Burt með pósteinokun Pawel Bartoszek skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Það má ýmislegt segja um ESB og ekki allt bara jákvætt. En eitt af því sem er jákvætt er hin kreddukennda þráhyggja til að búa til „sameiginlega evrópska markaði“ í hinu og þessu. Oft er þar með verið að brjóta upp fyrirkomulag þar sem 20-30 stórmerkilegir einokunarrisar sitja hver um sinn landsmarkað og halda því fram að þeir veiti afburðagóða og hagkvæma þjónustu. Samkeppnin muni gera allt verra. Þannig var evrópski flugbransinn fyrir tveimur áratugum. Þannig var evrópski póstmarkaðurinn þangað til í fyrra. Og þannig er íslenski póstmarkaðurinn enn.Hverjir ætla enn á ný… Ég dvaldi nýlega nokkra mánuði í Póllandi og fékk ég að kynnast skelfingum hins verðandi frjálsa póstmarkaðar. Ég pantaði mikið á netinu. Það sem ég pantaði kom oftast heim til mín. Ólíkar netverslanir sömdu við ólík póstfyrirtæki sem lögðu sig alveg fram við að ná á mann, t.d. með því að hringja og athuga hvort maður væri heima. Á Íslandi fæ ég nánast alltaf bara miða um að bókin sem ég hafði pantað hafi komið í heimsókn og horft inn um gluggann en ekki komist inn. Í Póllandi er einnig fyrirtæki, InPost, sem starfrækir svona „hraðpakkastöðvar“. Maður stingur pakka í hólf í einni borg og pakkinn birtist næsta dag með undraverðum hætti í sambærilegu hólfi í annarri borg. Viðtakandi fær sms um leið og pakkinn er kominn ásamt kóðanum sem þarf að stimpla inn til að geta sótt hann. Reyndar nota fjölmargar netverslanir sömu dreifingaraðferð. Það kemur í ljós að sumir kjósa nafnleynd varðandi sumt af því sem þeir kaupa á netinu. Skrítið. InPost fór inn á Bretlandsmarkað fyrir ári. Fyrirtækið áformar að setja upp 2.000 mannlausar „hraðpakkastöðvar“ í landinu fyrir árslok 2014.…að einoka markað… Nú vilja eflaust sumir að ég taki fram hið augljósa: Að Pólland og Bretland séu fjölmennari og þéttbýlli lönd en Ísland. Og að ég viðurkenni þannig óbeint að það skipti einhverju máli. Jú, jú, kannski borgar sumt sig á stórum markaði frekar en á litlum markaði en það er algjör óþarfi að banna hlut af ótta við að hann floppi. Hitt er annað mál að litlir markaðir er oft ágætisvettvangur til að prófa hugmyndir. Við missum það ef við bönnum alltaf allt. Íslensk stjórnvöld hafa þurft að leyfa einkaaðilum að fara með pakka og stærri bréf á milli staða út af EES-samningnum. Íslandspóstur heldur þó einkaleyfi á minnstu bréfunum. Seinustu ríkisstjórn tókst að ná því fram að almenningur myndi ekki njóta samkeppni á þessu sviði. Póstfrelsi var haldið utan við EES. Niðurstaða: Einkaaðilar mega enn ekki fara með gluggapóst, sendibréf eða póstkort. Í þessu umhverfi verður raunveruleg samkeppni ekki möguleg. Fyrirtækin vilja auðvitað geta veitt fulla þjónustu. Hver myndi vilja reka bílaþvottastöð þar sem allt væri þvegið nema framrúðan? Sérstaklega ef neðar í götunni er að finna ríkisrekna bílaþvottastöð sem þvær allan bílinn, þar með talið framrúðuna? Hvernig samkeppni væri það?…og þykjast spara með því? Af og til má heyra af umræðum ríkiseinokunarfyrirtækisins og eftirlitsstofnana um hvaða þjónustuskerðing úti á landi sé viðunandi: Hvaða pósthúsum eigi að loka og hve sjaldan í viku megi bera póstinn í hús. Pósthúsum hefur fækkað og mun fækka áfram. Frá sjónarhóli einokunaraðilans væri án efa bara best að hafa eitt pósthús á höfuðborgarsvæðinu þangað sem fólk kæmi að ná í pakka. En ég er ekki viss um að það sé sú niðurstaða sem frjáls markaður kæmist að. Mætti ekki bara sjá hvað gerðist ef við leyfðum fólki að fara með bréf á milli fyrir annað fólk. Ef samfélaginu er annt um að ákveðin þjónusta sé veitt og í ljós kemur að hún stendur ekki undir sér þá á bara að bjóða hana út og borga einhverjum fyrir að veita hana. En í staðinn skyldum við einn aðila til að veita þjónustuna og látum gamaldags einokunarleyfi á öðrum sviðum fylgja með sem sárabætur. Þetta drepur allt frumkvæði. Og neytendur líða fyrir. Hættum þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Það má ýmislegt segja um ESB og ekki allt bara jákvætt. En eitt af því sem er jákvætt er hin kreddukennda þráhyggja til að búa til „sameiginlega evrópska markaði“ í hinu og þessu. Oft er þar með verið að brjóta upp fyrirkomulag þar sem 20-30 stórmerkilegir einokunarrisar sitja hver um sinn landsmarkað og halda því fram að þeir veiti afburðagóða og hagkvæma þjónustu. Samkeppnin muni gera allt verra. Þannig var evrópski flugbransinn fyrir tveimur áratugum. Þannig var evrópski póstmarkaðurinn þangað til í fyrra. Og þannig er íslenski póstmarkaðurinn enn.Hverjir ætla enn á ný… Ég dvaldi nýlega nokkra mánuði í Póllandi og fékk ég að kynnast skelfingum hins verðandi frjálsa póstmarkaðar. Ég pantaði mikið á netinu. Það sem ég pantaði kom oftast heim til mín. Ólíkar netverslanir sömdu við ólík póstfyrirtæki sem lögðu sig alveg fram við að ná á mann, t.d. með því að hringja og athuga hvort maður væri heima. Á Íslandi fæ ég nánast alltaf bara miða um að bókin sem ég hafði pantað hafi komið í heimsókn og horft inn um gluggann en ekki komist inn. Í Póllandi er einnig fyrirtæki, InPost, sem starfrækir svona „hraðpakkastöðvar“. Maður stingur pakka í hólf í einni borg og pakkinn birtist næsta dag með undraverðum hætti í sambærilegu hólfi í annarri borg. Viðtakandi fær sms um leið og pakkinn er kominn ásamt kóðanum sem þarf að stimpla inn til að geta sótt hann. Reyndar nota fjölmargar netverslanir sömu dreifingaraðferð. Það kemur í ljós að sumir kjósa nafnleynd varðandi sumt af því sem þeir kaupa á netinu. Skrítið. InPost fór inn á Bretlandsmarkað fyrir ári. Fyrirtækið áformar að setja upp 2.000 mannlausar „hraðpakkastöðvar“ í landinu fyrir árslok 2014.…að einoka markað… Nú vilja eflaust sumir að ég taki fram hið augljósa: Að Pólland og Bretland séu fjölmennari og þéttbýlli lönd en Ísland. Og að ég viðurkenni þannig óbeint að það skipti einhverju máli. Jú, jú, kannski borgar sumt sig á stórum markaði frekar en á litlum markaði en það er algjör óþarfi að banna hlut af ótta við að hann floppi. Hitt er annað mál að litlir markaðir er oft ágætisvettvangur til að prófa hugmyndir. Við missum það ef við bönnum alltaf allt. Íslensk stjórnvöld hafa þurft að leyfa einkaaðilum að fara með pakka og stærri bréf á milli staða út af EES-samningnum. Íslandspóstur heldur þó einkaleyfi á minnstu bréfunum. Seinustu ríkisstjórn tókst að ná því fram að almenningur myndi ekki njóta samkeppni á þessu sviði. Póstfrelsi var haldið utan við EES. Niðurstaða: Einkaaðilar mega enn ekki fara með gluggapóst, sendibréf eða póstkort. Í þessu umhverfi verður raunveruleg samkeppni ekki möguleg. Fyrirtækin vilja auðvitað geta veitt fulla þjónustu. Hver myndi vilja reka bílaþvottastöð þar sem allt væri þvegið nema framrúðan? Sérstaklega ef neðar í götunni er að finna ríkisrekna bílaþvottastöð sem þvær allan bílinn, þar með talið framrúðuna? Hvernig samkeppni væri það?…og þykjast spara með því? Af og til má heyra af umræðum ríkiseinokunarfyrirtækisins og eftirlitsstofnana um hvaða þjónustuskerðing úti á landi sé viðunandi: Hvaða pósthúsum eigi að loka og hve sjaldan í viku megi bera póstinn í hús. Pósthúsum hefur fækkað og mun fækka áfram. Frá sjónarhóli einokunaraðilans væri án efa bara best að hafa eitt pósthús á höfuðborgarsvæðinu þangað sem fólk kæmi að ná í pakka. En ég er ekki viss um að það sé sú niðurstaða sem frjáls markaður kæmist að. Mætti ekki bara sjá hvað gerðist ef við leyfðum fólki að fara með bréf á milli fyrir annað fólk. Ef samfélaginu er annt um að ákveðin þjónusta sé veitt og í ljós kemur að hún stendur ekki undir sér þá á bara að bjóða hana út og borga einhverjum fyrir að veita hana. En í staðinn skyldum við einn aðila til að veita þjónustuna og látum gamaldags einokunarleyfi á öðrum sviðum fylgja með sem sárabætur. Þetta drepur allt frumkvæði. Og neytendur líða fyrir. Hættum þessu.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun