Ár tónlistarfullnægingarinnar 13. febrúar 2014 11:30 Hvernig ætlar Frank Ocean að toppa Channel Orange? Ég fæ nánast fullnægingu þegar ég kíki yfir þær plötur sem væntanlegar eru á þessu ári. Margir af mínum eftirlætistónlistarmönnum bjóða upp á glænýtt efni árið 2014 og ég get ekki beðið eftir að sökkva mér í sófann með græjurnar í botni. Tónlistarmenn á borð við Adele, Chromeo, Death Cab for Cutie, Belle & Sebastian, Fleet Foxes, Modest Mouse, Lykke Li, My Morning Jacket, Frank Ocean og Pharrell gefa út plötur á árinu og ég á erfitt með að gera upp við mig yfir hverju ég er spenntust. Ég náttúrulega kolféll fyrir Channel Orange með Frank Ocean í hitteðfyrra – eitthvað sem ég bjóst alls ekki við. Sú plata komst næst því að vera fullkomin og því býst ég við miklu af Frank mínum. Ég veit ekki hvernig hann ætlar að toppa þessa frumraun sína en ég get ekki beðið eftir að heyra hann reyna – og vonandi takast. Adele er annað nafn sem kitlar mína tára- og tónlistarkirtla. Hún heillaði mig upp úr skónum þegar hún kom fram á sjónarsviðið og ef enn væri í tísku að hlusta á geisladiska hefði platan 21 verið spiluð í hengla í minni síðustu ástarsorg.Svo er það hann Pharrell. Elsku Pharrell sem virðist ekki getað stigið feilspor. Hann er óþolandi hæfileikaríkur. Svo ekki sé minnst á hve fagur hann er og skemmtilegur. Eins gott að hann geti drifið mig upp úr sófanum og látið mig dansa eins og enginn sé að horfa. Ég bið ekki um meira. Síðast ætla ég að nefna Death Cab for Cutie. Sú plata held ég að eigi eftir að koma mér mikið á óvart því sú síðasta, Codes and Keys, var miklu betri en ég þorði að vona. Biðin er erfiðust, eins og vitur maður sagði. Nú tekur hún víst við. Eins gott að allar þessar plötur verði biðarinnar virði. Tónlist Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ég fæ nánast fullnægingu þegar ég kíki yfir þær plötur sem væntanlegar eru á þessu ári. Margir af mínum eftirlætistónlistarmönnum bjóða upp á glænýtt efni árið 2014 og ég get ekki beðið eftir að sökkva mér í sófann með græjurnar í botni. Tónlistarmenn á borð við Adele, Chromeo, Death Cab for Cutie, Belle & Sebastian, Fleet Foxes, Modest Mouse, Lykke Li, My Morning Jacket, Frank Ocean og Pharrell gefa út plötur á árinu og ég á erfitt með að gera upp við mig yfir hverju ég er spenntust. Ég náttúrulega kolféll fyrir Channel Orange með Frank Ocean í hitteðfyrra – eitthvað sem ég bjóst alls ekki við. Sú plata komst næst því að vera fullkomin og því býst ég við miklu af Frank mínum. Ég veit ekki hvernig hann ætlar að toppa þessa frumraun sína en ég get ekki beðið eftir að heyra hann reyna – og vonandi takast. Adele er annað nafn sem kitlar mína tára- og tónlistarkirtla. Hún heillaði mig upp úr skónum þegar hún kom fram á sjónarsviðið og ef enn væri í tísku að hlusta á geisladiska hefði platan 21 verið spiluð í hengla í minni síðustu ástarsorg.Svo er það hann Pharrell. Elsku Pharrell sem virðist ekki getað stigið feilspor. Hann er óþolandi hæfileikaríkur. Svo ekki sé minnst á hve fagur hann er og skemmtilegur. Eins gott að hann geti drifið mig upp úr sófanum og látið mig dansa eins og enginn sé að horfa. Ég bið ekki um meira. Síðast ætla ég að nefna Death Cab for Cutie. Sú plata held ég að eigi eftir að koma mér mikið á óvart því sú síðasta, Codes and Keys, var miklu betri en ég þorði að vona. Biðin er erfiðust, eins og vitur maður sagði. Nú tekur hún víst við. Eins gott að allar þessar plötur verði biðarinnar virði.
Tónlist Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira