Um tónleika Justins Timberlake á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 21. febrúar 2014 09:30 Justin Timberlake skemmtir á Íslandi í ágúst Vísir/Getty Um tónleikana: Tónleikarnir fara fram sunnudaginn 24. ágúst, daginn eftir Menningarnótt. Þetta verður í fyrsta sinn sem Justin Timberlake kemur fram á Íslandi. Tónleikarnir áttu í upphafi að vera í júní en sökum mikillar velgengni var þeim alltaf frestað. Ástæðan er sú að Justin Timberlake vill enda þennan hluta tónleikaferðalagsins á Íslandi. Tónleikarnir eru hluti af The 20/20 Experience World Tour en tónleikaferðin hófst 6. nóvember 2013 í New York og heimsækir Timberlake um 100 tónleikastaði úti um allan heim á ferðalagi sínu. Knattspyrnuhöllin Kórinn sem stendur við Vallakór 12, 203 Kópavogi, mun hýsa þennan stórfenglega viðburð. Miðasala hefst fimmtudaginn 6. mars klukkan 10.00 á Miði.is. en 16.000 miðar verða í boði á þremur verðsvæðum. Miðaverð og fyrirkomulag miðasölu verður tilkynnt í smáatriðum á allra næstu dögum. Meðlimir í The Tennessee Kids (#TNKids) sem er glænýr aðdáenda- klúbbur Justins Timberlake fá tækifæri til að kaupa miða í sérstakri forsölu þriðjudaginn 4. mars. Talið er að tvö íslensk fyrirtæki verði með forsölu daginn fyrir almennu miðasöluna. Þá er talið að eingöngu verði hægt að kaupa tíu miða í einu.Vísir/GettyUm Justin TimberlakeJustin Timberlake er fæddur í Memphis, Tennessee í Bandaríkjunum 31. janúar árið 1981. Hann kom fyrst fram á sjónvarsviðið ellefu ára í sjónvarpsþáttunum Star Search og þar á eftir í þáttunum The Mickey Mouse Club en þar kynntist hann væntanlegri kærustu sinni til þriggja ára, Britney Spears. Timberlake er giftur leikkonunni Jessicu Biel en þau giftu sig í október árið 2012. Árið 1995 varð strákasveitin ´N Sync til og var Timberlake lykilmaður í þeirri sveit. Súkkulaðistrákarnir hafa selt yfir 50 milljónir platna á sínum ferli en þeir lögðu upp laupana árið 2002. Þó komu þeir saman á VMA hátíðinni á síðasta ári. Justin Timberlake hefur gefið út fjórar breiðskífur: Justified árið 2002, FutureSex/LoveSounds árið 2006, The 20/20 Experience og The 20/20 Experience – 2 of 2 sem báðar komu út árið 2013. Hann hefur unnið fjölda verðlauna og þar á meðal níu Grammy verðlaun og og fjögur Emmy verðlaun. Fyrir utan tónlistina hefur hann leikið í fjölda kvikmynda en er líklega þekktastur fyrir leik sinn í myndunum The Social Network, Friends With Benefits, Bad Teacher og Love Guru. Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sjá meira
Um tónleikana: Tónleikarnir fara fram sunnudaginn 24. ágúst, daginn eftir Menningarnótt. Þetta verður í fyrsta sinn sem Justin Timberlake kemur fram á Íslandi. Tónleikarnir áttu í upphafi að vera í júní en sökum mikillar velgengni var þeim alltaf frestað. Ástæðan er sú að Justin Timberlake vill enda þennan hluta tónleikaferðalagsins á Íslandi. Tónleikarnir eru hluti af The 20/20 Experience World Tour en tónleikaferðin hófst 6. nóvember 2013 í New York og heimsækir Timberlake um 100 tónleikastaði úti um allan heim á ferðalagi sínu. Knattspyrnuhöllin Kórinn sem stendur við Vallakór 12, 203 Kópavogi, mun hýsa þennan stórfenglega viðburð. Miðasala hefst fimmtudaginn 6. mars klukkan 10.00 á Miði.is. en 16.000 miðar verða í boði á þremur verðsvæðum. Miðaverð og fyrirkomulag miðasölu verður tilkynnt í smáatriðum á allra næstu dögum. Meðlimir í The Tennessee Kids (#TNKids) sem er glænýr aðdáenda- klúbbur Justins Timberlake fá tækifæri til að kaupa miða í sérstakri forsölu þriðjudaginn 4. mars. Talið er að tvö íslensk fyrirtæki verði með forsölu daginn fyrir almennu miðasöluna. Þá er talið að eingöngu verði hægt að kaupa tíu miða í einu.Vísir/GettyUm Justin TimberlakeJustin Timberlake er fæddur í Memphis, Tennessee í Bandaríkjunum 31. janúar árið 1981. Hann kom fyrst fram á sjónvarsviðið ellefu ára í sjónvarpsþáttunum Star Search og þar á eftir í þáttunum The Mickey Mouse Club en þar kynntist hann væntanlegri kærustu sinni til þriggja ára, Britney Spears. Timberlake er giftur leikkonunni Jessicu Biel en þau giftu sig í október árið 2012. Árið 1995 varð strákasveitin ´N Sync til og var Timberlake lykilmaður í þeirri sveit. Súkkulaðistrákarnir hafa selt yfir 50 milljónir platna á sínum ferli en þeir lögðu upp laupana árið 2002. Þó komu þeir saman á VMA hátíðinni á síðasta ári. Justin Timberlake hefur gefið út fjórar breiðskífur: Justified árið 2002, FutureSex/LoveSounds árið 2006, The 20/20 Experience og The 20/20 Experience – 2 of 2 sem báðar komu út árið 2013. Hann hefur unnið fjölda verðlauna og þar á meðal níu Grammy verðlaun og og fjögur Emmy verðlaun. Fyrir utan tónlistina hefur hann leikið í fjölda kvikmynda en er líklega þekktastur fyrir leik sinn í myndunum The Social Network, Friends With Benefits, Bad Teacher og Love Guru.
Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sjá meira