Verður að vera í útlöndum ef maður ætlar að gera þetta af viti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2014 06:00 íslenski hópurinn. Tekið var á móti íslenska hópnum með formlegum hætti í Ólympíuþorpinu í Sotsjí í vikunni. Brynjar Jökull er þriðji frá vinstri af þeim sem krjúpa. mynd/ísí „Ég byrjaði hjá KR en flutti mig yfir í Víking þegar ég var ellefu ára. Þá var þetta orðið meira fjölskyldusport en ég vildi meiri keppni,“ segir Ólympíufarinn Brynjar Jökull Guðmundsson. Vesturbæingurinn er mættur til Sotsjí í Rússlandi þar sem Vetrarólympíuleikarnir voru settir í gær. Hann viðurkennir að draumur sé að verða að veruleika. „Dreymir ekki flesta í einstaklingsíþróttum um að komast á svona stað? Þetta hefur verið draumur hjá mér frá því ég var lítill,“ segir Brynjar sem mun keppa í svigi og stórsvigi á leikunum. Skíðakappinn hávaxni hefur verið í landsliði Íslands undanfarin fjögur ár og verið undir Ólympíuviðmiðinu síðan á leikunum í Vancouver 2010. „Þetta er náttúrulega frábært og þvílíkt ævintýri.“Einn mánuður á Íslandi frá ágúst Brynjar hefur líkt og félagar hans í landsliðinu dvalið erlendis stóran hluta ársins undanfarin misseri. Þá sérstaklega síðastliðin þrjú ár. „Þá flutti ég til Svíþjóðar og fór í skíðaháskóla þar sem þáverandi landsliðsþjálfari í alpagreinum þjálfaði,“ segir Brynjar sem er á 25. aldursári. Háskólinn var í samstarfi við sænska skíðasambandið og æfði Brynjar með bestu skíðaköppum Svíþjóðar í sínum aldursflokki. Frá því í ágúst hefur hann svo verið á ferð og flugi í Austurríki og Noregi. „Ætli ég hafi ekki verið samanlagt einn mánuð á Íslandi síðan í ágúst,“ segir Brynjar Jökull sem keppti á nokkrum mótum á Norðurlöndunum í desember. Þá vildi hann bæta árangur sinn í aðdraganda Sotsjí til að bæta stöðu sína. „Það styrkti stöðu mína gífurlega. Ég fékk stig á tveimur mótum sem hjálpaði mikið til,“ segir Brynjar Jökull. Svigið er sérgrein Víkingsins sem ætlar þó líka að fara af fullum krafti í stórsvigið. „Hugurinn er samt í sviginu.“ Brynjar er langelstur af þeim fjórum sem keppa fyrir Íslands hönd í alpagreinum. Hann segir það synd hvernig þróunin hafi verið undanfarin ár. Jafnaldrar hans hafi gefist upp á íþróttinni. „Það er samt ekkert skrýtið því það er svo lítill snjór á Íslandi og erfitt að stunda þetta sport. Maður verður að vera í útlöndum ef maður ætlar að gera þetta af einhverju viti.“ Hann horfir bjartsýnum augum fram á veginn og rifjar upp góðan árangur á heimsmeistaramótinu í Schladming fyrir ári. Þá var hann 34. í rásröð í undankeppninni en komst í úrslitin. Þar var hann 73. í rásröðinni en lauk leik í 39. sæti. „Að hafna í topp fjörutíu með öllum þessum bestu þykir nokkuð fínt,“ segir Brynjar Jökull. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir leikana í Rússlandi. „Sjálfstraustið er gott og þetta verður æðislegt.“ Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Fleiri fréttir Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sjá meira
„Ég byrjaði hjá KR en flutti mig yfir í Víking þegar ég var ellefu ára. Þá var þetta orðið meira fjölskyldusport en ég vildi meiri keppni,“ segir Ólympíufarinn Brynjar Jökull Guðmundsson. Vesturbæingurinn er mættur til Sotsjí í Rússlandi þar sem Vetrarólympíuleikarnir voru settir í gær. Hann viðurkennir að draumur sé að verða að veruleika. „Dreymir ekki flesta í einstaklingsíþróttum um að komast á svona stað? Þetta hefur verið draumur hjá mér frá því ég var lítill,“ segir Brynjar sem mun keppa í svigi og stórsvigi á leikunum. Skíðakappinn hávaxni hefur verið í landsliði Íslands undanfarin fjögur ár og verið undir Ólympíuviðmiðinu síðan á leikunum í Vancouver 2010. „Þetta er náttúrulega frábært og þvílíkt ævintýri.“Einn mánuður á Íslandi frá ágúst Brynjar hefur líkt og félagar hans í landsliðinu dvalið erlendis stóran hluta ársins undanfarin misseri. Þá sérstaklega síðastliðin þrjú ár. „Þá flutti ég til Svíþjóðar og fór í skíðaháskóla þar sem þáverandi landsliðsþjálfari í alpagreinum þjálfaði,“ segir Brynjar sem er á 25. aldursári. Háskólinn var í samstarfi við sænska skíðasambandið og æfði Brynjar með bestu skíðaköppum Svíþjóðar í sínum aldursflokki. Frá því í ágúst hefur hann svo verið á ferð og flugi í Austurríki og Noregi. „Ætli ég hafi ekki verið samanlagt einn mánuð á Íslandi síðan í ágúst,“ segir Brynjar Jökull sem keppti á nokkrum mótum á Norðurlöndunum í desember. Þá vildi hann bæta árangur sinn í aðdraganda Sotsjí til að bæta stöðu sína. „Það styrkti stöðu mína gífurlega. Ég fékk stig á tveimur mótum sem hjálpaði mikið til,“ segir Brynjar Jökull. Svigið er sérgrein Víkingsins sem ætlar þó líka að fara af fullum krafti í stórsvigið. „Hugurinn er samt í sviginu.“ Brynjar er langelstur af þeim fjórum sem keppa fyrir Íslands hönd í alpagreinum. Hann segir það synd hvernig þróunin hafi verið undanfarin ár. Jafnaldrar hans hafi gefist upp á íþróttinni. „Það er samt ekkert skrýtið því það er svo lítill snjór á Íslandi og erfitt að stunda þetta sport. Maður verður að vera í útlöndum ef maður ætlar að gera þetta af einhverju viti.“ Hann horfir bjartsýnum augum fram á veginn og rifjar upp góðan árangur á heimsmeistaramótinu í Schladming fyrir ári. Þá var hann 34. í rásröð í undankeppninni en komst í úrslitin. Þar var hann 73. í rásröðinni en lauk leik í 39. sæti. „Að hafna í topp fjörutíu með öllum þessum bestu þykir nokkuð fínt,“ segir Brynjar Jökull. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir leikana í Rússlandi. „Sjálfstraustið er gott og þetta verður æðislegt.“
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Fleiri fréttir Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sjá meira