Þróunarfyrirtæki á hraðri leið úr landi Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. janúar 2014 07:00 Virkjað í Kenýa. Erlendir samstarfsaðilar fást ekki til þess að leggja fé í íslensk fyrirtæki á sviði jarðvarma. Af þeim sökum færast verkefni í erlend félög. Nordicphotos/AFP „Almennt séð eru öll þessi þróunarfyrirtæki meira og minna farin úr landi,“ segir Lárus Elíasson, framkvæmdastjóri sviðs nýrra jarðvarmavirkjana hjá alþjóðafyrirtækinu Atlas Copco og fyrrverandi forstjóri Enex, um stöðu jarðvarmaverkefna Íslendinga utan landsteinanna. „Eina undantekningin er Reykjavík Geothermal.“ Gjaldeyrishöftin hreki starfsemina úr landi. Meðal íslenskra félaga sem unnið hafa að jarðvarmaverkefnum í útlöndum og eru ekki lengur virk, samkvæmt upplýsingum Lárusar, eru Geysir Green Energy (GGE), Enex, Landsvirkjun Power (LVP) og Reykjavík Energy Invest (REI). „Höftin loka svo miklum tækifærum,“ segir Lárus, en þar komi til fælingarmáttur haftanna á erlenda fjárfesta. „Þetta er kannski ekki síður girðing hugans en raunveruleiki, en fólk forðast svona uppstillingar.“Lárus ElíassonStarfsfólk í orkugeira segir Lárus hins vegar hafa fundið sér verkefni víða um heim, hvort sem það sé í Kína, Bretlandi, Noregi eða annars staðar. „Jarðboranir eru með mestan hluta af sínum áhöldum erlendis og bora í Indónesíu og á Nýja-Sjálandi.“ Fólk í geiranum sé því bara jákvætt því staðan sýni að þar sem þekking er til staðar sé hægt að selja hana í einhverri mynd. „En það hefði náttúrlega verið miklu skemmtilegra að gera eitthvað á íslenskum forsendum.“ Skaðinn fyrir Ísland endurspeglist í því að nú sé bara um að ræða útselda sérfræðivinnu í útlöndum, fremur en að verið sé að stofna fyrirtæki sem síðan skili heim hagnaði. „Þeir segja grínlaust, verkfræðingarnir sem komnir eru til Noregs, að þeir séu farandverkamenn norðursins.“ Verkefnin sé ekki að finna heima og því þurfi menn að leita annað til að færa björg í bú.Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta.Fréttablaðið/PjeturÓfremdarástand fyrir eigendur sparifjár „Staðan er óbærileg og sér ekki fyrir endann á henni,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. „Fjárfestar og sparifjáreigendur eiga enga kosti í þessu landi. Raunskattlagning sparnaðarkosta er hér um og yfir 100 prósent og hér er sennilega verðbóla á hlutabréfamarkaði,“ segir Vilhjálmur og kveður því sparifjáreigendur eiga afskaplega bágt. „Og sá hópur sparifjáreigenda sem heitir lífeyrissjóðir á það enn bágara því hér er verið að byggja upp töluvert stóra bólu sem hugsanlega gæti leitt til skerðingar á lífeyri á komandi árum.“ Innanlandsáhætta innan hafta sé því að verða heldur mikil. Síðan reyni hver að klóra sig fram úr stöðunni eftir eigin hyggjuviti, hvort sem það sé með fasteignakaupum, eða með því að spara ekki. Á þingi segir Vilhjálmur áfram þrýst á um lausn gjaldeyrishaftanna, en það gangi hægt. Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
„Almennt séð eru öll þessi þróunarfyrirtæki meira og minna farin úr landi,“ segir Lárus Elíasson, framkvæmdastjóri sviðs nýrra jarðvarmavirkjana hjá alþjóðafyrirtækinu Atlas Copco og fyrrverandi forstjóri Enex, um stöðu jarðvarmaverkefna Íslendinga utan landsteinanna. „Eina undantekningin er Reykjavík Geothermal.“ Gjaldeyrishöftin hreki starfsemina úr landi. Meðal íslenskra félaga sem unnið hafa að jarðvarmaverkefnum í útlöndum og eru ekki lengur virk, samkvæmt upplýsingum Lárusar, eru Geysir Green Energy (GGE), Enex, Landsvirkjun Power (LVP) og Reykjavík Energy Invest (REI). „Höftin loka svo miklum tækifærum,“ segir Lárus, en þar komi til fælingarmáttur haftanna á erlenda fjárfesta. „Þetta er kannski ekki síður girðing hugans en raunveruleiki, en fólk forðast svona uppstillingar.“Lárus ElíassonStarfsfólk í orkugeira segir Lárus hins vegar hafa fundið sér verkefni víða um heim, hvort sem það sé í Kína, Bretlandi, Noregi eða annars staðar. „Jarðboranir eru með mestan hluta af sínum áhöldum erlendis og bora í Indónesíu og á Nýja-Sjálandi.“ Fólk í geiranum sé því bara jákvætt því staðan sýni að þar sem þekking er til staðar sé hægt að selja hana í einhverri mynd. „En það hefði náttúrlega verið miklu skemmtilegra að gera eitthvað á íslenskum forsendum.“ Skaðinn fyrir Ísland endurspeglist í því að nú sé bara um að ræða útselda sérfræðivinnu í útlöndum, fremur en að verið sé að stofna fyrirtæki sem síðan skili heim hagnaði. „Þeir segja grínlaust, verkfræðingarnir sem komnir eru til Noregs, að þeir séu farandverkamenn norðursins.“ Verkefnin sé ekki að finna heima og því þurfi menn að leita annað til að færa björg í bú.Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta.Fréttablaðið/PjeturÓfremdarástand fyrir eigendur sparifjár „Staðan er óbærileg og sér ekki fyrir endann á henni,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. „Fjárfestar og sparifjáreigendur eiga enga kosti í þessu landi. Raunskattlagning sparnaðarkosta er hér um og yfir 100 prósent og hér er sennilega verðbóla á hlutabréfamarkaði,“ segir Vilhjálmur og kveður því sparifjáreigendur eiga afskaplega bágt. „Og sá hópur sparifjáreigenda sem heitir lífeyrissjóðir á það enn bágara því hér er verið að byggja upp töluvert stóra bólu sem hugsanlega gæti leitt til skerðingar á lífeyri á komandi árum.“ Innanlandsáhætta innan hafta sé því að verða heldur mikil. Síðan reyni hver að klóra sig fram úr stöðunni eftir eigin hyggjuviti, hvort sem það sé með fasteignakaupum, eða með því að spara ekki. Á þingi segir Vilhjálmur áfram þrýst á um lausn gjaldeyrishaftanna, en það gangi hægt.
Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira