Vilja gagnaver á Blönduós Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 20. janúar 2014 12:00 Frá því að Blönduósvirkjun var tekin í notkun fyrir rúmum tuttugu árum hefur verið reynt að leita leiða til að nýta orkuna sem næst virkjunarstað. Í þeim tilgangi hafa menn boðið fram lóð og aðstöðu fyrir gagnaver á Blönduósi. Fréttablaðið/Pjetur „Gagnaver gæti skapað fimm til fimmtán ný störf á Blönduósi. Þó þetta séu ekki mörg störf myndu þau skipta miklu máli fyrir atvinnulíf hér um slóðir,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi. Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu um átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norðurlandi vestra svo hægt sé að nýta raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun á sem hagkvæmastan hátt. Þá er fyrst og fremst horft til byggingar gagnavers á Blönduósi. Blönduvirkjun var tekin í gagnið árið 1991. Síðan hafa sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu unnið að því að fá orkufrekan iðnað í héraðið. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni kemur fram að samstarf við innlenda og erlenda aðila sem reynslu hafa af byggingu gagnavera hafi leitt í ljós að svæðið sé kjörið fyrir starfsemi öflugs gagnavers sem krefst verulegrar raforku með miklu afhendingaröryggi, gnægð byggingarlands og góðum kælimöguleikum. Orkuöryggið byggist að verulegu leyti á nálægð við Blönduvirkjun og tengivirki Landsnets við Laxárvirkjun. Náttúruleg vá sé í lágmarki miðað við íslenskar aðstæður þar sem svæðið sé utan virkra eldfjalla- og jarðskjálftasvæða. Hætta á flóðbylgjum, snjóflóðum og skriðuföllum sé heldur ekki til staðar. Þessu til viðbótar má nefna að aðalskipulag Blönduósbæjar gerir ráð fyrir 270 hektara lóð sem er 40 metra yfir sjávarmáli. Arnar Þór segir að áhugi erlendra fjárfesta á að reisa gagnaver hér landi hafi aukist á nýjan leik enda sé efnahagsástand í heiminum að batna. Á síðasta áratug voru viðræður um byggingu gagnavers á Blönduósi komnar nokkuð langt. Sá sem sýndi mestan áhuga var Morgan Stanley-bankinn sem ætlaði að hýsa rafræn gögn sín í verinu. Það slitnaði upp úr viðræðum 2012 og síðan hafa engar beinar viðræður átt sér stað. „En ég er vongóður um að í fyllingu tímans rísi hér gagnaver,“ segir Arnar Þór. Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
„Gagnaver gæti skapað fimm til fimmtán ný störf á Blönduósi. Þó þetta séu ekki mörg störf myndu þau skipta miklu máli fyrir atvinnulíf hér um slóðir,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi. Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu um átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norðurlandi vestra svo hægt sé að nýta raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun á sem hagkvæmastan hátt. Þá er fyrst og fremst horft til byggingar gagnavers á Blönduósi. Blönduvirkjun var tekin í gagnið árið 1991. Síðan hafa sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu unnið að því að fá orkufrekan iðnað í héraðið. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni kemur fram að samstarf við innlenda og erlenda aðila sem reynslu hafa af byggingu gagnavera hafi leitt í ljós að svæðið sé kjörið fyrir starfsemi öflugs gagnavers sem krefst verulegrar raforku með miklu afhendingaröryggi, gnægð byggingarlands og góðum kælimöguleikum. Orkuöryggið byggist að verulegu leyti á nálægð við Blönduvirkjun og tengivirki Landsnets við Laxárvirkjun. Náttúruleg vá sé í lágmarki miðað við íslenskar aðstæður þar sem svæðið sé utan virkra eldfjalla- og jarðskjálftasvæða. Hætta á flóðbylgjum, snjóflóðum og skriðuföllum sé heldur ekki til staðar. Þessu til viðbótar má nefna að aðalskipulag Blönduósbæjar gerir ráð fyrir 270 hektara lóð sem er 40 metra yfir sjávarmáli. Arnar Þór segir að áhugi erlendra fjárfesta á að reisa gagnaver hér landi hafi aukist á nýjan leik enda sé efnahagsástand í heiminum að batna. Á síðasta áratug voru viðræður um byggingu gagnavers á Blönduósi komnar nokkuð langt. Sá sem sýndi mestan áhuga var Morgan Stanley-bankinn sem ætlaði að hýsa rafræn gögn sín í verinu. Það slitnaði upp úr viðræðum 2012 og síðan hafa engar beinar viðræður átt sér stað. „En ég er vongóður um að í fyllingu tímans rísi hér gagnaver,“ segir Arnar Þór.
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira