Seðlabankinn Þorsteinn Pálsson skrifar 1. mars 2014 06:00 Ríkisstjórnin hefur sent frá sér þrenns konar skilaboð varðandi Seðlabankann. Í fyrsta lagi hefur forsætisráðherra margítrekað harða gagnrýni á stefnu og vinnubrögð yfirstjórnar bankans. Í henni felst vantraust. Í öðru lagi hefur fjármálaráðherra ákveðið að auglýsa eftir nýjum bankastjóra. Lögin byggja einfaldlega á þeirri hugsun að stjórnvöld á hverjum tíma geti losað embættið eftir fimm ár án þess að nefna orðið brottvikningu. Það er svo annað mál hvort fimm ára tímamörkin, sem ákveðin voru af fyrri stjórn, samræmast í einu og öllu hugmyndum um sjálfstæði bankans; að því ógleymdu að frá fyrri tíð er góð reynsla af langri setu á þessum stóli. Í þriðja lagi hefur fjármálaráðherra ákveðið að skipa starfshóp til þess að endurskoða lögin um Seðlabankann. Þetta eru áhugaverðustu skilaboðin. Af tveimur ástæðum er þetta eðlileg ákvörðun. Önnur er sú að frá aldamótum hefur ekki tekist nema um skamma hríð að ná verðbólgumarkmiði sex ríkisstjórna. Hin er að nú blasir við að gjaldeyrishöft í einhverri mynd sýnast ekki lengur vera tímabundið ástand. Stjórnkerfið þarf því að laga að þeim veruleika. Í meginatriðum hefur bankinn fylgt sömu hugmyndafræði við vaxtaákvarðanir eftir hrun eins og fyrir. Vaxtastefna fyrri bankastjórnar var líka umdeild. Stundum gerði pólitíkin athugasemdir við hana. Af hálfu aðila vinnumarkaðarins sætti hún þungri gagnrýni. Hún naut afgerandi stuðnings í fræðasamfélaginu með fáum undantekningum. Í fjármálakerfinu naut vaxtastefnan svo nokkuð góðs skilnings.Pólitíska hliðin Pólitíska hliðin á þessu viðfangsefni er áhugaverð. Þegar vinstri stjórnin vék bankastjórninni frá, sem bar ábyrgð á hruntímanum, kaus hún að fara ekki í uppgjör um stefnuna. Hún virðist einkum hafa farið í það uppgjör vegna ábyrgðar þáverandi bankastjórnar á þeim þrjúhundruð milljörðum króna sem skattgreiðendur þurftu að taka á sig vegna taps bankans. Spurningin sem vaknar er sú hvort núverandi ríkisstjórn hefur í hyggju að fara í uppgjör við þá hugmyndafræði sem ráðið hefur vaxtaákvörðunum frá því verðbólgumarkmiðið var sett í byrjun aldarinnar. Þetta er hnýsileg pólitísk spurning með hliðsjón af þeim deilum sem verið hafa um orsakir hrunsins. Fyrst og fremst er þetta þó spennandi umræðuefni vegna framtíðarinnar. Þó að stjórnkerfisbreytingin frá 2009 sýnist hafa verið til bóta er erfitt að meta árangurinn vegna haftanna. Viðfangsefnið er einkum hagfræðilegt. Eigi að síður kemst pólitíkin ekki hjá að taka afstöðu til þess. Sjálfstæði Seðlabankans byggir á lagaheimildum. Þær eru grundvöllur þeirra markmiða sem sett eru og þeirra tóla sem nota má til að ná þeim. Þó að ákvarðanirnar séu teknar sjálfstætt er pólitísk ábyrgð að baki þeim. Pólitísk gagnrýni á bankann er því innantóm nema menn hafi skýrar hugmyndir um hvernig breyta á lögunum og leikreglunum. Um þessi mál þarf að fara fram bæði fræðileg og pólitísk umræða. Ríkisstjórnin þarf fyrr en síðar að gera gleggri grein fyrir markmiðunum með endurskoðuninni. En stjórnarandstaðan þarf líka að svara spurningum. Það er ekki nóg að sá efasemdum um tilgang þeirra skilaboða sem ríkisstjórnin hefur sett frá sér.Hætturnar Óhætt er að fullyrða að veruleg hætta er á ferðum ef við festumst í því fari að grundvallarbreytingar verði gerðar á löggjöf og yfirstjórn bankans við hver stjórnarskipti. Fyrir þá sök er afar brýnt að boðuð endurskoðun verði gerð með breiðri sátt um hlutverk og aðferðafræði þessarar lykilstofnunar. Takist það ekki mistekst tilraunin. Stjórnarandstaðan hefur sett fram efasemdir um tvennt. Annars vegar að horfið verði frá faglegu ráðningarferli seðlabankastjóra og hins vegar að sjálfstæði bankans verði skert. Enn hefur þó ekkert komið fram sem hönd er á festandi um slíkar efasemdir. Sjálfstæður seðlabanki er sniðinn að opnu og frjálsu hagkerfi. Sú hugmynd rímar í hina röndina ekki eins vel við varanleg gjaldeyrishöft, þótt þau fái nýtt nafn, og þær stórauknu vaxtaniðurgreiðslur vegna afnáms verðtryggingar, sem boðaðar hafa verið. Meðan höftin fjötra lífeyrissjóðina við innlenda fjárfestingu er einnig alls óvíst að unnt verði að viðhalda þeim samkeppnisreglum sem gilda í nútíma markaðsþjóðfélagi. Hættan er sú að við þessar aðstæður sogist menn smám saman inn í gamlan heim og neyðist til að breyta stofnanakerfinu til samræmis. Það er örugglega ekki ásetningur ríkisstjórnarinnar. Hún gæti aftur á móti setið uppi með að þurfa að færa stjórnkerfið áratugi aftur í tímann ef sú mynd er rétt, sem veit að þeim er ekki hafa séð leynilega hluta stefnunnar, að hún kunni ekki ráð til að brjótast út úr vandanum og loki á aðrar leiðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun
Ríkisstjórnin hefur sent frá sér þrenns konar skilaboð varðandi Seðlabankann. Í fyrsta lagi hefur forsætisráðherra margítrekað harða gagnrýni á stefnu og vinnubrögð yfirstjórnar bankans. Í henni felst vantraust. Í öðru lagi hefur fjármálaráðherra ákveðið að auglýsa eftir nýjum bankastjóra. Lögin byggja einfaldlega á þeirri hugsun að stjórnvöld á hverjum tíma geti losað embættið eftir fimm ár án þess að nefna orðið brottvikningu. Það er svo annað mál hvort fimm ára tímamörkin, sem ákveðin voru af fyrri stjórn, samræmast í einu og öllu hugmyndum um sjálfstæði bankans; að því ógleymdu að frá fyrri tíð er góð reynsla af langri setu á þessum stóli. Í þriðja lagi hefur fjármálaráðherra ákveðið að skipa starfshóp til þess að endurskoða lögin um Seðlabankann. Þetta eru áhugaverðustu skilaboðin. Af tveimur ástæðum er þetta eðlileg ákvörðun. Önnur er sú að frá aldamótum hefur ekki tekist nema um skamma hríð að ná verðbólgumarkmiði sex ríkisstjórna. Hin er að nú blasir við að gjaldeyrishöft í einhverri mynd sýnast ekki lengur vera tímabundið ástand. Stjórnkerfið þarf því að laga að þeim veruleika. Í meginatriðum hefur bankinn fylgt sömu hugmyndafræði við vaxtaákvarðanir eftir hrun eins og fyrir. Vaxtastefna fyrri bankastjórnar var líka umdeild. Stundum gerði pólitíkin athugasemdir við hana. Af hálfu aðila vinnumarkaðarins sætti hún þungri gagnrýni. Hún naut afgerandi stuðnings í fræðasamfélaginu með fáum undantekningum. Í fjármálakerfinu naut vaxtastefnan svo nokkuð góðs skilnings.Pólitíska hliðin Pólitíska hliðin á þessu viðfangsefni er áhugaverð. Þegar vinstri stjórnin vék bankastjórninni frá, sem bar ábyrgð á hruntímanum, kaus hún að fara ekki í uppgjör um stefnuna. Hún virðist einkum hafa farið í það uppgjör vegna ábyrgðar þáverandi bankastjórnar á þeim þrjúhundruð milljörðum króna sem skattgreiðendur þurftu að taka á sig vegna taps bankans. Spurningin sem vaknar er sú hvort núverandi ríkisstjórn hefur í hyggju að fara í uppgjör við þá hugmyndafræði sem ráðið hefur vaxtaákvörðunum frá því verðbólgumarkmiðið var sett í byrjun aldarinnar. Þetta er hnýsileg pólitísk spurning með hliðsjón af þeim deilum sem verið hafa um orsakir hrunsins. Fyrst og fremst er þetta þó spennandi umræðuefni vegna framtíðarinnar. Þó að stjórnkerfisbreytingin frá 2009 sýnist hafa verið til bóta er erfitt að meta árangurinn vegna haftanna. Viðfangsefnið er einkum hagfræðilegt. Eigi að síður kemst pólitíkin ekki hjá að taka afstöðu til þess. Sjálfstæði Seðlabankans byggir á lagaheimildum. Þær eru grundvöllur þeirra markmiða sem sett eru og þeirra tóla sem nota má til að ná þeim. Þó að ákvarðanirnar séu teknar sjálfstætt er pólitísk ábyrgð að baki þeim. Pólitísk gagnrýni á bankann er því innantóm nema menn hafi skýrar hugmyndir um hvernig breyta á lögunum og leikreglunum. Um þessi mál þarf að fara fram bæði fræðileg og pólitísk umræða. Ríkisstjórnin þarf fyrr en síðar að gera gleggri grein fyrir markmiðunum með endurskoðuninni. En stjórnarandstaðan þarf líka að svara spurningum. Það er ekki nóg að sá efasemdum um tilgang þeirra skilaboða sem ríkisstjórnin hefur sett frá sér.Hætturnar Óhætt er að fullyrða að veruleg hætta er á ferðum ef við festumst í því fari að grundvallarbreytingar verði gerðar á löggjöf og yfirstjórn bankans við hver stjórnarskipti. Fyrir þá sök er afar brýnt að boðuð endurskoðun verði gerð með breiðri sátt um hlutverk og aðferðafræði þessarar lykilstofnunar. Takist það ekki mistekst tilraunin. Stjórnarandstaðan hefur sett fram efasemdir um tvennt. Annars vegar að horfið verði frá faglegu ráðningarferli seðlabankastjóra og hins vegar að sjálfstæði bankans verði skert. Enn hefur þó ekkert komið fram sem hönd er á festandi um slíkar efasemdir. Sjálfstæður seðlabanki er sniðinn að opnu og frjálsu hagkerfi. Sú hugmynd rímar í hina röndina ekki eins vel við varanleg gjaldeyrishöft, þótt þau fái nýtt nafn, og þær stórauknu vaxtaniðurgreiðslur vegna afnáms verðtryggingar, sem boðaðar hafa verið. Meðan höftin fjötra lífeyrissjóðina við innlenda fjárfestingu er einnig alls óvíst að unnt verði að viðhalda þeim samkeppnisreglum sem gilda í nútíma markaðsþjóðfélagi. Hættan er sú að við þessar aðstæður sogist menn smám saman inn í gamlan heim og neyðist til að breyta stofnanakerfinu til samræmis. Það er örugglega ekki ásetningur ríkisstjórnarinnar. Hún gæti aftur á móti setið uppi með að þurfa að færa stjórnkerfið áratugi aftur í tímann ef sú mynd er rétt, sem veit að þeim er ekki hafa séð leynilega hluta stefnunnar, að hún kunni ekki ráð til að brjótast út úr vandanum og loki á aðrar leiðir.