Lífið

Um tónleika Justins Timberlake á Íslandi

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Justin Timberlake skemmtir á Íslandi í ágúst
Justin Timberlake skemmtir á Íslandi í ágúst Vísir/Getty
Um tónleikana:



Tónleikarnir fara fram sunnudaginn 24. ágúst, daginn eftir Menningarnótt. 

Þetta verður í fyrsta sinn sem Justin Timberlake kemur fram á Íslandi.

Tónleikarnir áttu í upphafi að vera í júní en sökum mikillar velgengni var þeim alltaf frestað. Ástæðan er sú að Justin Timberlake vill enda þennan hluta tónleikaferðalagsins á Íslandi. 

Tónleikarnir eru hluti af The 20/20 Experience World Tour en tónleikaferðin hófst 6. nóvember 2013 í New York og heimsækir Timberlake um 100 tónleikastaði úti um allan heim á ferðalagi sínu.

Knattspyrnuhöllin Kórinn sem stendur við Vallakór 12, 203 Kópavogi, mun hýsa þennan stórfenglega viðburð.

Miðasala hefst fimmtudaginn 6. mars klukkan 10.00 á Miði.is. en 16.000 miðar verða í boði á þremur verðsvæðum. Miðaverð og fyrirkomulag miðasölu verður tilkynnt í smáatriðum á allra næstu dögum. 

Meðlimir í The Tennessee Kids (#TNKids) sem er glænýr aðdáenda-

klúbbur Justins Timberlake fá tækifæri til að kaupa miða í sérstakri forsölu þriðjudaginn 4. mars. Talið er að tvö íslensk fyrirtæki verði með forsölu daginn fyrir almennu miðasöluna. Þá er talið að eingöngu verði hægt að kaupa tíu miða í einu.



Vísir/Getty
Um Justin Timberlake

Justin Timberlake er fæddur í Memphis, Tennessee í Bandaríkjunum 31. janúar árið 1981. Hann kom fyrst fram á sjónvarsviðið ellefu ára í sjónvarpsþáttunum Star Search og þar á eftir í þáttunum The Mickey Mouse Club en þar kynntist hann væntanlegri kærustu sinni til þriggja ára, Britney Spears.

Timberlake er giftur leikkonunni Jessicu Biel en þau giftu sig í október árið 2012.

Árið 1995 varð strákasveitin ´N Sync til og var Timberlake lykilmaður í þeirri sveit. Súkkulaðistrákarnir hafa selt yfir 50 milljónir platna á sínum ferli en þeir lögðu upp laupana árið 2002. Þó komu þeir saman á VMA hátíðinni á síðasta ári.

Justin Timberlake hefur gefið út fjórar breiðskífur: Justified árið 2002, FutureSex/LoveSounds árið 2006, The 20/20 Experience og The 20/20 Experience – 2 of 2 sem báðar komu út árið 2013.

Hann hefur unnið fjölda verðlauna og þar á meðal níu Grammy verðlaun og og fjögur Emmy verðlaun.

Fyrir utan tónlistina hefur hann leikið í fjölda kvikmynda en er líklega þekktastur fyrir leik sinn í myndunum The Social Network, Friends With Benefits, Bad Teacher og Love Guru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×