Gísla Marteini í gær að ræða um málefni ráðuneyta sinna, sjávarútvegs og landbúnaðar. „Við erum eiginlega búnir með tímann,“ sagði Gísli svo í blálokin þegar hann mundi eftir því að maðurinn ætti víst að heita „umhverfisráðherra“ líka og spurði ráðherrann um viðbrögð hans við opnu bréfi tíu náttúruvísindamanna sem voru í svokölluðum faghópi 1 og lögðu á ráðin um rammaáætlun og verndarnýtingu Þjórsárvera, en þessir vísindamenn hafa mótmælt málflutningi ráðherrans í kjölfar þess að hann hefur nú farið eftir óskum Landsvirkjunar um að setja rammaáætlun í uppnám og hefja vinnu við að virkja í efri hluta Þjórsár. Í opnu bréfi sínu hröktu þessir tíu vísindamenn ýmsar neyðarlegar rangfærslur ráðherrans. Áður hafði ráðherrann eins og kunnugt er talað um það í Kastljósi að hann hygðist fara eftir ráðum „fagmanna“ og lét á sér skilja að sér þætti afar leitt að þurfa að fórna þessum fossum í Þjórsá. En sem sé: Nú hafa fagmennirnir brugðist við og láta á sér skilja að ráðherra fari með fleipur þegar hann setur rammaáætlun í uppnám. En þetta voru náttúrlega ekki réttu fagmennirnir – þetta voru bara náttúruvísindamenn, bara vatnalíffræðingar. Spurningu Gísla Marteins svaraði ráðherra á þá leið þessir vísindamenn virtust geta talið sig vera í pólitík og „geta skrifað greinar og barist fyrir sínum skoðunum“. Var á honum að skilja að þar með væri þetta fólk ekki lengur „fagmenn“. „Hvenær er fagmaður fagmaður?“ spurði hann og lá svarið í loftinu: þegar hann hlýðir ráðherranum. Fagmaður sem leiðréttir ráðherra, hrekur rangfærslur hans á sérfræðisviði sínu – er ekki lengur fagmaður heldur „í pólitík“. Þetta er hálfgert „Catch 22“-ástand hjá þessum fagmönnum; um leið og þeir nota fagþekkingu sína til að leiðrétta ráðherra mega þeir ekki teljast fagmenn lengur heldur „í pólitík“ en ef þeir myndu ekki leiðrétta rangfærslurnar – væru þeir þá raunverulegir fagmenn?OrðsporiðLítil grein í New York Times hefur valdið uppnámi hér, en þar sagði eitthvað á þá leið að fólk skyldi drífa sig til Íslands vilji það eiga þess kost að sjá hálendið íslenska ósnortið áður en það verður eyðilagt. Inn í greinina slæddist ein vond villa en eins og Ómar Ragnarsson benti á í blogggrein í gær eru orð greinarhöfundar um hættuna sem steðjar að íslensku öræfunum ekki ekki jafn fráleit og sumir vilja vera láta, og hann nefnir ótal dæmi um væntanleg umsvif og mannvirkjagerð á hálendinu, sem lítil umræða hefur farið hér um. Það á að margselja þá orku sem fæst úr íslenskum fallvötnum og háhitasvæðum. Og um leið stendur til að laða hingað túrista sem aldrei fyrr, til að þeir njóti hinnar stórbrotnu og ósnortnu íslensku náttúru. En á þessu er bara sá hængur að það hefur enginn – nema kannski kínverskir framsóknarmenn – gaman af því að sjá virkjanir. Það finnst engum eftirsóknarvert að sjá raflínur og staura, jarðýtur eru fáum augnayndi. Maður getur ekki bæði farið til hægri og vinstri í einu. Það er ekki hægt að vernda og virkja í einu. Það verður að velja þarna á milli. Virkjanastefnan færir okkur vissulega ákveðin umsvif af vissu tagi og skapar störf, hefur líka í för með sér afleidd störf; hún nýtir tiltekna tækniþekkingu og getur, þegar vel tekst til, orðið burðarás í samfélagi kringum verksmiðjurekstur, laðar að sér fólk sem vill vinna við verksmiðjur. En hún er dýru verði keypt – ekki aðeins í þeim skilningi að miklu þarf að kosta til við að koma henni á fót, heldur hefur hún í för með sér ýmsar óafturkræfar náttúrufórnir, og áreiðanlega ekki öll kurl komin til grafar með það, enda hafa hér á landi fyrst og fremst verið hafðir í ráðum verkfræðingar með takmarkaða þekkingu á vistkerfi náttúrunnar og þar með afleiðingum þess að stífla ár. Umfram allt snýst þetta um náttúruna sjálfa, því að hún hefur gildi í sjálfri sér, og maðurinn verður að finna leið til þess að lifa með henni og í henni en ekki bara með því að róta endalaust upp gæðum hennar. Ekki þarf heldur að fara mörgum orðum um það hvílík verðmæti, í öllum skilningi, eru fólgin í ómanngerðri og mannvirkjalausri náttúru. Með hverju árinu sem líður verða öræfin dýrmætari – og ekki bara þau í sjálfu sér – heldur líka sjálf hugmyndin um öræfin – hugmyndin um hið stórbrotna sem á sér stað og forsendur utan mannlegrar seilingar: það sjáum við svo vel á þeim ferðamönnum sem hingað leita í æ ríkara mæli, frá stórborgarsamfélögum heimsins með sínum gný og sínu mikla áreiti. Í þjónustu við það fólk og uppbyggingu kringum slíka ferðamennsku liggja tækifærin – og sjálfsvirðingin, því hægt er að vera stoltur af því að vernda það sem manni hefur verið trúað fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun
Sigurður Ingi Jóhannsson var hjá Gísla Marteini í gær að ræða um málefni ráðuneyta sinna, sjávarútvegs og landbúnaðar. „Við erum eiginlega búnir með tímann,“ sagði Gísli svo í blálokin þegar hann mundi eftir því að maðurinn ætti víst að heita „umhverfisráðherra“ líka og spurði ráðherrann um viðbrögð hans við opnu bréfi tíu náttúruvísindamanna sem voru í svokölluðum faghópi 1 og lögðu á ráðin um rammaáætlun og verndarnýtingu Þjórsárvera, en þessir vísindamenn hafa mótmælt málflutningi ráðherrans í kjölfar þess að hann hefur nú farið eftir óskum Landsvirkjunar um að setja rammaáætlun í uppnám og hefja vinnu við að virkja í efri hluta Þjórsár. Í opnu bréfi sínu hröktu þessir tíu vísindamenn ýmsar neyðarlegar rangfærslur ráðherrans. Áður hafði ráðherrann eins og kunnugt er talað um það í Kastljósi að hann hygðist fara eftir ráðum „fagmanna“ og lét á sér skilja að sér þætti afar leitt að þurfa að fórna þessum fossum í Þjórsá. En sem sé: Nú hafa fagmennirnir brugðist við og láta á sér skilja að ráðherra fari með fleipur þegar hann setur rammaáætlun í uppnám. En þetta voru náttúrlega ekki réttu fagmennirnir – þetta voru bara náttúruvísindamenn, bara vatnalíffræðingar. Spurningu Gísla Marteins svaraði ráðherra á þá leið þessir vísindamenn virtust geta talið sig vera í pólitík og „geta skrifað greinar og barist fyrir sínum skoðunum“. Var á honum að skilja að þar með væri þetta fólk ekki lengur „fagmenn“. „Hvenær er fagmaður fagmaður?“ spurði hann og lá svarið í loftinu: þegar hann hlýðir ráðherranum. Fagmaður sem leiðréttir ráðherra, hrekur rangfærslur hans á sérfræðisviði sínu – er ekki lengur fagmaður heldur „í pólitík“. Þetta er hálfgert „Catch 22“-ástand hjá þessum fagmönnum; um leið og þeir nota fagþekkingu sína til að leiðrétta ráðherra mega þeir ekki teljast fagmenn lengur heldur „í pólitík“ en ef þeir myndu ekki leiðrétta rangfærslurnar – væru þeir þá raunverulegir fagmenn?OrðsporiðLítil grein í New York Times hefur valdið uppnámi hér, en þar sagði eitthvað á þá leið að fólk skyldi drífa sig til Íslands vilji það eiga þess kost að sjá hálendið íslenska ósnortið áður en það verður eyðilagt. Inn í greinina slæddist ein vond villa en eins og Ómar Ragnarsson benti á í blogggrein í gær eru orð greinarhöfundar um hættuna sem steðjar að íslensku öræfunum ekki ekki jafn fráleit og sumir vilja vera láta, og hann nefnir ótal dæmi um væntanleg umsvif og mannvirkjagerð á hálendinu, sem lítil umræða hefur farið hér um. Það á að margselja þá orku sem fæst úr íslenskum fallvötnum og háhitasvæðum. Og um leið stendur til að laða hingað túrista sem aldrei fyrr, til að þeir njóti hinnar stórbrotnu og ósnortnu íslensku náttúru. En á þessu er bara sá hængur að það hefur enginn – nema kannski kínverskir framsóknarmenn – gaman af því að sjá virkjanir. Það finnst engum eftirsóknarvert að sjá raflínur og staura, jarðýtur eru fáum augnayndi. Maður getur ekki bæði farið til hægri og vinstri í einu. Það er ekki hægt að vernda og virkja í einu. Það verður að velja þarna á milli. Virkjanastefnan færir okkur vissulega ákveðin umsvif af vissu tagi og skapar störf, hefur líka í för með sér afleidd störf; hún nýtir tiltekna tækniþekkingu og getur, þegar vel tekst til, orðið burðarás í samfélagi kringum verksmiðjurekstur, laðar að sér fólk sem vill vinna við verksmiðjur. En hún er dýru verði keypt – ekki aðeins í þeim skilningi að miklu þarf að kosta til við að koma henni á fót, heldur hefur hún í för með sér ýmsar óafturkræfar náttúrufórnir, og áreiðanlega ekki öll kurl komin til grafar með það, enda hafa hér á landi fyrst og fremst verið hafðir í ráðum verkfræðingar með takmarkaða þekkingu á vistkerfi náttúrunnar og þar með afleiðingum þess að stífla ár. Umfram allt snýst þetta um náttúruna sjálfa, því að hún hefur gildi í sjálfri sér, og maðurinn verður að finna leið til þess að lifa með henni og í henni en ekki bara með því að róta endalaust upp gæðum hennar. Ekki þarf heldur að fara mörgum orðum um það hvílík verðmæti, í öllum skilningi, eru fólgin í ómanngerðri og mannvirkjalausri náttúru. Með hverju árinu sem líður verða öræfin dýrmætari – og ekki bara þau í sjálfu sér – heldur líka sjálf hugmyndin um öræfin – hugmyndin um hið stórbrotna sem á sér stað og forsendur utan mannlegrar seilingar: það sjáum við svo vel á þeim ferðamönnum sem hingað leita í æ ríkara mæli, frá stórborgarsamfélögum heimsins með sínum gný og sínu mikla áreiti. Í þjónustu við það fólk og uppbyggingu kringum slíka ferðamennsku liggja tækifærin – og sjálfsvirðingin, því hægt er að vera stoltur af því að vernda það sem manni hefur verið trúað fyrir.