Pollarnir fá aðstoð frá Ham og Skálmöld Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. febrúar 2014 09:30 Pollapönk fær aðstoð frá Bibba úr Skálmöld og Óttari Proppé úr Ham í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið. fréttablaðið/stefán „Bibbi úr Skálmöld og Óttar Proppé úr Ham ætla að syngja bakraddir með okkur á laugardagskvöldið,“ segir rauði pollinn, Haraldur Freyr Gíslason, söngvari og gítarleikari í Pollapönk. Það er því ljóst að hljómsveitirnar Pollapönk, Botnleðja, Dr. Spock, Ham og Skálmöld munu í fyrsta skipti í sögunni stíga saman á svið í Háskólabíó á laugardagskvöldið, þegar úrslitin í Söngvakeppni Sjónvarpsins fara fram. Pollarnir voru staðráðnir í að bæta atriðið sitt ef þeir kæmust í úrslit. „Það var alltaf planið að byggja ofan á atriðið ef við kæmumst áfram, nú erum við líka að nálgast regnbogafánann í litum,“ segir Haraldur. Alþingismaðurinn og gullbarkinn Óttar Proppé verður fjólublái pollinn og Bibbi (Snæbjörn Ragnarsson), verður appelsínuguli pollinn. „Appelsínuguli pollinn er svokallaður skyndihjálparpolli og mun hjálpa fólki í vanda. Fjólublái pollinn eða Alþingispollinn ætlar að gera Ísland að fordómalausri þjóð,“ útskýrir Haraldur. Pollapönk hefur æft af kappi frá því að sveitin komst áfram. „Við höfum æft daglega frá því við komumst áfram og tökum þetta gríðarlega alvarlega. Það skiptir okkur mjög miklu máli að gera þetta vel,“ segir Haraldur og bætir við að þeir geti vart beðið eftir því að stíga á svið. Óttar og Bibbi eru miklir rokkarar en líklega síst þekktir fyrir bakraddasöng. „Nú erum við með raddir í öllum regnbogans litum þannig að þetta verður litríkt og skemmtilegt.“ Það er þó enn óákveðið hvort Bibbi og Óttar verða með hljóðfæri á sér, en þeir munu pottþétt munda míkrafóninn af mikilli fagmennsku. „Þó að enginn af okkur hafi unnið söngvakeppni framhaldsskólanna þá lofa ég fögrum söng,“ segir Haraldur léttur í lundu. Þá hefur enn ekki verið ákveðið hvort bakraddasöngvararnir verði fullgildir meðlimir Pollapönks eftir Eurovision-flutninginn. „Þeir verða með okkur á laugardaginn en við sjáum svo til með framhaldið, við þurfum að sjá hvort þeir hafa pollaandann í sér. Þeir eru samt fordómalausir, ég finn það strax.“ Pollapönk flytur lagið Enga fordóma í Háskólabíói á laugardagskvöldið. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
„Bibbi úr Skálmöld og Óttar Proppé úr Ham ætla að syngja bakraddir með okkur á laugardagskvöldið,“ segir rauði pollinn, Haraldur Freyr Gíslason, söngvari og gítarleikari í Pollapönk. Það er því ljóst að hljómsveitirnar Pollapönk, Botnleðja, Dr. Spock, Ham og Skálmöld munu í fyrsta skipti í sögunni stíga saman á svið í Háskólabíó á laugardagskvöldið, þegar úrslitin í Söngvakeppni Sjónvarpsins fara fram. Pollarnir voru staðráðnir í að bæta atriðið sitt ef þeir kæmust í úrslit. „Það var alltaf planið að byggja ofan á atriðið ef við kæmumst áfram, nú erum við líka að nálgast regnbogafánann í litum,“ segir Haraldur. Alþingismaðurinn og gullbarkinn Óttar Proppé verður fjólublái pollinn og Bibbi (Snæbjörn Ragnarsson), verður appelsínuguli pollinn. „Appelsínuguli pollinn er svokallaður skyndihjálparpolli og mun hjálpa fólki í vanda. Fjólublái pollinn eða Alþingispollinn ætlar að gera Ísland að fordómalausri þjóð,“ útskýrir Haraldur. Pollapönk hefur æft af kappi frá því að sveitin komst áfram. „Við höfum æft daglega frá því við komumst áfram og tökum þetta gríðarlega alvarlega. Það skiptir okkur mjög miklu máli að gera þetta vel,“ segir Haraldur og bætir við að þeir geti vart beðið eftir því að stíga á svið. Óttar og Bibbi eru miklir rokkarar en líklega síst þekktir fyrir bakraddasöng. „Nú erum við með raddir í öllum regnbogans litum þannig að þetta verður litríkt og skemmtilegt.“ Það er þó enn óákveðið hvort Bibbi og Óttar verða með hljóðfæri á sér, en þeir munu pottþétt munda míkrafóninn af mikilli fagmennsku. „Þó að enginn af okkur hafi unnið söngvakeppni framhaldsskólanna þá lofa ég fögrum söng,“ segir Haraldur léttur í lundu. Þá hefur enn ekki verið ákveðið hvort bakraddasöngvararnir verði fullgildir meðlimir Pollapönks eftir Eurovision-flutninginn. „Þeir verða með okkur á laugardaginn en við sjáum svo til með framhaldið, við þurfum að sjá hvort þeir hafa pollaandann í sér. Þeir eru samt fordómalausir, ég finn það strax.“ Pollapönk flytur lagið Enga fordóma í Háskólabíói á laugardagskvöldið.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira