Sport

Ásgeir Íslandsmeistari með yfirburðum

Verðlaunahafarnir glaðbeittir í dag.
Verðlaunahafarnir glaðbeittir í dag. mynd/aðsend
Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð í dag Íslandsmeistari í einstaklingskeppni í frjálsri skammbyssu.

Ásgeir vann með yfirburðum. Stefán Sigurðsson úr Skotfélagi Kópavogs varð annar og Jórunn Harðardóttir, Skotfélagi Reykjavíkur, varð í þriðja sæti.

Í liðakeppninni varð A-sveit Skotfélags Reykjavíkur Íslandsmeistari en hana skipuðu Ásgeir og Jórunn ásamt Guðmundi Kr. Gíslasyni.

Í öðru sæti varð A-sveit SFK með Stefán Sigurðsson, Thomas Viderö og Karl Einarsson innanborðs. Í þriðja sæti hafnaði svo B-sveit SR en í henni voru Guðmundur H.Christensen, Engilbert Runólfsson og Jón Á.Þórisson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×