Bíó og sjónvarp

Til ef Tim er til

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Beetlejuice hefur notið mikilla vinsælda síðan hún var frumsýnd árið 1988.
Beetlejuice hefur notið mikilla vinsælda síðan hún var frumsýnd árið 1988.
Leikarinn Michael Keaton segir að það styttist í framhaldsmyndina Beetlejuice 2 og vonar að leikstjórinn Tim Burton setjist í leikstjórastólinn á ný.

„Ég er búinn að senda Tim nokkra tölvupósta og tala við handritshöfundana nokkrum sinnum en bara um undirbúningsvinnu þangað til nú nýlega. Ég hef alltaf sagt að Beetlejuice sé það eina sem mig langi að gera aftur ef ég geri aldrei neitt meira í lífinu. En það þýddi að Tim þyrfti að koma að henni. Nú lítur allt út fyrir það. Ef hann er til þá verður erfitt fyrir mig að taka ekki þátt,“ segir Michael.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.