Vilja gagnaver á Blönduós Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 20. janúar 2014 12:00 Frá því að Blönduósvirkjun var tekin í notkun fyrir rúmum tuttugu árum hefur verið reynt að leita leiða til að nýta orkuna sem næst virkjunarstað. Í þeim tilgangi hafa menn boðið fram lóð og aðstöðu fyrir gagnaver á Blönduósi. Fréttablaðið/Pjetur „Gagnaver gæti skapað fimm til fimmtán ný störf á Blönduósi. Þó þetta séu ekki mörg störf myndu þau skipta miklu máli fyrir atvinnulíf hér um slóðir,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi. Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu um átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norðurlandi vestra svo hægt sé að nýta raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun á sem hagkvæmastan hátt. Þá er fyrst og fremst horft til byggingar gagnavers á Blönduósi. Blönduvirkjun var tekin í gagnið árið 1991. Síðan hafa sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu unnið að því að fá orkufrekan iðnað í héraðið. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni kemur fram að samstarf við innlenda og erlenda aðila sem reynslu hafa af byggingu gagnavera hafi leitt í ljós að svæðið sé kjörið fyrir starfsemi öflugs gagnavers sem krefst verulegrar raforku með miklu afhendingaröryggi, gnægð byggingarlands og góðum kælimöguleikum. Orkuöryggið byggist að verulegu leyti á nálægð við Blönduvirkjun og tengivirki Landsnets við Laxárvirkjun. Náttúruleg vá sé í lágmarki miðað við íslenskar aðstæður þar sem svæðið sé utan virkra eldfjalla- og jarðskjálftasvæða. Hætta á flóðbylgjum, snjóflóðum og skriðuföllum sé heldur ekki til staðar. Þessu til viðbótar má nefna að aðalskipulag Blönduósbæjar gerir ráð fyrir 270 hektara lóð sem er 40 metra yfir sjávarmáli. Arnar Þór segir að áhugi erlendra fjárfesta á að reisa gagnaver hér landi hafi aukist á nýjan leik enda sé efnahagsástand í heiminum að batna. Á síðasta áratug voru viðræður um byggingu gagnavers á Blönduósi komnar nokkuð langt. Sá sem sýndi mestan áhuga var Morgan Stanley-bankinn sem ætlaði að hýsa rafræn gögn sín í verinu. Það slitnaði upp úr viðræðum 2012 og síðan hafa engar beinar viðræður átt sér stað. „En ég er vongóður um að í fyllingu tímans rísi hér gagnaver,“ segir Arnar Þór. Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
„Gagnaver gæti skapað fimm til fimmtán ný störf á Blönduósi. Þó þetta séu ekki mörg störf myndu þau skipta miklu máli fyrir atvinnulíf hér um slóðir,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi. Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu um átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norðurlandi vestra svo hægt sé að nýta raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun á sem hagkvæmastan hátt. Þá er fyrst og fremst horft til byggingar gagnavers á Blönduósi. Blönduvirkjun var tekin í gagnið árið 1991. Síðan hafa sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu unnið að því að fá orkufrekan iðnað í héraðið. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni kemur fram að samstarf við innlenda og erlenda aðila sem reynslu hafa af byggingu gagnavera hafi leitt í ljós að svæðið sé kjörið fyrir starfsemi öflugs gagnavers sem krefst verulegrar raforku með miklu afhendingaröryggi, gnægð byggingarlands og góðum kælimöguleikum. Orkuöryggið byggist að verulegu leyti á nálægð við Blönduvirkjun og tengivirki Landsnets við Laxárvirkjun. Náttúruleg vá sé í lágmarki miðað við íslenskar aðstæður þar sem svæðið sé utan virkra eldfjalla- og jarðskjálftasvæða. Hætta á flóðbylgjum, snjóflóðum og skriðuföllum sé heldur ekki til staðar. Þessu til viðbótar má nefna að aðalskipulag Blönduósbæjar gerir ráð fyrir 270 hektara lóð sem er 40 metra yfir sjávarmáli. Arnar Þór segir að áhugi erlendra fjárfesta á að reisa gagnaver hér landi hafi aukist á nýjan leik enda sé efnahagsástand í heiminum að batna. Á síðasta áratug voru viðræður um byggingu gagnavers á Blönduósi komnar nokkuð langt. Sá sem sýndi mestan áhuga var Morgan Stanley-bankinn sem ætlaði að hýsa rafræn gögn sín í verinu. Það slitnaði upp úr viðræðum 2012 og síðan hafa engar beinar viðræður átt sér stað. „En ég er vongóður um að í fyllingu tímans rísi hér gagnaver,“ segir Arnar Þór.
Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira