Lífið

hausttíska kynnt í Köben

Stine Goya Litagleðin er hér ríkjandi. Víðar pokabuxur fyrir haustið hjá danska hönnuðinum Stine Goya.
Stine Goya Litagleðin er hér ríkjandi. Víðar pokabuxur fyrir haustið hjá danska hönnuðinum Stine Goya. Nordicphotos/Getty
Það kenndi ýmissa grasa á tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem lauk á sunnudag. Kynnt var hausttíska þessa árs og eru tískusérfræðingar á einu máli um að fjölbreytileikinn hafi verið í fyrirrúmi. Að vanda fengu nýir hönnuðir að láta ljós sitt skína.

Pelsar voru óvenju fyrirferðarmiklir á sýningunni, einnig málmefni og þykk ullarefni. Ljósir litir voru áberandi, sömuleiðis týpískir haustlitir og sterkir litir. Svo virðist sem frjálsræði verði mikið með haustinu þegar kemur að litum. Tískuvikan í Kaupmannahöfn er afar vinsæl hjá þeim sem sjá um innkaup í verslanir og var eftir því tekið hversu margir Kínverjar voru meðal gesta, bæði verslunareigendur og blaðamenn. Danir sjá mikla möguleika í því að selja fatahönnun sína til Kína þar sem uppgangur er mikill um þessar mundir. 



Tískuvikan var glæsileg að vanda og margir nýir hönnuðir fengu tækifæri til að sýna framleiðslu sína. Dönsk hönnun hefur lengi verið eftirsótt. Meðal sýnenda voru þekkt vörumerki eins og Bitte Kai Rand, Bruuns Bazaar, By Malene Birger, DAY Birger et Mikkelsen, David Andersen, Edith & Ella, Anne Sofie Madsen auk margra annarra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.