Blóðþyrstur morðingi í bíó Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 14:00 Spennutryllirinn Nurse er frumsýnd á morgun. Hún fjallar um Danni sem er nýútskrifuð hjúkrunarkona sem hlakkar til að hefja störf á sjúkrahúsinu sem hún hefur ráðið sig til. Ein af þeim fyrstu sem hún kynnist þar er hjúkrunarkonan Abby Russell sem við fyrstu kynni verkar hlýleg, hvetjandi og hjálpsöm með afbrigðum. Dag einn eftir vinnu býður Abby Danni að koma með sér á skemmtistað að skvetta dálítið úr klaufunum. Danni þiggur boðið en áður en kvöldið er úti byrlar Abby henni sljóvgunarlyf og fær hana síðan til að koma með sér heim. Þar vaknar Danni ringluð daginn eftir og áttar sig á því að Abby hefur misnotað hana og traust hennar. Þar með er hafinn leikur kattarins að músinni því um leið og Danni reynir að segja frá því sem gerðist kemur í ljós að Abby hefur miklu meira á samviskunni. Hún er í raun blóðþyrstur morðingi sem um langt skeið hefur stundað þann leik að laða að sér ótrúa eiginmenn og myrða þá þegar leikurinn stendur sem hæst. Í aðalhlutverkum eru Katrina Bowden, Judd Nelson og Paz de la Huerta. Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Spennutryllirinn Nurse er frumsýnd á morgun. Hún fjallar um Danni sem er nýútskrifuð hjúkrunarkona sem hlakkar til að hefja störf á sjúkrahúsinu sem hún hefur ráðið sig til. Ein af þeim fyrstu sem hún kynnist þar er hjúkrunarkonan Abby Russell sem við fyrstu kynni verkar hlýleg, hvetjandi og hjálpsöm með afbrigðum. Dag einn eftir vinnu býður Abby Danni að koma með sér á skemmtistað að skvetta dálítið úr klaufunum. Danni þiggur boðið en áður en kvöldið er úti byrlar Abby henni sljóvgunarlyf og fær hana síðan til að koma með sér heim. Þar vaknar Danni ringluð daginn eftir og áttar sig á því að Abby hefur misnotað hana og traust hennar. Þar með er hafinn leikur kattarins að músinni því um leið og Danni reynir að segja frá því sem gerðist kemur í ljós að Abby hefur miklu meira á samviskunni. Hún er í raun blóðþyrstur morðingi sem um langt skeið hefur stundað þann leik að laða að sér ótrúa eiginmenn og myrða þá þegar leikurinn stendur sem hæst. Í aðalhlutverkum eru Katrina Bowden, Judd Nelson og Paz de la Huerta.
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira