Íslensk tónlist vekur mikla lukku Gunnar Leó Pálsson skrifar 17. janúar 2014 08:30 Arnar Eggert Thoroddsen er fulltrúi Íslands í samnorrænu dómnefndinni. fréttablaðið/valli „Við stöndum vel að vígi og tónlistarsenan er góð á Íslandi. Það eru ákveðnar pælingar í gangi hér á landi, við erum rík af góðri tónlist,“ segir tónlistarfræðingurinn Arnar Eggert Thoroddsen en hann er fulltrúi Íslands í samnorrænu dómnefndinni sem velur þær plötur sem komast í úrtak til Norrænu tónlistarverðlaunanna. Norrænu tónlistarverðlaunin eða Nordic Music Prize, verða veitt í fjórða sinn í febrúar í Ósló, samhliða by:Larm tónlistarhátíðinni. „By:Larm tónlistarhátíðin er nokkurs konar norsk Airwaves-hátíð og þar spila margar þeirra sveita sem tilnefndar eru til verðlaunanna.“ Ferli þeirra platna sem komast í úrslit er langt og strangt. „Fyrst er búinn til íslenskur 25 platna listi og svo er sá listi borinn undir tæplega hundrað manns sem tengjast hinum íslenska tónlistarbransa með margvíslegum hætti. Hlutverk þeirra var að velja áfram tíu plötur,“ útskýrir Arnar Eggert. Allar plötur sem koma út á Íslandi á árinu eiga möguleika á að komast í pottinn. Samnorræn dómnefnd setur svo saman tólf platna heildarlista upp úr þessum fimmtíu plötum sem verður kynntur síðar í mánuðinum. Alþjóðleg dómnefnd sér svo um að velja lokasigurvegarann af tólf platna listanum. Jónsi sigraði verðlaunin þegar Norrænu tónlistarverðlaunin voru haldin árið 2010. „Þessi verðlaun eru mjög sniðug til að koma norrænni tónlist á framfæri erlendis,“ bætir Arnar Eggert við.Íslensku plöturnar tíu sem tilnefndar eru:Emilíana Torrini – TookahGrísalappalísa – AliHjaltalín – Enter 4Mammút – Komdu til mín svarta systirmúm – SmilewoundOjba Rasta – FriðurSamaris – SamarisSigur Rós – KveikurSin Fang – FlowersTilbury – Northern Comfort Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við stöndum vel að vígi og tónlistarsenan er góð á Íslandi. Það eru ákveðnar pælingar í gangi hér á landi, við erum rík af góðri tónlist,“ segir tónlistarfræðingurinn Arnar Eggert Thoroddsen en hann er fulltrúi Íslands í samnorrænu dómnefndinni sem velur þær plötur sem komast í úrtak til Norrænu tónlistarverðlaunanna. Norrænu tónlistarverðlaunin eða Nordic Music Prize, verða veitt í fjórða sinn í febrúar í Ósló, samhliða by:Larm tónlistarhátíðinni. „By:Larm tónlistarhátíðin er nokkurs konar norsk Airwaves-hátíð og þar spila margar þeirra sveita sem tilnefndar eru til verðlaunanna.“ Ferli þeirra platna sem komast í úrslit er langt og strangt. „Fyrst er búinn til íslenskur 25 platna listi og svo er sá listi borinn undir tæplega hundrað manns sem tengjast hinum íslenska tónlistarbransa með margvíslegum hætti. Hlutverk þeirra var að velja áfram tíu plötur,“ útskýrir Arnar Eggert. Allar plötur sem koma út á Íslandi á árinu eiga möguleika á að komast í pottinn. Samnorræn dómnefnd setur svo saman tólf platna heildarlista upp úr þessum fimmtíu plötum sem verður kynntur síðar í mánuðinum. Alþjóðleg dómnefnd sér svo um að velja lokasigurvegarann af tólf platna listanum. Jónsi sigraði verðlaunin þegar Norrænu tónlistarverðlaunin voru haldin árið 2010. „Þessi verðlaun eru mjög sniðug til að koma norrænni tónlist á framfæri erlendis,“ bætir Arnar Eggert við.Íslensku plöturnar tíu sem tilnefndar eru:Emilíana Torrini – TookahGrísalappalísa – AliHjaltalín – Enter 4Mammút – Komdu til mín svarta systirmúm – SmilewoundOjba Rasta – FriðurSamaris – SamarisSigur Rós – KveikurSin Fang – FlowersTilbury – Northern Comfort
Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira