Lífið

Þetta fá gestir Óskarsins að gjöf

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ellen er kynnirinn á Óskarnum.
Ellen er kynnirinn á Óskarnum.
Óskarsverðlaunin fara fram 2. mars og bíða margir spenntir eftir þeim. Það er venja að þeir sem tilnefndir eru fá gjafapoka, hvort sem þeir vinna eður ei, og eru þessir pokar ávallt mjög veglegir.

Í ár er verðmæti hvers poka um 55 þúsund dollarar, rúmlega sex milljónir króna. Í honum má meðal annars finna lúxuskonfekt, svissnesk úr, Jan Lewis-armbönd, frí til Kanada, Mexíkó og Japan.

Þá geta þeir sem fá gjafapokana einnig gefið tíu þúsund máltíðir til dýraathvarfs að eigin vali en máltíðirnar eru frá Halo, fyrirtæki Óskarsverðlaunakynnisins Ellen DeGeneres.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.